Spottar nýnasistinn vitgranna stjórnmálamenn?

Leiðtogi nýnasista skipti um kyn og var sendur í kvennafangelsi. Menn velta vöngum yfir hvort hann geri grín að vitgrönnum þingmönnum og nýsettum lögum í Þýskalandi um ,,kynleiðréttingu.“ Er nokkuð annað að gera, þau eru svo vitlaus!

Nýnasistinn Marla-Svenja Liebich var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og afplánar í kvennafangelsi í Chemnitz, að sögn þýsku fréttastöðvarinnar Deutsche Welle.

Liebich er þekktur hægriöfgamaður í Þýskalandi. Hann hefur verið einn af forystumönnum nýnasistasamtakanna Blood og Honor. Nafn þess kemur frá slagorði nasista Hitlers, ,,Blut und Ehre", þ.e. blóð og dýrð.

Þýskir stjórnmálamenn á villigötum, líkt og þeir íslensku

Liebich var áður þekktur sem Sven Liebich. Hann breytti nafni sínu og lagalegu kyni eftir að hann var dæmdur í fangelsi. Varð allt í einu kona, eins og hendi væri veifað. Kjánaleg lög bjóða upp á kjánalegan gjörning.

Fyrri ríkisstjórn Þýskalands þrýsti í gegn lögum sem gera mönnum kleift að breyta lagalegu kyni sínu með tilkynningarferli. Þú getur skipt um kyn einu sinni á ári. Hugmyndafræðin og lífsskoðun fárra blómstrar.

Mikið uppnám er í Þýskalandi vegna gruns um að Liebich dragi dám að þýskum lögum, og ekki síður þeim heimsku þingmönnum sem samþykktu lögin, og sæktist eftir að vera í kvennafangelsi. Einnig óttast menn að Liebich muni ógni kvenföngum. En vitgrannir þingmenn hafa engar áhyggjur af því, allt fyrir lífsskoðunina að menn geti skipt um kyn.

Aðgerðir Liebich hafa vakið umræður um hvort endurbæta eigi lögin um ,,kynleiðréttingu.“ Ef það er heil brú í þeim þingmönnum sem hugsa um þetta þá afnema þeir þessi vitlausu lög, kynrænt sjálfræði.

Afnema á lög um kynrænt sjálfræði um allan heim. Þetta eru ósannindi að menn geti skipt um kyn, skapar meiri vanda en leysa.

Það er vanvirðing við konur að karlmenn hafi aðgang að einkarýmum þeirra, íþróttum og fangelsi í gegnum kjánaleg lög.

Yfirgangur ákveðinna karlmanna, sem margir segja að sé veikir á geði, er augljós þegar að lög um kynrænt sjálfræði er annars vegar.


Annað hvort beygjum við okkur fyrir kröfu sjálfsmyndarstjórnmála um þögn eða krefjumst tjáningarfrelsis

Nokkrar kærur og málaferli hafa verið í gangi gangvart konum sem neita að gefa kvennabaráttuna upp á bátinn fyrir karlmönnum sem skilgreina sig sem konur. Þeir hafa verið mjög árásagjarnir í þessum athöfnum sínum og hika ekki við að draga konur í réttarsal til að þeir, karlarnir, hafi betur.

Víða um heim hafa konur mátt þola yfirgang þeirra, því sjálfsskilgreining á víst að vera rétthærra en réttur kvenna. Réttindi kvenna víða um heim er í hættu, m.a hér á landi, í Danmörku, Ástralíu, Noregi, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada.

Átökin á milli sjálfskilgreininga stjórnmála og kvenna fjallar um að beygja sig fyrir kröfum aðgerðasinna um algera friðhelgi – og lýðræðislegra nauðsyn þess að geta spurt spurninga. Konur hafa ekki mátt segja sannleikann, staðreyndir án þess að vera kallaðar öllum illum nöfnum.

Í Bretlandi segir karldómari, sem telur sig konu, sjálfsagt að karlar mæti á kvennaklósettið. Þegar hann var spurður af hverju kyngervlar noti ekki klósett merkt fötluðum svaraði hann því til að enginn hefði spurt fatlaða. VORU KONUR SPURÐAR?

Hann, Nadia Jakobsen, dró Lotte Ingerslev inn í réttarsal í Dannörku fyrir rangkynjun. Hann var ósaáttur við að hún drægi upp fortíð hans í máli og myndum.

Menn geta ekki bæði krafist sérstakrar tillitssemi í krafti sjálfsmyndar og um leið krafist þess að vera útilokaðir frá gagnrýni. Þegar einstaklingur tekur sæti í landssamtökum og setur fram umdeildar leiðbeiningar verður viðkomandi að þola að almenningur rannsaki og meti bakgrunn þinn og hvatir.

Auðvitað eiga allir sem vettlingi geta valdið að berjast gegn þögguninni sem stjórnvöld, lífsskoðunarfélagið trans Samtökin 78, vók fréttamiðlar og einstaklingar beita.

467031687_861622526146525_9083849227163790077_n


Læsir lestrarapp gengur til liðs við lífsskoðunarfélag- og kennara vilja að foreldrar noti það

Sú lífsskoðun að menn geti verið annað en kvk og kk hefur dreift úr sér eins og krabbamein gerir stundum. Nú skulu börn í 6. og 7. bekk skrá kyn sitt í appið, Læsir.

Það er barnaofbeldi að halda fram að börn geti verið annað kyn er strákur og stelpa. Það er ekki hægt líffræðilega og það vita allir. Af hverju tekur Læsir þátt í því?

Á heimsíðu þeirra má lesa, að 57 skólar noti appið, yfir níu þúsund börn og rúmlega 13 þúsund foreldrar, sem hafa samþykkt áróður fyrirtækisins.

Læsir býður upp á orðaskrúð lífsskoðunarfélagsins Samtaka 78 sem sækir lífsskoðun sína til útlanda og boðar hér heima. Minnir um margt á sértrúarsöfnuð.

Læsir biður foreldrar að skrá kyn barns og býður þeim upp á orðsalat lífskoðunarfélagsins. Börn eiga að skrá eitthvað sem þau upplifa og lífsskoðunarfélagið Samtökin 78 hafa gefið nafn. Ekkert hlutlægt, heldur huglægt og fylgir oft börnum sem eru andlega óstöðug.

Það er ekki huglægt að vera strákur eða stelpa, maður er það í alvöru og ekki bundið skoðun, óbreytanlegt. Orðin hán, kvár og stálp, og hvað öll þessi bullorð heita, eru huglæg og lýsir tilfinningalegu viðhorfi, skoðun eða hugarástandi barns sem líður illa vegna sjálfsmyndaróreiðu.

Fyrir utan það, að Læsir biðja börn í 6. og 7. bekk um skráningu á kyni og bjóði upp á bullorð er fyrir neðan allar hellur. Óviðeigandi með öllu. Skyldi Læsir biðja foreldra yngri barna um slíkt hið sama?

Menn þurfa ekki að undrast ef foreldrar neiti að skrá börn sín inn í svona öpp þar sem áhrif lífsskoðunarfélags ræður ríkum með huglægri upplifun, ekki staðreyndum. Ein leið foreldra til að mótmæla áróðri í skólum landsins er að taka ekki þátt í slíku.

Hvet Læsi til að viðhafa góð vinnubrögð og gefa foreldrum möguleika á að velja kyn sem eru staðreynd og líffræðileg í stað hugarfósturs lífskoðunarfélags.

Fækka þarf möguleikunum fyrir kyn barns í kvk eða kk því ALLIR eru annað tveggja.

Hópur mæðra kallar það barnaníð sem Læsir tekur þátt í.

Læsir

 


Sjúkraflutningamenn gátu ekki aðstoðað veikan íbúa á hjúkrunarheimili- tungumálaörðugleikar

Afleiðing innflytjendastefnu Svíþjóðar kemur æ betur í ljós. Það sem á eftir kemur lýsir því í hnotskurn.

Í júlí var kallað eftir sjúkrabíl vegna veiks íbúa á hjúkrunarheimili. Íbúi með heilabilun var hugsanlega í lífshættulegum aðstæðum.

Íbúinn gat ekki tjáð sig. Starfsmenn heimilisins töluðu ekki sænsku og því voru samskipti þeirra við sjúkraflutningamennina og hjúkrunarfræðinginn sem kom með sjúkrabílnum ógerleg.

Í skýrslu sem hjúkrunarfræðingurinn skrifaði eftir útkallið segir; ,,Deildin er mönnuð tveimur starfsmönnum, báðir af erlendum uppruna og áttu við alvarlega tungumálaörðugleika að stríða. Starfsfólkið talaði móðurmál sitt sín á milli og gat ekki tjáð sig meira en nokkur einföld orð á sænsku við sjúkraflutningamennina," segir í skýrslunni. Þetta skrifar TV4 News.“

TV4 Nyheterna var í sambandi við hjúkrunarfræðinginn sem óskar nafnleyndar. Hjúkrunarfræðingurinn segir að íbúinn sem er með heilabilun og gat ekki tjáð sig var grunaður um að hafa blóðsýkingu, hugsanleg lífshættulegu ástandi.

,,Þetta er mjög algengt vandamál, því miður. En í þetta skiptið var þetta öfgafullt og mjög pirrandi," segir hjúkrunarfræðingurinn.

,,Við höfum ekki aðgang að sjúkraskrám í sjúkrabílnum og vitum því til dæmis ekkert um undirliggjandi sjúkdóma eða eðlilegt ástand sjúklings. Þess vegna eru samskipti við starfsfólkið sérstaklega mikilvæg," segir hjúkrunarfræðingurinn við TV4.

Geta ekki svarað einföldum spurningum

Sjúkraflutningamennirnir reyndu að spyrja læknisfræðilegra spurninga til að fá mynd af ástandi íbúans en fengu ekki skýr svör. ,,Starfsfólkið getur ekki svarað einföldum spurningum eins og: ,,var hann með hita þegar hann vaknaði?, ,,Leið honum vel í gær?", "Borðaði hann og drakk í dag?", ,,Er hann kvef?"

Ef þetta er sjúklingur í lífshættu, eins og í þessu tilfelli, verður að bregðast hratt við.

Starfsfólkið ræddi spurningarnar sín á milli á eigin móðurmáli en gat aðeins svarað með stuttum orðum eins og ,,veit ekki."

Hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði skýrsluna gagnrýnir mönnun á hjúkrunarheimilinu harðlega:

,,Þessir tveir einstaklingar bera ábyrgð á yfirfullri deild með gömlu, veikburða og sænskumælandi fólki," skrifar hjúkrunarfræðingurinn og heldur áfram:

,,Þetta er ósæmilegt fyrir aldraða, enginn starfsmaður skilur einfaldar óskir öldunganna."

Í skriflegri yfirlýsingu til TV4 Nyheterna segir öldrunarmálaráðherra Svía, Anna Tenje (M), um atvikið:

,,Sú staðreynd að það var ekki einn einasti starfsmaður sem gat tjáð sig á sænsku er hræðileg. Í þessu tilfelli setti það einnig líf aldraðs einstaklings í hættu. Þetta sæmir ekki sænskri öldrunarþjónustu. Sænska er grundvöllur öryggis, reisnar og gæða í umönnun aldraðra, bæði fyrir aldraða og starfsfólk. Þess vegna vinna stjórnvöld að því að innleiða tungumálakröfu í umönnun aldraðra. Við höfum einnig útvíkkað loforð um öldrunarþjónustuna sem meðal annars má nýta til að efla tungumálakunnáttu starfsmanna. Fyrir mér er það augljóst: Eldra fólk verður að geta skilið og starfsfólk gera sig skiljanlegt," skrifar hún.

Heimild


Nýnasistinn, karlmaður sem skilgreinir sig sem konu, fer í kvennafangelsi

Um er að ræða þýska hægriöfgamanninn Sven Liebich sem dæmdur var í fangelsi fyrir hatursorðræðu. Hann breytti lagalegu kyni sínu og nafni áður en afplánun hófst. Nú mun hann afplána í þýsku kvennafangelsi vegna laga um kynrænt sjálfræði. Dásemdin ein fyrir konur að fá þennan karlmann inn í fangelsið til sín. Viðkvæmar konur þjást vegna eigingirni og sjálfselsku karlmanns. Og þetta samþykkja stjórnmálamenn af báðum kynjum.

Í júlí 2023 var Liebich dæmdur í héraðsdómi í Halle í Saxlandi-Anhalt í átján mánaða fangelsi, án skilorðs, fyrir hvatningu hægriöfgamanna til haturs, ærumeiðinga og móðgunar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Liebich hafi áður verið meðlimur nýnasistahópsins Blood and Honor. Fréttin.is hefur fjallað um málið.

Ný löggjöf gaf ný tækifæri

Sagt er að það hafi verið fyrir jólin 2024 sem Liebich breytti kyni sínu og eiginnafni í þjóðskrá.

Á þeim tíma höfðu lög um sjálfsákvörðunarrétt Þýskalands nýlega tekið gildi og styrktu réttindi kyngervla. Þau réttindi eru á kostnað kvenna svo því sé haldið til haga. Konur hafa misst mannréttindi vegna löggjafar stjórnmálamanna til handa kyngervlum. Hér á landi sem og víða annars staðar.

Löggjöfin gerir Þjóðverjum kleift að breyta kynmerkingu sinni með einfaldri yfirlýsingu í þjóðskrá, ekki ósvipað löggjöfinni sem Noregur setti 1. júlí 2016 og Ísland innleiddi fyrir nokkrum árum. Stjórnmálamenn sem hugsuðu ekki rökrétt innleiddu þessi lög.

Aðgerðir Liebich hafa leitt til þess að þýskir fjölmiðlar hafa dregið í efa hvort Liebich sé alvara:

,,Hvort alvara sé að baki breytingunni er vafasamt," skrifar Der Spiegel og heldur áfram:

,,Liebich hefur verið þekktur í mörg ár fyrir hægriöfgaskoðanir sínar og hefur áður gefið út transfóbískar yfirlýsingar.“

Nýnasistinn hefur einnig höfðað mál gegn fjölmiðlum vegna þess sem þeir telja vera röng framsetning á kynvitund hans.

Kvörtun Liebich á hendur Spiegel var einróma hafnað af kvörtunarráðinu sem tilhæfulaus.

Ekkert einsdæmi

Hér má sjá í hnotskurn hvernig karlmenn, sem telja sig konur, misnota lög sem á að afnema í öllum löndum.  Ekki er líffræðilegur möguleiki að breyta kyni og því á það ekki að vera hægt í lagalegum skilningi. Stjórnmálamenn geta þakkað eigin heimsku að innleiða lög sem leyfa þennan gjörning og ganga á réttindi kvenna.

Nýverið nauðguðu tveir menn unglingsstúlku í Noregi, þeir skilgreina sig sem konu, með typpi og pung. Vilja í kvennafangelsi. Afplána meðal viðkvæmra kvenna. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til málsins.

Heimsbyggðin verður að rísa upp gegn þessari ógn sem konum starfar af.

Heimild


Nú verða vísindakonur karlmönnum að bráð

Eins og áður hefur verið bent á hér á síðunni eru karlmenn á kvennasvæðum og íþróttum kvenna vandamál. Maður hélt að þessu myndi linna en svo er ekki. 

Undrast má afstöðu kvenna sem styðja þessa innrás karlmanna, sem skilgreina sig sem konur, inn á svæði kvenna og því sem þeim er ætlað.

Karlmenn sækja á og nú á vísindasvið kvenna. Nútíminn birti grein eftir bloggara um málið. 

Í greininni segir;

Virt verðlaun sem studd eru af Royal Society gera öllum sem ,,skilgreina sig sem kvenkyns nýdoktora“ kleift að sækja um 25,000 punda styrk.

L’Oréal-Unesco For Women in Science UK og Ireland Young Talent Awards veita styrk upp á 25,000 pund til fimm ,,framúrskarandi vísindakvenna sem eru á byrjunarreit“, ætlaður sem hvatning til að stunda rannsóknir og að efla fulltrúa kvenna í geiranum.

Í ár hefur gagnrýni á þennan styrk komið fram. Ástæðan er að kvengervlar -karlar sem skilgreina sig sem konu- uppfylla inntökuskilyrðin. Það er nóg að skilgreina sig sem kvenskyns nýdoktora til að sækja um.

Ólöglegt samkvæmt dómi

Hins vegar segja kvenréttindasamtök að þetta sé ólöglegt í ljósi dóms hæstaréttar í apríl því samkvæmt jafnréttislögum frá 2010 er skilgreining á karli eða konu líffræðilegt kyn þeirra.

Þetta skilyrði er ekki bara bull, það er ólöglegt. Það sem gerir málið enn verra er að Royal Society – virtasta vísindastofnun Bretlands – styður þetta.

Það er löngu kominn tími til að heimsfrægar stofnanir gefist upp á að rústa eigin orðspori með dyggðaboðandi kynjabulli og vera í takti við lög og efnislegan veruleika.

Heimild: Women’s science award ‘unlawfully accepting trans applicants’


Kallar eftir réttvísi og hreinskilni

Sérfræðingur SÞ segir að árétta beri mikilvægi kyns í lýsingu á ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Það verður að endurreisa mikilvægi kyns og reynslu af mismunun og ofbeldi til að koma í veg fyrir og bregðast við vaxandi ofbeldi gegn konum og stúlkum á alþjóðavísu.

Ofbeldi gegn konum og stúlkum á rætur sínar að rekja til efnislegs veruleika, líffræðilegs kyns þeirra, sem skarast oft við aðra þætti og eykur þar með varnarleysi þeirra fyrir ofbeldi, sagði Reem Alsalem, sérstakur erindreki um ofbeldi gegn konum og stúlkum, orsakir þess og afleiðingar, í skýrslu til mannréttindaráðsins.

Að viðurkenna ekki þessa hlutlægu staðreynd hefur dregið úr sameiginlegri getu okkar til að lýsa og skilja ofbeldi karla gegn konum og stúlkum og til að bregðast við því á áhrifaríkan hátt, sagði hún.

Í skýrslu Alsalem er minnst á að alþjóðalög viðurkenni mikilvægi kyn kvenna og banni mismunun gegn þeim á þeim grundvelli.

Þegar kyn er hunsað í greiningu eru konur og stúlkur gerðar ósýnilegar í lögum, stefnumörkun, rannsóknum og þjónustu.

Skýrslan varpar ljósi á hvernig rof á kven- og kynbundnu tungumáli, og samruni kyns og kynvitundar, hefur leitt til gallaðra gagna, ófullnægjandi þjónustu við kvenkyns fórnarlömb ofbeldis og almennt veikari vernd fyrir konur og stúlkur, þar á meðal lesbíur og stúlkur sem upplifa ónot í eigin líkama.

469302864_1019012246922213_3037946309086318010_n


Foreldrar í Breiðholtsskóla ættu að kæra kennara fyrir misbeitingu valds

Í grunnskóla er mikilvægt að kennarar passi upp á hlutlægnireglu, jafnræðisreglu og meðalhófsregluna. Slíkt ætti að vera leiðarljós í hverjum skóla. Skólastjóri á að fara fremstur í flokki þar.

Umsjónarkennarar í 8. bekk og 9. bekk í Breiðholtsskóla beita valdníðslu gagnvart nemendum með því að sýna áróður í kennslustofunni um trans hugmyndafræðina sem þær sjálfar aðhyllast. Í það minnsta verður maður að reikna með því vegna gjörða þeirra.

Það er miður að sjá áróðurinn sem þessir tveir kennarar viðhafa í kennslustofunni hjá sér. Það er nokkuð ljóst að þessir kennarar þekkja ekki liti eða táknin sem eru í trans fánanum sem þær nota. Eitt táknið er fyrir mjög sjaldgæfan fæðingargalla og er miður að kennarar hampi því. Þær höfðu báðar sett mynd af sér ofan á trans fánann með nafni og fornafni, sem er að sjálfsögðu hún því þær eru báðar kvenkyns.

Í hverjum bekk geta verið trúaðir nemendur, nemendur sem koma frá heimilum með önnur lífsgildi og heimilum sem trúa ekki trans hugmyndafræðinni. Hlutlægnisreglan er ekki í hávegum höfð þegar trans tákn eru sýnileg í kennslustofu. Valdi er beitt af kennurum sem nemendur hafa ekki né foreldrar. Meðalhófsreglan ekki virt.

Skólastjóra Breiðholtsskóla mislíkaði svo að foreldrar sýndu myndir af þessum óskapnaði að hann hringdi til lögreglunnar til að kanna með kæru á hendur þeim sem vilja vernda börn sín gegn trans hugmyndafræðinni. Hvernig eiga foreldrar að treysta svona skólastjóra? Því skal ekki gleyma að valdi fylgir ábyrgð.

Spyrja má hvaða kvenkyns kjánar þurfi að merkja sig ,,hún.“ Nemendur umræddrar kennara sjá að þær eru konur og því fornafnamerking óþörf nema þær boði trúarbrögð trans hugmyndafræðinnar.

Breiðholtsskóli er þekktur í umræðunni frá því í vor. Margt sem þar gekk á. Kennararnir, ásamt skólastjóra, ætla að tryggja að trans hugmyndafræðin sé á hreinu hjá nemendum enda ekki um vísindi né sannleik að ræða. Lygum hugmyndafræðinnar haldið að börnum í Breiðholtsskóla, með góðu eða illu.

Kennararnir ættu að skammast sín að flagga þessum gervivísindum í skólastofunni og hafa þannig áhrif á nemendur sem glíma við óstöðuga sál. Tákn af þessum toga er áróður sem börn þurfa að sitja undir, ekkert annað.

Kennarar sem gera svona hluti eru komnir út á hálan ís.


Jú Ragnar Þór, þú getur verið Keikó

Það var skemmtileg fyrirsögn sem fylgdi pistli Ragnars Þórs fyrrverandi formanni KÍ og kennara. Hann sagðist geta farið í Kópavogslaug og sagst vera Keikó. Honum finnst ólíklegt að svo geti verið.

En Ragnar Þór þú getur það. Segðu það bara nógu oft og nógu lengi, byggðu upp tilbúna fordóma gagnvart þér, sakaðu fólk sem trúir þér ekki um rasisma og hatur…vúbsi, sjáðu hvað gerist. Þú verður Keikó í þeirra augum. Og þú getur tekið andlega gleði þína á ný.

Ragnar Þór og aðrir sem halda að hann geti ekki breytt sér í Keikó ættu að horfa á þessa mynd, í henni má fá hugmyndir um hvernig sértrúarsöfnuður vinnur til að ná sínu fram og það gæti komið Ragnari Þór vel þegar hann segist vera Keikó. Myndin er með íslenskum texta.

Svona er farið með þá sem trúa ekki á trans hugmyndafræðina. Fólk sem veit að það er ekki hægt að skipta um kyn. Hvort þú ert einn þeirra, Ragnar Þór, sem trúir því að menn geti skipt um líffræðilegt kyn veit ég ekki, en eitt veit ég að samlíking þín við Keikó er góð samlíking við þá geðveiki sem margir kennarar segjum börnum, að þau geti verið annað kyn en þau eru og hafi önnur fornöfn en hann og hún.  

Skæður vírus í samfélögum

Miðað við þann vírus sem ríkir í samfélögum þegar trans hugmyndafræðin er annars vegar, að karlmenn fari á túr, að karlmenn megi fara inn í einkarými kvenna, að karlmenn geti fætt barna og að þeir fari í íþróttir kvenna, uppskálduð hatursbrot o.s.frv. þá er vilji til að vera Keikó ekki langt frá sömu þvælunni.

Svo er það meining Ragnars Þórs með greininni, hann setur út á stefnu Kópavogsbæjar í menntamálum sem tekin var upp. Ragnar Þór vill nefnilega miðjumoð í skólakerfinu líkt og núverandi forysta Kennarasambandsins. En, sitt sýnist hverjum og leyfilegt að hafa ólíkar skoðanir.

Kópavogsbær var og er kannski enn mjög virkur í áróðri trans hugmyndafræðinnar með alls konar táknum, s.s. trans fánanum þar sem flaggað er fyrir andlega óstöðugum börnum og börnum með fæðingargalla. Það heyrir vonandi sögunni til nú þegar á að taka skólamálin í gegn. Þessi áróður á ekki heima í leik- né grunnskóla.

Gott spjall við mann sem hefur báðar fætur á jörðinni.

 

472985379_1012998554201741_6063737811942071762_n

Ragnar


Myndir þú kona góð afhenda karlmanni túrtappa?

Góð vísa er aldrei of oft kveðin, skrýtin veröld sem við búum í. Ekki út af stríðunum sem geysa víða um heim, heldur kynjastríðinu.

Allt í einu eiga stúlkur og konur að viðurkenna karlmann sem konu og hann með pung og lim. Nei takk, aldrei.

Allt í einu eiga stúlkur og konur að viðurkenna að karlmaður geti haft á klæðum. Nei takk, aldrei.

Við getum undrast að svo margar konur, jafnvel kvenréttindakonur og femínistar, viðurkenna karlmann sem konu. Þær eru meira en viljugar til að hleypa þeim að nöktum líkömum stúlkna og kvenna. Af hverju? Konur sem hafa barist fyrir réttindum kvenna vilja nú sjá þau hverfa eins og dögg fyrir sólu. Gera konur réttindalausar.

Hver skyldi ástæðan vera, að stúlkur og konur séu svo lítils metnar hjá kvenréttindakonum og konum í háum stöðum, s.s. biskup, lögreglustjórar, rektor HÍ, kennurum á öllum skólastigum, skólastjórum o.s.frv., að þær eru tilbúnar að fórna þeim fyrir ímyndaða veröld karlmanna?

Hver skyldi ástæðan vera að þessar hámenntuðu konur sættist á að hylla kynjahugmyndafræði sem brýtur í bága við alþjóðalög og skaðar konur og stúlkur? Af hverju fórna þær eigin kyni fyrir draumaveröld karlmanna?

Því hærra menntunarstig því verr virðist þessum konum líka við réttindi stúlkna og kvenna. Í það minnsta eru þær viljugar til að fjarlægja kvennaorð og réttindi kvenna til að þóknast karlmönnum sem upplifa sig sem konur, hvað sem það nú þýðir.

Að vera kona er hvorki upplifun né tilfinning!

Túrtappar bara fyrir konur

Ef þú kona góð, sætir á salerninu og við hliðina á þér heyrist djúprödduð karlmannsrödd, getur þú gefið mér túrtappa? Ég var að byrja á túr og er ekki með neinn í veskinu mínu. Margar myndu skella upp úr, ef ekki allar. Að sjálfsögðu myndu konur segja; það fer enginn karlmaður á túr, gleymdu þessu og hunskastu út af kvennaklósettinu.

Allir vita að karlmaður hefur ekki not fyrir túrtappa, allavega ekki ef hann ætlar að nota tappann fyrir það sem hann er ætlaður. Vissulega finnast kjánar sem reyna að telja börnum, unglingum og misgáfuðu fólki trú um að karlmaður geti haft á klæðum.

Hve lengi eigum við að sætta okkur við að kjánarnir ljúgi?

Hér má hlusta á áhugavert viðtal.

Myndin er dæmigerð fölsun og falsfréttir. Enginn karlmaður fer á túr.

túr

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband