Skortur á tákni er ekki sönnun fyrir illsku

Segja má að rothöggið á hneykslinu í kringum hinsegin hátíðina hafi vakið athygli. Á Jónsmessu urðu deilur um hinsegin hátíð því hafnaboltafélagið Kouvolan Pallonlyöjät (KPL) vildi ekki flagga fánanum sínum við hlið trans-fánans við ráðhúsið í Kouvola.

Þýðir þetta að meðlimir liðsins sem um ræðir séu rasistar, kvenhatarar og að þeir kúgi minnihlutahópa? Er hafnaboltasenan í Kouvola hrein illska?

Að sjálfsögðu ekki. Sérhver einstaklingur og hvaða félag sem er getur stutt jafnrétti og jafnræði en þarf ekki að gera það með sérstökum táknum.

Í viðtali gagnrýnir stjórnarformaður KPL, Harri Lehto, pólitíska væðingu trans-fánans. Samkvæmt Lehto er það ekki yfirlýsing með eða á móti hinsegin hátíð heldur yfirlýsing gegn pólitískri væðingu trans-hugmyndafræðinnar.

Ummæli á samfélagsmiðlum

Nokkrir sem tjáðu sig um málið voru mjög ósáttir yfir því að félagið flaggaði ekki fánanum. Einn sem skrifaði undir dulnefni hélt því fram að ,,KPL telur að minnihlutahópar eigi ekki heima í liðinu eða í áhorfendahópnum.“ Þetta er rangt.

Ef einhver vill ekki taka þátt í að flagga trans-fána er hann þá vondur og hatar minnihlutahópa? Hvað ef félag sem flaggar fánanum, segir rasíska brandara og mismunar konum? Er það gott og ábyrgt félag af því það flaggar trans-fána?

Tákn er bara tákn

Það er kominn tími til að fullorðnir átti sig á því að tákn er bara tákn. Að nota það ekki segir ekkert til um gildi og sannfæringu, hvað þá raunverulegar gjörðir. Að auki er notkunin oft bara sýndarmennska.

Skortur á tákni er ekki sönnun fyrir illsku. Einstaklingur getur verið mjög hlynntur jafnrétti en líkar ekki opinber mótmæli. Íþróttafélag getur talað fyrir jafnrétt þó það taki ekki þátt í að flagga trans-fánanum.  

Heimurinn er ekki svo einfaldur að við getum fundið út hver er góði kallinn og hver er vondi kallinn bara með því að lesa tákn.

Heimild

467031687_861622526146525_9083849227163790077_n

 


Biskup á trans-trippi í að breyta kirkjunni

Áhugaverður þáttur hjá þeim þremur. Rætt er um kirkjuna og trúna út frá þeim gildum sem hún byggir á.

Trans tripp biskups er á villigötum. Það hefur engin kallað eftir breytingum í kirkjunni því almenningur veit að kynin eru tvö og óbreytanlegt. Það er ekkert sem heitir ,,öll kyn." 

Biskup Íslands misnotar stöðu sína til að koma kirkjunni inn í trans- Samtökin 78 sem eru óheillasamtök. 

Biskup misskilur stöðu sína ef hún heldur að hægt sé að búa til nýjar kenningar.

Hún á að segja af sér ef hún ætlar að boða önnur trúarbrögð en hún var kosin til. Hún á að segja af sér ef hún boðar ekki þær kenningar sem kirkjan fer eftir, ekki bara sú íslenska heldur víða um heim. Við erum nefnilega ekki eyland í trúnni eins og biskup heldur.

Hlustið á þau; Ríkinu ekki skylt að fjármagna þjóðkirkju sem fer út af sporinu


Hugrökk skólabörn

Nemendur við skóla einn skrifuðu lesendabréf sem þeir sendu einnig á rektor sem trúir þeim ekki. Hann neitar að bregðast við eins og lög gera ráð fyrir. Þetta er alvarlegt.

Blaðið setur lesendabréfið á bak við greiðslumúr. Munið að klappa þeim á öxlina. Það kallar á hugrekki að senda svona bréf.

Drengirnir heita Emanuel Aarseth og Simon Tobias Olsen og eru nemendur í Vassenden skólanum í Noregi.

Við sniðgöngum skólann síðustu skóladagana. Af hverju? Af því Vassenden skóli flaggar ,,pride“ fánanum- sem er ekki hlutlaus gjörningur. Fyrir suma er það tákn viðurkenningar á fjölbreytileika, en upplifun okkar og margra annarra er að við erum útilokuð. Sem kristnir og íhaldssamir nemendur upplifum við að okkur sé vikið til hliðar í skóla sem á að vera fyrir alla.

Rangt að flagga ,,pride“ fánanum

Við teljum það rangt að opinber skóli sem á að vera hlutlaus gagnvart lífsskoðunum og byggir á kristnum gildum flaggi fyrir ákveðinni pólitískri og hugmyndafræðilegri hreyfingu. ,,Pride“ snýst ekki aðeins um virðingu fyrir samkynhneigðum og trans-fólki. Það snýst einnig um kynjakenningum, aðgerðasinnum og gildismati sem mörg okkar deila ekki. Þá er einmitt ósanngjarnt að þessi fáni skuli vera á skólahúsinu, án þess að við fáum að mótmæla, án þess að verða stimpluð sem „fordómafull“ eða „hatursfull.“

Okkur er sagt að fáninn eigi að tákna fjölbreytileikann. En hvers vegna finnst okkur við útskúfuð? Norski fáninn – sem sameinar okkur öll – er næstum aldrei notaður í skólanum, á meðan ,,pride“ fáninn fær heilan mánuð.

Þetta snýst ekki um hatur eða fyrirlitningu, við teljum bara að opinber skóli eigi ekki að taka afstöðu í slíkum málum. Börn og ungmenni þurfa öryggi, ekki hugmyndafræðilegan þrýsting og beina nauðung til þátttöku.

Byggður á kristnum gildum

Við vitum vel að norski skólinn var í sínum tíma byggður á kristnum gildum, skólar voru stofnaðir svo að börn gætu lært að lesa Biblíuna. Í dag sjáum við skóla sem virða ekki lengur þessa rætur, heldur öfugt, útskúfar þeim sem halda fast í þær.

Höfundum greinarinnar er refsað með fjarveru frá skóla. Þeir lögðu fram ákveðnar tillögur um hvað skólinn geti gert til að þeir upplifi viðurkenningu í samræmi við kröfur um aðgerðir í menntalögum § 12-4. Við höfum látið vita, að ef skólinn tekur fánann niður komum við aftur í skólann.

Rektor Anne Cecilie er ósammála okkur og telur fánann tilheyra öllum. Þetta er auðvitað ekki satt, og það er áfall að okkur sé ekki trúað - og að rektor fylgi ekki menntlögunum.

Tjáningarfrelsi vikið til hliðar

Við erum stolt af því að vera norsk, en það verður sífellt erfiðara þegar við sjáum að hefðir, trú og tjáningarfrelsi er vikið til hliðar fyrir aðgerðasinna og táknrænar aðgerðir – á meðan norski fáninn skemmist í skúffunni.

Þess vegna er það hvatning til allra skóla og stjórnmálamanna: Skilið okkur aftur hlutlausa, örugga og skóla sameiningar – skóla þar sem allir nemendur, óháð trú, bakgrunni og gildum, fá raunverulega að finna fyrir því að vera innanborðs.

Við biðjum ekki um að ákveðnir einstaklingar eða samtök stjórni neinu. Við biðjum bara um að skólinn fylgi lögunum og taki upplifun okkar og skoðun á málaflokknum alvarlega.

Með vinsemd

Emanuel Aarseth og Simon Tobias Olsen


Kennarar hafa ekki vit á því...

og hvað þá skólayfirvöld, hvorki þar vestra né hér á landi. Þess vegna þarf dómara til að segja þeim hvað sé rétt og rangt.

Gera þarf gangskurk í að koma sambærilegu efni út úr skólum á Íslandi. Skyldi ráðherra menntamála hafa dug í sér til þess? Eða finnast nógu hugrakkir foreldrar til að gera það sama og foreldrar í USA, spurning.

Eitt er víst fullorðna fólkið bregst skólabörnum með því að troða þessum gervifræðum í leik- og grunnskólann.


mbl.is Þurfa ekki að sitja kennslustundir um kynvitund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dönskum kennurum er kennd sama lygin og þeim íslensku

Menn eru ekki alveg af baki dottnir í skólakerfinu, hvorki því danska né íslenska. Danskir kennarar geta nú notað myndaband þar sem logið er að skólabörnum. Eitthvað svipað finnst án efa hér á landi líka, í það minnsta á prenti í skólabókum.

Í þessu myndabandi er talað um að hægt sé að breyta líkamanum með hormónum og skurðaðgerðum í þeim tilgangi að ,,skipta um kyn.“ Helber lygi. Það er ekki hægt að breyta um kyn. Hins vegar er hægt að skaða líkama sinni í þeirri tilraun, sem framkvæmd er af læknum, ,,að breyta um kyn.“ Sem sagt, reyna að framkvæma hið ógerlega.

Það er þyngra en tárum taki að fullorðið fólk skuli halda svona lygi að börnum og að opinber skólayfirvöld styðji lygina.  Kyn er óbreytanlegt. Kynvitund er hins vegar alls konar og getur breyst á æviskeiðinu eins og sagt er frá í danska myndbandinu.

Börn eiga forráðamenn, þeir ættu að hafa hag barna fyrir brjósti í þeim ákvörðunum sem þeir taka. Foreldri sem telur að unglingur geti tekið ákvörðun um að skaða líkama sinn fyrir lífstíð er ekki ábyrgt foreldri.

Foreldrar sem vita um lygina sem haldin er að börnum þeirra í skólakerfinu ættu að lögsækja bæði skóla og kennara sem gera það. Óforsvaranlegt að vel menntaðir sérfræðingar ljúgi að börnum.

Minni enn og aftur á dóm Hæstaréttar Bretlands. Þú ert það kyn sem þú fæðist og því verður ekki breytt, hvorki lagalega né með læknisfræðilegum tilraunum á börnum.

480471107_635610169195602_1360717736129875550_n


Minningarorð um föður minn frá barnabörnum

Faðir minn lést 17. júní og var jarðsunginn í gær, 25. júní.

Barnabörnin skrifuðu minningargrein um gamla manninn sem var saddur lífdaga. Það fer ekki alltaf saman að verða öldungur og búa við góð lífsgæði. Pabbi hefði orðið 94 ára í næsta mánuði, hann bjó á Eir um nokkurra ára skeið og lést þar.

Minningargreinin er á bak við greiðslumúr svo ég birti hana hér.

Sverrir Benediktsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1931 og lést á hjúkrunarheimilinu Eir 17. júní 2025.

Foreldrar hans voru Benedikt Friðriksson, f. 1887, d. 1941, og Guðrún Pálsdóttir, f. 1900, d. 1969. Þau áttu saman fimm börn, auk Sverris, Elsabetu Ester, f. 1926, d. 2018, Friðrik Pálmar, f. 1927, d. 1994, Hörð, f. 1930, d. 2009, og Soffíu Eygló, f. 1935. Einnig átti Sverrir þrjá hálfbræður, samfeðra þá Alfreð Alexander, f. 1911, d. 1946, og Ottó Berent Elías, f. 1917, d. 1990, og sammæðra, Ágúst, f. 1920, d. 2017.

Sverrir lærði rakaraiðn og rak sína eigin rakarastofu. Hann starfaði lengi sem leigubílstjóri hjá Hreyfli og síðar sem flutningabílstjóri fyrir Ölgerðina á Akureyri.

Eiginkona Sverris var Bára Sigurðardóttir, f. 1933, d. 2007. Börn þeirra eru Arnar, f. 1951, Guðrún, f. 1953, Anna Kristín, f. 1958, Helga Dögg, f. 1959, Sigurður, f. 1963, og Ottó, f. 1965.

Útför Sverris fer fram frá Lindakirkju í dag, 25. júní 2025, kl. 13.

Langafi fór oft með okkur í sund og synti eins og eldibrandur. Hann fór líka oft með okkur í ísbíltúr og hann fékk sér oftast vanilluís í brauði. Hér er smá vísa eftir hann: „Þeir sem borða hafragraut, verða sterkir eins og naut!“

Páll Ernir og Örlygur Kári

 

Elsku afi.

Við, barnabörnin, tókum okkur saman og tíndum til nokkrar minningar um þig.

Þau elstu muna eftir fallega heimilinu ykkar ömmu á Bugðutanga í Mosfellsbæ. Risastóra baðið var í uppáhaldi hjá okkur og garðurinn sem alltaf var sleginn og beðin snyrtileg. Við lékum okkur við Lappa, vingjarnlega svarta Labrador-hundinn. Hann var eins og einn af krökkunum. Í bílskúrnum var allt í röð og reglu og þar voru bílarnir þrifnir. Þú ókst aðeins eðalvögnum frá Citroën og þeir voru alltaf gljáandi hreinir fyrir viðskiptavini Hreyfils. Þótt þú værir hættur að vinna sem rakari, bauðst þú okkur upp á klippingu.

Mörg okkar minnumst þín frá Selá, á Árskógsströnd í Eyjafirði, þar sem við vorum með hesta. Þú áttir það til að bruna úr borginni síðdegis og koma þér fyrir í „afasvítu“ án þess að gera vart við þig. Þegar þú varst spurður að því hvers vegna þú varst svona fljótur, var svarið: „Gráni var svo viljugur!“ og áttir þá við Citroën. Þú laumaðir poka með nokkrum brauðsneiðum inn á þig til að gefa Frosta og öðrum útvöldum úr stóðinu en um leið og tók að skrjáfa í pokanum stukku allir hestarnir til þín og þú þurftir að hlaupa í burtu í skyndi: „Brauðið er búið ... brauðið er búið!“ Við gengum saman um túnin og spörkuðum í hestaskít – til þess að dreifa honum betur og nýta sem áburð – og kíkja á folöldin. Þú tókst oft Fiffa, bróður þinn, með þér út á Selá og varst honum einstaklega góður.

Það voru margar gleðistundir á Selá, sérstaklega þegar þú dróst fram munnhörpuna. Glaðværðin var aldrei langt undan, enda á að „taka lífinu létt á meðan hausinn snýr rétt!“ Þú varst með stórar sterkar hendur sem gripu fast í lærin, ef við sátum við hliðina á þér í sófanum og vorum kannski aðeins of niðursokkin í hasarmyndina sem við vorum að horfa á saman.

Svo fórum við auðvitað í reiðtúra. Það var skemmtilegast að ríða inn í Þorvaldsdal. Þú fórst að sjálfsögðu á Frosta með viskípela í vasanum og þuldir brot úr Skúlaskeiði eftir Grím Thomsen fyrir hann í sífellu: „Þig ungan hef ég alið og aldrei valið nema besta fóður. Nú er líf mitt fótum þínum falið, forðaðu mér undan, klárinn góður.“ Frosti var ekki síður skynugur en Sörli forðum, því þegar þú varst orðinn óstöðugur í söðli, sá hann til þess að þú féllir ekki af baki.

Frosti fylgdi þér til Akureyrar og þar var fjölskyldan saman með hesthús. Þar voru samverustundirnar góðar og margar vísurnar kveðnar. Þú varst hrifinn af Bólu-Hjálmari:

Oft hefur heimsins gálaust glys
gert mér ama úr kæti.
Hæg er leið til helvítis,
hallar undan fæti.

Káinn var þér einnig hugleikinn.

Ég hlýt að slá við slöku
í slyngri ljóðamennt.
Það yrkir enginn stöku
á aðeins tvö prósent.

Vísurnar urðu svo tvíræðari eftir því sem viskísoparnir urðu fleiri.

Þú þekktir öll örnefni og bæjarheiti og gast, til dæmis, nefnt öll fjöll og alla sveitabæi milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þú þekktir líka alla fugla og hvernig þeir sungu og fræddir okkur um það á reiðtúrum. Þú sagðir stundum sögur af því þegar þú varst strákur í sveit í Aðaldal, eins og þegar hundurinn varð svo sárfættur að hann stökk upp á hestinn. Þú sagðir líka frá því hversu snjöll og hagsýn mamma þín var, ein með stóran systkinahóp á Grettisgötu eftir að pabbi þinn dó. Hún fékk bein hjá slátraranum, ódýrt, því það var búið að skera kjötið af. Síðan sauð hún það og bjó til súpu. Málleysingjunum gleymdi hún ekki heldur, því fuglarnir fengu að eiga það sem eftir var á beininu. Kannski var matarskortur í æsku ástæða þess að þú varst alltaf svona fljótur að borða og að koma þér í betri sætin.

Þú kunnir að meta ekta íslenskan mat, eins og hangikjöt á beini, og vildir þá helst vita af hvaða hrúti kjötið kom. Einu sinni var boðið upp á skötu á miðju sumri og þá var veisla! Þú bauðst líka stundum í mat, bjúgu eða kálböggla. Þú varst hrifinn af flestum mat en hafðir óbeit á brúnum tertum. Þú varst yfirleitt jákvæður og þolinmóður gagnvart – en þó ekki gagnvart íhaldinu eða óhreinum bílum.

Sum okkar fengu að vinna með þér í Ölgerðinni og keyra út vörur í verslanir. Þú kenndir okkur stundvísi og vinnusemi og þegar þú raðaðir drykkjum í hillurnar lagðir þú áherslu á að miðarnir ættu að snúa rétt!

Þið Frosti eltust báðir vel og við fengum að njóta þess að ríða út með ykkur þar til þú varst kominn vel á níræðisaldur. Einn af síðustu pelatúrunum, þegar við riðum úr Víðidal í Mosfellsdal en fórum ranga leið og túrinn varð óvart miklu lengri en til stóð, er sérstaklega minnisstæður. Veðrið var yndislegt og hestarnir ljúfir. Þetta var algjört ævintýri.

Síðustu árin voru þér erfið og við vitum að þú ert hvíldinni feginn. Starfsfólki Eirar þökkum við hlýju og góða umönnun.

Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt sem er,
aldrei skal ég gleyma þér.

Vatnsenda-Rósa

Fyrir hönd barnabarna,

Eygló Svala Arnarsdóttir.

frostipabbi


Enginn getur fætt barn nema kona- höldum því til haga

Einhver þvæla hefur náð fótfestu meðal fólks þegar menn tala um ,,fólk sem er ólétt“, ,,fólk í fæðingu.“ Leggjumst á eitt við að leiðrétta þá málvillu. Það eru bara konur, KONUR sem geta gengið með barn og því eru konur óléttar. Konur eru í fæðingu.

Sorglegast er þegar menntað fólk innan heilbrigðisgeirans afbakar sannleikann til að elta vók stefnu trans-hugmyndafræðinnar. AFBÖKUN á sannleikanum.

Þessi fékk að heyra það frá trans-aðgerðasinnum, sem ég vil segja að eru svo vitlausir að þeir halda að karlmaður geti gengið með barn og fætt. Nei, þannig er það ekki.

Ef trans-karl fæðir barn er það af því hún er kona, en upplifir sig sem karlmann. Hún er ekki karlmaður.

Fjölmiðlar elta þessa þvælu upp og reyna að segja fólki að karlmaður hafi fætt barn. Það vita allir að það stenst engan sannleik og því eru það bara lélegir blaðamenn sem apa svona þvælu upp. Hreinar falsfréttir.

Biðla má til almennings að nota aldrei annað en orðið kona í tengslum við þungun, fæðingu og brjóstagjafir. Tökum það ekki af konum.

Það er móðgun, rógburður, ógn og lítilvirðing við ótilgreindan hóp, konur, að halda fram að karlmaður geti gengið með, fætt barn og gefið því brjóst.

Að ráðast svona að hópi kvenna getur stangast á við lög um hatursorðræðu grein 233 a.

469226689_2127288014396276_2113040609818382779_n


Hótað lífsláti

Það kostar að verja konur. Það fékk þingmaðurinn, Nancy Mace, að finna fyrir þegar hún hafnaði aðgengi karlmanns, sem skilgreinir sig sem konu, að salernum kvenna í þinghúsinu. Hún vill leggja fram frumvarp sem bannar svona tegund karla inn á kvennasalerni.

Margir risu upp á afturfæturna. Virðist sama um réttindi kvenna, ekki borin virðing fyrir þeim. Trans-kona er m.a. þeirra sem hafa hótað þingmanninum lífláti fyrir að segja upphátt sem vel flestar konur hugsa og vilja. Engir karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, inn á kvennaklósettin.

Þingmanninum var nauðgað þegar hún var 16 ára og finnst óboðlegt að karlar mæti inn á kvennaklósett. Konur mega vera stoltar af þessari konu. Hún segðist ekki gefast upp, hlustið

Að verja réttindi kvenna

Það er orðin ansi erfitt fyrir konur að verja réttindi kynsystra sinna vegna ofsa annarra kvenna, karlamma sem skilgreina sig sem konur og margar karlmanna. Hvað á það að þýða að kona sem vill ekki karlmann í kvennarými, íþróttir og búningsaðstöðu kvenna skuli hótað lífsláti. Hér talar ein um málið.

Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur látið til sína taka. Menn hafa reynt að útiloka hana með alls konar bolabrögðum fyrir það eitt sem langflestar konur vilja, enga karlmenn í kvennarými.

Tökum höndum saman og verjum sjálfsögð mannréttindi kvenna, engir karlar hvaða nafni sem þeir kallast inn í kvennarými.


Óheiðarleg framsetning á ,,Pride“

Faðir í Drammen í Noregi neitar að senda börn sín í leikskólann á meðan ,,Pride“  mánuðurinn stendur yfir.

Bæjaryfirvöld og leiksskólastarfsmenn nota barn hann í pólitískri hugmyndafæði.

Mánuðunum er fagnað m.a. með skrúðgöngum og flöggun trans-fána á opinberum byggingum.

Margir grunn-og leikskólar taka þátt í gleðinni og í Drammen skipulögðu allir skólar viku fjölbreytileikans í maí.

Markmiðið var að leggja áherslu á að skólastofnanir eiga að vera fyrir alla, óháð mismun.

Öll börn og nemendur eiga að fá jafna meðferð, og enginn á að upplifa mismunun, skrifar Thomas Larsen Sola, forstöðumaður skólamála í Drammen, í Nettavisen.

Skrýtið sjónarmið,  var það ekki áður en trans-hugmyndafræðin náði tökum á leikskólafræðunum og pólitíkinni? Bjuggu börn við mismunun á skólastofnunum?

Ekki sáttur

Það er langt í frá að allir séu sáttir með þetta og einn þeirra er Aril Schultzen sem á þrjú börn á leikskólaaldri.

Þetta er annað árið í röð sem börnin hans fá aukafrídag vegna ,,Pride“ gleðinnar í skólum bæjarins.

Hann segir að þetta sé pólitískur gjörningur sem á ekki heima í skólum. Málefnið sé beintengt pólitískum baráttumálum, sem oftast eru umdeild. ,,Pride“ hefur alltaf verið umdeilt.

Horfi maður á hvað gerist í Gleðigöngunni eru pólitísk slagorð til dæmis frelsi þegar kemur að notkun fíkniefna, kynlífskauplöngun, gera ,,polyamori“ að eðlilegum hlut og BDSM, víkka fóstureyðingarlögin og óvísindaleg framsetning á kyni svo eitthvað sé nefnt.

,,Pride“ hefur verið notað af pólitískum aðgerðasinnum alla leið.

Óheiðarleg framsetning á ,,Pride“

Fleiri leikskólar leggja áherslu á að Pride-hátíðin í leikskólunum snúist fyrst og fremst um andlitsmálun og það sé flott að ekki séu allir eins. Schultzen telur þessa framsetningu óheiðarlega.

Þetta er eins og að sjóða lifandi frosk. Pólitíkin er sú sama og leikskólarnir eiga að vera heiðarlegir um hvað þetta er.

Færst hefur í vöxt að foreldrar í Noregi mótmæli þessari trans-hugmyndafræði í skólum landsins.

 Hér má lesa um málið:Pride, Barnehage | Far held barna heime frå Pride-markering i barnehagen: – Politisk ideologi


Eru börn óhult eftir dóminn?

Dómari hefur loksins mótmælt kynjahugmyndafræðingunum og læknisfræðilegum tilraunum þeirra á börnum.

Ástralía tekur stundum seint við sér þegar um pólitísk málefni er að ræða. Gjaldið getur verið hátt. Skortur læknisfræðinnar á meðferð barna sem segjast vera trans (ónot í eigin skinni), umræðan í Bandaríkjunum og Bretlandi undanfarin ár sýnir hve Ástralía tekur seint við sér. Sem betur fer er það að breytast.

Dómur sem hefur áhrif

Nýlegur dómur í fjölskyldudómi leiðir í ljós hvers vegna. Málið snerist um 12 ára dreng í Melbourne, sem með hvatningu móður sinnar sóttist eftir kynþroskablokkum á þeirri forsendu að ,,rétt" kyn hans væri stúlka. Faðirinn, þó að hann væri ekki á móti löngun sonar síns til að ,,kanna" kynvitund sína (hann klæðist til dæmis stelpunærfötum), dró línuna við kynþroskablokka.

Dómarinn Andrew Strum lenti í þeirri erfiðu stöðu að dæma í þessari ömurlegu fjölskyldudeilu. Með dómi sínum ákvað hann að svipta móðurina forræðinu. Hann gagnrýndi einnig harðlega sjúkrahúsið þar sem drengurinn var meðhöndlaður. Þetta er í fyrsta sinn sem trans rétttrúnaði hefur verið mótmælt í áströlsku réttarkerfi.

Áhugaverður læknir

Eitt nafn stóð sérstaklega upp úr í málinu - Dr. Michelle Telfer, sem bar vitni til stuðnings móður barnsins. Telfer, í stöðu sinni sem yfirmaður lækninga við Royal Children's Hospital í Melbourne, skrifaði það sem sjúkrahúsið lýsir sem ,,bestu starfsvenjum", leiðbeiningum um meðferð barna sem segjast vera trans. Þetta felur í sér gjöf kynþroskablokka, ,,kynstaðfestandi" hormóna og jafnvel tvöfalt brjóstnám fyrir stúlkur þegar þær ná 16 ára aldri. Ótrúlegt nokk tekur Melbourne RCH í Telfer við þriggja ára börnum í meðferð.

Í stað þess að hlýða leiðbeiningunum um ,,bestu starfsvenjur" tók Strum dómari þær til umræðu ,,Ég sætti mig ekki við að barnið, á þessum aldri og fyrir kynþroskaskeið í lífinu, geti skilið almennilega afleiðingar og hugsanlega áhættu kynþroskablokka," skrifaði hann. Eins og allir hugsandi fullorðnir lýsti Strum dómari yfir alvarlegum efasemdum um siðferði þess að leyfa barni að taka lífsbreytandi læknisfræðilegar ákvarðanir. ,,Barnið er enn barn og ekki einu sinni, ef það skiptir máli, unglingur," sagði hann.

Telfer læknir reiddi sig á orðagjálfur og ýkjur til þess að færa rök fyrir máli sínu. Hún sagði fyrir dómi að börn sem finna fyrir ónotum í eigin skinni og fjölskyldur þeirra væru ,,best í stakk búin til að vita hvað væri þeim fyrir bestu.“ Hún líkti meira að segja Cass-skýrslunni, sem fann engar vísindalegar sannanir til að réttlæta notkun kynþroskablokka, við nasisma.

Strum dómari sýndi skynsemi og mannúð. ,,Á þessu stigi í lífi barnsins ættu allir möguleikar að vera opnir, án nokkurrar ásættanlegrar hættu á skaða fyrir barnið," skrifaði hann í dómi sínum.


Réttmæt gagnrýni dómara

Á öðrum augnablikum var gagnrýni Strum dómara á Telfer og Melbourne RCH beittari. Hann spurði réttilega hvernig leiðbeiningar spítalans urðu ,,bestu starfsvenjur", þegar hann hefði ekki ,,samþykki ... samveldisins, ríkis eða yfirráðasvæðis, þar með talin ríkisstjórn eða ráðherra ... eða heilbrigðisráðuneytisins". Með öðrum orðum, það eru bestu starfsvenjur samkvæmt Telfer og sjúkrahúsinu sem hún rak – engra annarra. Strum dómari sagði að vitnisburður hennar í yfirheyrslunni jafngilti því að hún væri sammála sjálfri sér.

Löngu tímabært

Uppgjör fyrir Telfer og Melbourne RHC getur ekki gerst nógu fljótt. Undanfarin ár hefur sjúkrahúsið tekið á móti bylgju ólögráða barna sem segjast upplifa ónot í eigin skinni, úr 100 sjúklingum árið 2014 í meira en 1,000 árið 2022. Þúsundum barna hefur verið ávísað kynþroskablokkum (Strum dómari benti á að ,,engin önnur meðferðarúrræði" væru í boði), en notkun þeirra er í auknum mæli sniðgengin á Vesturlöndum.

Melbourne RCH gæti vel orðið Tavistock í Ástralíu – kynjastofan í London sem vakti hneyksli og neyddist til að loka eftir Cass skýrsluna.

Ástralía gæti hafa verið sein að vekja athygli á hættunni af kynþroskablokkum og hormónameðferðum, en það eru merki um að yfirvöld séu að taka við sér og ætli að vinna hratt.

Í janúar tilkynnti alríkisstjórn Verkamannaflokksins um rannsókn á meðferð barna sem finna fyrir ónotum í eign skinni, með sérstakri áherslu á kynþroskablokka. Þau fylgdu fordæmi stjórnvalda í Queensland, sem fyrr í mánuðinum varð fyrsta ástralska lögsagnarumdæmið til að gera hlé á notkun kynþroskablokka.

Þessi þróun virtist ómöguleg fyrir aðeins níu mánuðum síðan, síðast þegar trans aðgerðasinni flutti mál sitt fyrir áströlskum dómstóli. Í Tickle vs Giggle úrskurðaði dómari að app sem hannað var sérstaklega fyrir konur mismunaði manni að nafni Roxanne Tickle með því að banna honum að nota það. Fordæmið sem sett var í því máli, þ.e. að ,,kyn er breytanlegt og ekki endilega tvískipt", var sem betur fer hunsað af Strum dómara.

Kynþroskablokkarar eru vafasamir

Í hvert skipti sem kynþroskablokkar og hormónameðferð eru nefnd hafa meðferðirnar verið afhjúpaðar sem vafasamar og skaðlegar. Fólk og stofnanir sem stuðluðu að þessum svokölluðu meðferðum þarf að draga til ábyrgðar. Að lokum eru merki um að þetta gæti gerst fyrr en síðar. Trans hugmyndafræði er að missa tökin á Ástralíu.

Hugo Timms skrifaði greinina en hann er aðstoðarritstjóri Spiked.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband