31.8.2020 | 14:28
VELKOMNIR TIL STARFA GRUNNSKÓLAKENNARAR
Þá hefst skólaveturinn 2020-2021. Um margt var skólaárið 2019-2020 minnissætt. Ber aðallega að nefna frammistöðu grunnskólakennara og annarra starfsmanna sem lyftu Grettistaki og héldu grunnskólanum gangandi í heimsfaraldri. Þar af leiðandi komust flestir bæjarbúar til vinnu. Starfssemi fyrirtækja og sveitarfélagsins raskaðist ekki eins mikið og ella. Börnin höfðu reglu í lífi sínu, allavega á skólatími. Hverju barni er nauðsynlegt að hafa reglu og einhverju að stefna að. Foreldrar eiga að styðja börn sín í því sem þau taka sér fyrir hendur, líka náminu. Misbrestur varð á því síðasta vetur hjá einhverjum og gjalda þau börn nú þegar nýtt skólaár hefst. Nám á að vera forgangsverkefni nemenda og foreldra þeirra.
Síðasti vetur var ekki án kostnaðar fyrir kennara. Margir kviðu covid- tímabilinu og ekki að ástæðulausu. Skipuleggja þurfti starfið upp að nýju. Álag og streita vegna breytinga og nýrra kennsluhátta létu á sér kræla. Vinnutími kennara varð sveigjanlegur, að skipun bæjaryfirvalda. Breyta þurfti stundaskrám kennara sem þeir gerðu án þess að taka aukaþóknun fyrir. Margir vita ekki að þegar kennari kennir í kennsluhléi sínu vinnur hann yfirvinnu. Engum kennara datt í hug að fara fram á aukagreiðslu, enda um heimsfaraldur að ræða. Allt annað en í venjulegu árferði. Grunnskólakennarar töldu það skyldu sína að leggjast á sveifina með sveitarfélaginu til að halda óbreyttum skólatíma hjá yngstu börnunum og raska sem minnst námi hinna. Nú eygja grunnskólakennara von um að slakað verði á viðverukló stjórnenda og fræðsluyfirvalda. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur rétt litla fingur í átt að sveigjanlegum vinnutíma grunnskólakennara.
Margir kennara telja sig ekki tilbúna að koma til starfa, þó þeir hafi byrjað. Ákveðin uggur er í mörgum þeirra og ekki bara íslenskum kennurum heldur og grunnskólakennurum á Norðurlöndunum. Á fundi sem undirrituð sat, með norrænum vinnuumhverfisnefndum kennara, kom það skýrt fram. Kennarar kvíða komandi vetri á margan hátt. Faraldurinn er ekki á förum og hefur sótt í sig veðrið í ákveðnum löndum. Allt samfélagið er breytt. Auknar kröfur um persónulegt hreinlæti eykur álag, þarf að fylgjast vel með að nemendur þvoi sér um hendur og spritti eftir aðstæðum. Mannafli ekki aukinn þrátt fyrir aukið hreinlæti í kennslurými o.s.frv. Kröfur foreldra breytast með breyttu fyrirkomulagi í skólanum sem eykur álag og streitu. Um þetta voru norrænu samstarfsfélagar okkar sammála.
Kjarasamningur grunnskólakennara er laus og hefur verið í rúmt ár. Reyna á að ljúka kjarasamningagerð fyrir 1. október. Áhöld eru innan stéttarinnar um hversu vel stjórn og samninganefnd hafa staðið sig þegar horft er til kjarasamningagerðar. Ekkert segir að samningur sé í höfn þó markmiðið sé fyrir hendi. Lausir kjarasamningar hafa áhrif á starfsumhverfi grunnskólakennara. Því miður virðist okkur ekki bera gæfa til að semja til lengri tíma sem væri æskilegt. Langtímasamningur myndu hafa jákvæð áhrif inn í stéttina.
Ég óska starfsfólki grunnskólanna alls hins besta á komandi skólaári.
,,Poppmaís er lítið, hart og tormelt, það virðist einskis nýtt. En ef þú setur það í pott og hitar það þá breytist það nær samstundis. Stundum getur mikið álag og erfiðleikar haft sömu áhrif á þig.
Farið vel með ykkur,
Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari og trúnaðarmaður.
Greinin birtist í Vikublaðinu 31. ágúst 2020.
27.8.2020 | 17:42
Aumt er það...menn taka sér vald!
Aumt er það ef satt reynist. Menn gera sig breiða í skjóli útvegsfyrirtækis. Þó ekki meiri maður en svo að hann notar síma eiginkonu. Lítilmenni. Reyndar er hann ekki í umboði sjávarútvegsfyrirtækisins samkvæmt hjálparhellu Samherja.
Kjarninn birtir fréttir af málinu hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2020 | 17:00
Leigja af norsku félagi
Við búum víst í alþjóðasamfélagi á sumum sviðum. ,,Norska félagið Fredensborg AS gerði yfirtökutilboð í Heimavelli í mars og þegar því lauk átti félagið 99,45 prósent í Heimavöllum þegar búið var að leiðrétta fyrir eigin hlutum."
Kjarninn segir frá málinu hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2020 | 17:09
Afsökun í stað viðurkenningar
Merkilegt að ráðherrann skuli ekki viðurkenna að hún hafi gert mistök. Þess í stað dregur hún fram hverja afsökunina á fætur annarri til að réttlæta gjörninginn. Sóttvarnamörk ekki virt, það sjá allir. Hún er ekki ein um slíka hegðun, flestir þingmenn og ráðherrar beita afsökun í stað viðurkenningu á mistökum.
Þegar reglur eru settar í landinu gilda þær um alla.
![]() |
Hefði verið einfaldara að hitta vinkonurnar ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2020 | 16:13
Víðar en í leikskóla sem leikið er í sandkassa
Hreint með ólíkindum þetta ástand sem ríkir innan borgarinnar. Vigdís er ekki á förum en Helga gæti hætt störfum eða látið færa sig til í starfi. Þegar vinnan kemur niður á heilsu manna, eins og hún segir, er nauðsynlegt að staldra við. Hún er ráðin, Vigdís kosin.
![]() |
Færsla Helgu Bjargar neyðarviðbragð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2020 | 18:03
SBA- þakkir skyldar
Ferðaþjónustufyrirtækið SBA á þakkir skyldar fyrir dagsferðir sína í sumar. Þeir hafa gefið Íslendingum kost á að ferðast á viðráðanlegu verði um ýmsar perlur Norðurlandsins. Hálendið ekki undanskilið.Í ferðunum fylgir leiðsögn á íslensku og þeir hafa yfir góðum leiðsögumönnum að ráða.
Ég þakka fyrir þær ferðir sem ég hef farið. Standa undir væntingum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2020 | 10:48
Svo vilja menn óðir sparka tuðru
Ástandið lagast ekki. Öllum er það ljóst. Undrast að menn leggi áherslu á að sparka tuðru í deildum landsins. Það er ekki mikilvægt eins og staðan er í dag. Boltaleikir mega sitja á hakanum. 1Menn verða að skoða málin í víðu samhengi og í ljósi aðstæðna.
![]() |
Lögreglumaður smitaður og 13 í sóttkví |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2020 | 10:10
Ekki öruggar og uppfylla ekki kröfur
Gangi fólk með taugrímu þarf efnið að þola suðuþvott. Grímurnar á að nota eins og einnota grímu. Taki þú hana niður máttu ekki setja hann upp aftur, í þvott með hana. Gjörsamlega óviðunandi að fólk gangi með falskt öryggi í því skyni að vernda aðra. Landlæknir þarf að tala skýrar um þessi málefni.
![]() |
Líta vel út en ekki alltaf öruggar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2020 | 10:23
Varið ykkur á taumöskum...notið alvöru og viðurkennda gegn covid.
Margir hafa gripið í taumaska. Þeir eru ekki viðurkenndir. Sé taumaski notaður á að nota hann einu sinni og þvo hann á suðu. Sama með aðra maska, nota þá einu sinni og henda svo. Þeir eru ekki margnota. Ekki setja maska upp á enni eða niður fyrir höku. Skemmir eiginleika maskans.
Halda tveggja metra reglunni...best fyrir alla!
4.8.2020 | 08:46
Verður til sölu á samfélagsmiðlum eða í útlöndum
Búast má við að þýfið verði til sölu á samfélagsmiðlunum. Margir telja sig heppna að kaupa rándýra myndavél með miklum afslætti af t.d. þjófi. Auðvitað veit kaupandi að sölumaðurinn sé þjófur. Viðvörunarbjöllur ættu að hringja ef slíkur varningur er boðinn langt undir markaðsvirði hér á landi.
Annað í stöðunni, varningurinn fluttur til útlanda og seldur þar. Ekki er leitað í bílum sem fara frá Seyðisfirði og því auðveld undankomuleið með þýfi. Vonandi tekst lögreglu að hafa hendur í hár þeirra, fyrr en seinna.
![]() |
Grímuklæddir menn stálu fjölda myndavéla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |