22.8.2021 | 20:42
Hryllingur ef satt reynist
að ungi maðurinn sjái þessa einu leið út úr málinu. Ekki er vitað hvort hann er sekur um kynferðisbrot eða saklaus. Ásökun sem þessi er þung byrði að bera og ekki víst að allir þoli hana. Mannlíf segir frá málinu hér. Sannleikurinn mun aldrei líta dagsins ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2021 | 10:32
Hvur þremillinn
og ég hélt að nú væri maður bólusettur til æviloka gagnvart veirunni. Auðvitað ekki. Vissulega umhugsunarvert ef fólk sem hefur fengið ,,eðalbóluefni" eins og margir völdu að kalla það er ekki í betri stöðu en aðrir. Við erum víst öll í sama bát. Skiptir þá engu tekjur, aldur, staða, litarháttur, þjóðerni eða hvað annað sem gæti valdið mismunun.
![]() |
Smitvörn Pfizer-bóluefnisins veikist hraðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2021 | 19:58
Myndi létta á grunnskólakennurum
ef mörg börn fengju viðeigandi aðstoð í skólakerfinu. Alltof margir kennarar sinna störfum sem þeir eiga ekki að gera, því sérfræðingana vantar. Vona að samtökin láti kné fylgja kviði til að fá úr því skorið hvort sveitarfélögin standi við stóru orðin, skóli án aðgreiningar.
![]() |
Málsókn fái börn ekki viðeigandi aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2021 | 16:56
Þarf sama fyrir hjúkrunarfræðinga
þar sem of fáir eru teknir inn hér á landi. Ætli landið að standa undir lágmarksheilbrigðisþjónustu þarf að útskrifa fleiri hjúkkur og sjúkraliða. Ekki er nóg ásókn í sjúkraliðanámið og gætu verkmenntaskólar bætt í. Hjúkrunardeildir HA og HÍ hafa ekki fjölgað plássum nægilega mikið og því væri fínt að hundruð Íslendinga færu utan að læra hjúkrunarfræði.
![]() |
Unglæknar skila sér heim frá Slóvakíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2021 | 17:58
Danir misstu 44 unga menn
í stríðinu í Afganistan. Hermenn sem komumst heim, ekki heilir því hver kemur heill út úr stríði eins og þar, töldu veru sína tilgangslausa. Talibanar sem þeir áttu að stöðva hafa nú tekið völdin. Margir ungir menn glíma við áfallastreituröskun, fötlun og örkumlun á sál og líkama þar sem eftir lifir ævinnar. Mikill fórnarkostnaður fyrir þjóð eins og Danmörk. Sennilega eru þeir víða þessir ungu karlmenn, sem borga brúsann. Sjaldan ef nokkurn tímann er rætt um þessa ungu karlmenn sem fórna sál, líkama og lífi í stríði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2021 | 18:02
Óaðlaðandi nafn á áfanga
og ég skil börnin mætavel. Myndi aldrei skrá mig í áfanga sem byggir á ,,Fátvitafræðslu" Sólborgar. Kannski segir þetta alls sem segja þarf ,,eftir að hann breytti nafninu var of lítil aðsókn til að halda áfanganum áfram." Hver er tilgangur að auglýsa á samfélagsmiðlum að áfanginn verði ekki, það skil ég ekki. Þetta er eins og hver annar valáfangi sem fellur niður vegna ónógrar þátttöku.
Kannski er unga fólkið orðið þreytt á allri umræðunni um píkur, sjálfsfróun, alls konar kynhneigð o.s.frv. Hægt að ofgera öllu, líka umræðu um kynfæri, kynhneigð og kynlíf.
![]() |
Kynfræðsluáfangi lagður niður á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2021 | 11:43
Langvarandi áhrif
covid veirunnar er sennilega ekki svolítið ýkt eins og Kári heldur fram. Í gein á Vísi rekur sérfræðingur rannsóknir sem gerðar hafa verið um áhrif veirunnar á sál og líkama fólks. Langt í frá eftirsóknarvert að draga í því lottói.
Hér má lesa greinina en í henni segir m.a. ,,Samkvæmt Heather M. Snyder, forstjóra Alzheimers Association, Þessi nýu gögn benda á óhugnanlegar atburðarásir sem leiða til langvarandi hugsunartruflana og jafnvel Alzheimer-sjúkdóms.
,,Flest smit voru afar væg, en samt lentu 19% í langvarandi veikindum. Það var ekki aðeins áhrif á lífsgæði, heldur starfsgetu - af 39 sem smituðust þrátt fyrir Pfizer-bólusetningu, tók það 9 einstaklinga meira en 10 dagar eftir bötnun til að geta farið að vinna aftur, 5 meira en 14 dagar, og einn gat ekki snúið aftur til vinnu. Þessi rannsókn var gerð fyrir tilkomu Delta-afbrigðisins, þegar rof-smit (e. breakthrough infection) voru ennþá sjaldgæf."
Í gangi er dönsk rannsókn um langtímaáhrif veirunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2021 | 11:08
Gott að heyra,
smitið virðist ekki hafa dreift sér á þessari stundu. Fötluð börn eiga sennilega erfiðara með að vera í sóttkví og einangrun og mörg hver skilja ekki slíka ráðstöfun. Mikið álag á forráðamenn barnanna ef smit kæmi upp meðal barnanna. Vonum það besta.
Forstjóri Landsspítalans fékk skilaboð að hann þyrfti að segja frá og þá myndi sóttvarnalæknir leggja til harðari aðgerðir. Mikil ábyrgð sem sett er á herðar Páls og starfsmanna hans. Hlýtur að koma að því áður en langt um líður, rúmlega 100 smit eina ferðina enn.
Starfsfólk spítalans vinnur baki brotnu, tekur aukavaktir ofan á eigin vinnuskyldu. Hve lengi heldur fólk svona út?
![]() |
Lokaskimun fer fram í Reykjadal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2021 | 11:44
Skólar hafa farið í gegnum þetta
og því finnst Þórólfi engin ástæða að tala frekar um hertar aðgerðir í skólum. Er sammála honum. Samt var skipaður starfshópur, sennilega til að friða hópinn. Stjórnendur grunnskóla eiga skipulag um hertar aðgerðir. Hvort þeir taki skipulag B eða F upp og hefji skólastarf er undir þeim komið. Stjórnendur þekkja skólann og starfssemin best. Byggingar skóla eru ólíkar. Það sama hentar ekki öllum.
Ljóst að hólfaskipting í kennslu og matsal er það sem koma skal þegar skólar byrja. Sóttkví ef einn nemandi eða starfsmaður smitast. Við þekkjum þetta. Nú er bara að fara eftir því. Fjölmargir grunnskólakennarar kvíða komandi vikum, meðalaldur þeirra er rúmlega 50 ár, engin unglömb á ferð.
![]() |
Ekki í veldisvexti en hertar aðgerðir mögulegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2021 | 15:24
Svo vitlaus var ég
að ég hélt að Lilja Alfreðsdóttir, í upphafi, myndi hafa góð áhrif á stjórnmálin. Góð áhrif, réttlát og réttsýn. Annað kom á daginn. Hún er nákvæmlega eins og flestir hinna. Stjórnmálavinir í forgangi. Kjarninn segir frá áliti umboðsmanns Alþingi á ráðningu stjóra í ráðuneytið hér. Hún virðist hafa brotið stjórnsýslulög.
Lilja Dögg hefur heldur ekki verið góðum menntamálaráðherra. Hún fellur líka í þann grýtta jarðveg að svara ekki því sem hún er spurð um. Röflar um allt í kringum málefnið. Nýjasta dæmið er úr fréttum í gær þar sem iðnnám var rætt. Spyrlar ganga heldur ekki eftir svörum. Láta duga hjalið í kringum málefnin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)