16.7.2023 | 21:43
Hvar eru metoo hreyfingarnar, Kvenréttindafélög, femínistar og mæður
þegar stúlkur sem sætta sig ekki við stráka í búningsklefum kalla á hjálp?
Stúlka sem kvartar til yfirstjórnar skóla, í útlöndum, því hún kærði sig ekki um strák, sem skilgreinir sig sem stelpu, í búningsklefanum. Hún fékk að heyra að hann mætti það. Dæmigert að réttindi kvenna séu látin víkja fyrir hugarástandi stráks.
Stúlkunni var vikið úr skólanum vegna skoðana sinna um að karlmaður ætti ekki að vera í kvennarýminu. Þegar skólayfirvöldum var hótað lögsókn féllu þeir frá brottrekstri stúlkunnar. Engir kvennahópar koma til aðstoðar eða láta í sér heyra. Af hverju ekki? Er hugarástand stráks mikilvægari en auðmýking stúlku?
Stúlkunni var boðin endurmenntun í líffræði. Lögfræðingur sem segir stúlkuna ekki þurfa endurmenntun segir hana vita nákvæmlega að stelpa er kvenkyn og strákur karlkyn. Stjórnarskráin kveður á um það.
Skólinn þvingar kynin til að vera saman, afklæðast fyrir framan gagnstæða kyninu. Stendur enginn upp fyrir stúlkunum. Hvar eru femínistar, metoo hreyfingin, kvennaréttindasamtök og þeir sem berjast fyrir réttindum kvenna? Það má spyrja sig. Kvenréttindafélag Íslands hefur ekki sagt orð um svona mál, að stúlkur þurfi að sætta sig við að strákar skipti um föt í búningsklefa kvenna á þeirri forsendu að þeir skilgreini sig sem stelpur.
Faðir stúlkunnar sem spyr, hver er réttur dóttur minnar og hver berst fyrir hana. Við það missti hann vinnuna og launin. Lífsviðurværi manns hverfur einfaldlega vegna þess að hann vill ekki strák inn í búningsklefa með dóttur sinni og öðrum stelpum. Aðrir feður sem létu þetta yfir stúlkurnar sínar ganga ættu að skammast sín. Ekki bara feður heldur mæður líka. Foreldrar um allan heim verða að vakna. Þetta er raunveruleiki og tilfellum fjölgar bara. Hlustið.
Hvar eru öll kvennasamtökin sem hafa barist í metoo hreyfingum um allan heim?
Faðir stúlku sem var nauðgað í búningsklefa var fjarlægður af lögreglu þegar hann talaði á opnum fundi skólaráðsins. Strákur sem skilgreinir sig sem stelpu nauðgaði dóttur hans í búningsklefa skólans. Transaðgerðarsinni sem er móðir í skólanum áreitti konuna hans. Maðurinn reyndi að segja aðgerðarsinnanum hvað gerðist en hún sagði honum að þetta hefði ekki gerst. Dóttur hans var ekki nauðgað!
Skólinn hefur brugðist einkennilega við málinu, má hluta á það hér. Hefði þetta verið karlmaður, en ekki strákur sem skilgreinir sig sem stelpu, hefðu málin þróast á annan veg. Nokkuð viss. Faðir stúlkunnar segir strákinn hafi ákveðið sig dag frá degi hvað hann ætli að vera. Bendir á myndir sem hann á og geti leyft fólki að skoða. Strákurinn er ekki alltaf klæddur eins og stelpa. Hjónin börðust fyrir að drengurinn fengi aðstoð því þau eru handviss um að hann láti til sín taka að nýju. Stúlkur þolendur!
Hvar eru öll kvennasamtökin sem hafa barist í metoo hreyfingum um allan heim? Af hverju þurfa stelpur að láta þetta yfir sig ganga? Merkilegt að fjöldahreyfingar kvenna séu þöglar sem gröfin. Hlustið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2023 | 23:02
Skömm að þessu
Nú var transkona, karlmaður sem skilgreinir sig sem konu, valin fegurst allra í kvennafegurðarsamkeppni. Niðurlæging kvenna alger.
Menn þykjast setja kvennakvóta í stjórnir og nefndir. Hvernig á að framfylgja slíku þegar ekki er vitað hvort karl sem segir sig konu sækir um. Í mínum huga er það karlmaður.
Bloggar | Breytt 11.7.2023 kl. 03:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ný ritgerð um sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg meðal trans fólks birtist nýlega. Það er þekkt að aukin sjálfsmorðsáhætta er til staðar meðal hópsins. Rannsóknin er unnin út frá persónuupplýsingum og rannsakendur hafa fylgt Dönum sem eru skráðir trans, það vil segja gögnin eru ekki hlutdræg.
Í rannsókninni er fjallað um einstaklinga 15 ára og eldri sem eru fædd í Danmörku og fundust á árunum 1980 - 2021. Trans einstaklingur telst sá vera sem hefur fengið greiningu frá læknum og/eða hafa skipt um kennitölu frá manni til konu og öfugt. Þetta eru 3759 einstaklingar af 6.6 milljónum, sem vil segja um 0.06.% af íbúum. Að meðaltali var fólkið 22 ára þegar það var skráð trans.
Sjálfsmorðstilraun er skráð eftir samskipti einstaklings við sjúkrahús og eru upplýsingarnar skráðar í sjúkraskýrslu viðkomandi. Sjálfsvíg er skráð sem dánarorsök.
Stærsti hluti transfólks á árunum 2015-2021 er á aldrinum 15-25 ára.
Meðalaldur þeirra sem reynda sjálfsvíg í fyrsta skiptið er 27 ár. Algengi sjálfsvígstilrauna er skráð, þegar búið er að leiðrétta m.t.t. aldurs og fleira, er hún 7,7 hærri meðal trans fólks en annarra. Algengi þeirra sem tekst ætlunarverk sinn er 3,5 hærri fyrir transfólk en aðra íbúa. Þeim sem tókst að taka eigið líf voru að meðaltali 45 ára og kom bara fyrir hjá mönnum sem eru trans konur, ekki meðal kvenna sem eru trans menn.
Trans fólk hafði líka hærri tíðni dauðsfalla af öðrum ástæðum en sjálfsmorð.
Niðurstöðurnar samrýmast öðrum rannsóknum. Í verkefni SEXUS (2017-2018) svöruðu 23-24% trans fólks að þau hefðu gert tilraun til sjálfsvígs á móti 2-4% annarra íbúa.
Það finnast líka rannsóknir frá Svíþjóð, Hollandi og Englandi sem sýna sömu niðurstöður og danska rannsóknin. Sænsk rannsókn frá 1973-2003 sem fjallar um fólk sem fór í kynskiptiaðgerð. Meðal þeirra er sjálfsmorðstíðnin 3,6 hærri en í dönsku rannsókninni.
Hér er talað um fólk sem ER viðurkennt sem trans af samfélaginu, með því að skipta um kennitölu og læknisfræðileg inngrip.
Sjálfvígstíðnin lækkar ekki þó samfélagið viðurkenni skynjun einstaklings á eigin kyni sem er í ósamræmi við fæðingarkyn.
Í tengslum við að unglingar óski eftir kynskiptum finna þau ráðleggingar á vafasömum vefsíðum þar sem þeim er ráðlagt að sannfæra foreldra fyrir kynskiptunum. Eitt af ráðnum er að ef þau viðurkenni ekki að þau séu trans þá sé mikil áhætta fyrir að þau taki eigið líf. Formleg viðurkenning tryggir ekki að trans fólk taki eigið líf, þvert á móti.
Fólk sem telur sig fætt í röngum líkama á oftar en ekki við andleg veikindi að stríða ofan á þessa tilfinningu sína. Það er eitthvað í heilanum sem orsakar vanlíðan þeirra. Að auki geta umhverfisáhrifin haft svipuð áhrif.
Pistill Politiken um rannsóknina hefur fyrirsögnina ,,yfirgengilegar tölur samkvæmt sérfræðingum. Tölurnar eru ekki hærri en maður hefur séð í öðrum rannsóknum, heldur þvert á móti.
Politiken talaði m.a. við Astrid Højgaard sem er yfirlæknir á Kynstofunni Center í Álaborg, þar sem maður sinnir transfólki. Samkvæmt Astrid getur þessi vanlíðan orsakast af mögum þáttum. Ein af ástæðunum er streitan við að tilheyra minnihlutahóp og að ,,við sem samfélag erum ekki mjög góð í að faðma minnihlutahópa.
Það skal nefnt að tölurnar í dönsku rannsókninni sýna að áhætta fyrir sjálfsmorði meðal trans fólks undanfarna áratugi fer minnkandi. Það gæti hangið saman með auknum skilningi og umburðarlyndi undanfarin ár. En það gæti líka hangið saman við að fleiri skipta um kyn og hlutfallslega fleiri sem skipta um kyn eru hæfir til þess.
Tekið saman af Kåre Fog líffræðingi. Lausleg þýðing er mín.
Hér er krækja á ritgerðina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2023 | 08:43
Samtökin 22 og systursamtök þeirra á Norðurlöndunum
Til að sporna við alheimsyfirráðum trans aðgerðasinna hafa fjöldinn allur af lesbíum og hommum stofnað samtök á Norðurlöndunum. Dregið sig út úr trans hreyfingum. Hér á landi hafa Samtökin fengið töluna 22 aftan við nafnið. Forsvarsmenn Samtaka 22 hafa reynt að koma málstað sínum á framfæri en fjölmiðlar hafna þeim. Samtökin 78 sem hafa einkarétt á fjölmiðlum þegar transmálaflokkurinn er annars vegar hafa séð til þess. Hvernig, mér dettur í hug slaufun og illt umtal eins og aðrar trans hreyfingar í heiminum nota.
Hommum og lesbíum á Norðurlöndunum finnst nóg komið af trans málaflokknum sem hefur verið afbakaður að þeirra mati. Að mati samtakanna er of mikil áhersla á börn og trans væðingu þeirra.
Í ágúst munu Samtökin 22 halda málþing í Reykjavík, þann 12. ágúst, þar mun m.a. Tonje Gjevjon halda erindi. Hún er lesbía og var stefnt fyrir hatursorð í Noregi þegar hún sagði að karlmaður gæti ekki verið lesbía. Verður áhugavert að hlusta á hana.
Samtökin hafna því að trans kona (karlmaður sem skilgreinir sig sem konu) og er með typpi geta sagst vera lesbía. Á stefnumótasíðum fyrir lesbíur hafa þessir menn verið og telja sig eiga fullan rétt á því. Lesbíur eru þeim ekki sammála enda vita allir hvað lesbía er, kona sem elskar aðra konu, báðar með XX- litninga, píku og brjóst. Hafni lesbía stefnumóti við karl í þykjustuleik sem lesbía fær hún alls konar óhróður yfir sig.
Samtökin hafa líka barist gegn að trans karl (kona sem skilgreinir sig sem mann) en er með píku og brjóst geti kallað sig homma. Þeir sem vita ekki hvað hommi er þá er það karl sem elskar annan karl og báðir með XY litninga, typpi og pung. Það hefur trans karl ekki.
Öll samtökin hafna þeirri trans kennslu sem fram fer í leik- og grunnskólum á Norðurlöndunum. Þeim þykir fræðslan vera komin út fyrir velsæmisins mörk. Að kenna börnum að kynin séu fleiri en tvö er rangt að þeirra mati. Breytingar á tungumálinu hugnast þessum hommum og lesbíum ekki.
Samtökin hafa tekið höndum saman og berjast gegn trans væðingu barna. Þau hafna læknisfræðilegum inngripum í lífi barns sem glímir við ónot í eigin kyni. Þau mæla með góðri sálfræðimeðferð. Börn geta ekki verið trans, þetta eru börn sem eiga í erfiðleikum á kynþroskaskeiðinu og þurfa aðstoð. Þetta eru börn sem glíma oft við aðra andlega vanlíðan og eiga að fá aðstoð. Ef börnin fá að vera í friði, að fullorðnir hendi þeim ekki á translestina, þá verða mörg hver samkynhneigð og hin sættast við líkama sinn og kyn.
Öll samtökin hafa gefið út að þau skipta sér ekki af hvað fullorðið fólk gerir við líkama sinn og hvernig það lifir lífi sínu. Þau hafa bent á að réttindi eins hóps á ekki að skerða réttindi annars hóps. Í því samhengi er bent á að ungar stúlkur mega þola að karl sem skilgreinir sig sem konu kemur í einkarými kvenna. Samtökin hafna, stúlknanna vegna að það sé lagalegur réttur karlanna. Sama gildir um konur sem skilgreina sig sem karlmann og aðgang að einkarýmum karla.
Orðið hér að neðan voru smíðuð þannig að orðið kona og karl komi ekki fyrir þegar talað er um trans fólk. Slíkt ruglar marga. Trans kona- er ekki kvenmaður. Trans maður- er ekki karlmaður.
Finnum góð íslensk orð yfir þessi orð og komum þeim inn í tungumálið.
Transvestite: Einhver sem hefur ánægju af að klæðast fötum hins kynsins.
Transsexual: Sá sem fer í kynskiptiaðgerð
Þeir sem aðhyllast baráttumálum Samtaka 22 og hafa áhuga á að styrkja þau geta lagt þeim lið.
Reikningur 0370-26-039568 kennitala: 640123-0440
Þú getur líka boðið samtökunum upp á kaffibolla, einn eða fleiri, Samtökin 22 -+ Hagsmunasamtök Samkynhneigðra (buymeacoffee.com)
Framlög til samtakanna eru frádráttarbær frá skatti. Margt smátt gerir eitt stórt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2023 | 10:11
Látið ekki hræða ykkur til þöggunar
Aðvara þarf við þróuninni þar sem lítill minnihluti getur breytt samfélagi. Kröfur minnihlutahópa að hafa áhrif á vestræn lýðræðis samfélög og breyta þeim að hluta er þróun sem við eigum ekki að sætta okkur við. Stöndum ekki á hliðarlínunni. Við þurfum inn á völlinn og taka þátt í umræðunni. Minnihluti getur gert kröfur á samfélag sem þorri manna er ekki fylgjandi. Allt gert í nafni jaðarhópa og rétttrúnaðar. Þarf ekki annað en hugsa til tungumálsins.
Saga blaðamanns, konu, sem var áreitt persónulega og sökuð um transfóbíu missti vinnuna fyrir að skrifa á hlutalausan hátt um að kynin séu tvö og rétt kvenna til einkarýma sinna. Í fréttinni sem skipti sköpum benti hún á lönd sem hafa dregið í land vegna lyfjagjafa barna sem glíma við kynáttu. Lyfjameðferðin er áhættusöm og hún vegur ekki upp á móti gagnsemi meðferðarinnar.
Hér má sjá frétt um málið og spjall við fréttamanninn sem um ræðir
Sem betur fer hafa blaðamenn unnið dómsmál gegn vinnuveitendum sínum. Ekki ýkja langt síðan að tvær breskar konur, sem voru reknar fyrir að segja að kynin séu tvö, unnu mál sín í vinnuréttinum. Hér má lesa um annað þeirra.
Við megum alls ekki gleyma málum sem reynt var að höfða gegn norskum konum, sem taka þátt í transumræðunni, lögreglan felldi þau niður. Engin ,,hatursorðræða í málflutningi þeirra. Það er vinsælt af transeinstaklingum og hreyfingum víða um heim að saka fólk um slík ummæli. Hér má lesa um annað málið.
Hér á landi kærðu transaðgerðasinnar sálfræðing fyrir skrif sem byggja á staðreyndum. Alþjóð veit hvernig fór. Eins og í Noregi, engin ,,hatursorðræða. Grein um málið má lesa hér.
Transkonum (karlmaður sem skilgreinir sig sem konu), og er aðgerðasinni, virðist umhugað að þagga niður baráttu kvenna og umræðuna um transmálaflokkinn. Af hverju er mér hulin ráðgáta. Telji þessir menn sig vera konur ættu þeir frekar að berjast fyrir réttindum kvenna. Annað kemur á daginn. Er það vilji þeirra að komast í búningsklefa kvenna, í íþróttir og önnur rými sem bara konur og stúlkur hafa aðgang að. Hugsanagangur sem erfitt er að skilja.
Eva Hauksdóttir lögmaður er ein þeirra sem ver tjáningarfrelsið. Hér og hér má lesa greinar um mál sem hún hefur komið að. Við þurfum á fólki að halda sem heldur í rétt almúgans til að tjá sig. Þessi mál eins og öll hin snéru að hinsegin málaflokknum og hafa ekkert til saka unnið annað er málnefnanlegan og þörf umræða. Menn velja hins vegar bálköstin og blaður til að verjast transmálaflokknum í stað umræðu.
Brynjar Níelsson er einn þeirra sem ver tjáningarfrelsið og hér skrifar hann pistil um samræður Guðmundar Andra Thorssonar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur fulltrúa Samtaka 78 í þættinum Sprengisandur. Rétt eins og Brynjar bendir á, fánýtar samræður um tjáningarfrelsið. Kristján þáttastjórnandi Sprengisands tiplar á tám um málaflokkinn og það gerðu Gulli og Heimir líka í Bítið á Stöð 2 einn daginn.
Krossgötur.is er vefur þar sem rætt er um tjáningarfrelsið út frá alls konar málefnum. Hér er grein sem er í anda þess sem að ofan greinir, brottrekstur fyrir tjáningarfrelsið.
Manni virðist á þessum ásökunum að umræða og ummæli transaðgerðasinna eigi meiri rétt á sér en þær staðreyndir sem blaðamenn hafa sett fram. Hatur transaðgerðasinna á þeim sem kokgleypa ekki hugmyndafræði þeirra er orðið rétthærri sannleikanum og staðreyndum. Ætti að skelfa alla sem vilja að tjáningarfrelsið og lýðræði ríki. Þá sem vilja málefnanlega umræðu.
Enn sem fyrr, á Íslandi er enginn hugaður blaðamaður sem þorir að ræða sannleikann og staðreyndir þegar transmálaflokkurinn er annars vegar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)