Foreldrar víða um heim láta í sér heyra

Segja má að þeir vakni nú hver á eftir öðrum og átti sig á transvæðingunni víða um heim. 

Faðir sem lætur sig málið varðar ræðir við fólk. Sjá hér.

Slagorðið ,,Leave the kids alone" er notað í baráttunni. Sjá hér.

Sama gerist í Ástralíu. Sjá hér.

Hér má sjá þróun sem langflestir vilja ekki sjá.

Að vera umhugað um barn sitt hefur ekkert með fóbíu eða hatursorðræðu að gera. Mannréttindi að vernda barn sitt gegn transvæðingu í leik- grunn- og framhaldsskólum heims.


Nei gagnrýni á hinsegin málefni hefur ekkert með að gera að fólk vilji afnema mannréttindi hjá nokkrum manni

Sverre Avnskog aðjúnkt og sérkennslufræðingur sem kominn er á eftirlaun segir prófessorinn draga umræðuna um hinsegin málefnin niður á svo lágt plan að hún gerir allar merkingarbærar samræður ómögulegar og það gerir hann með því að eigna gagnrýnendum miðaldarlegar og ámælisverðar skoðanir. Sverre skrifaði grein í Nettavisen. Lausleg þýðing er mín.

Það er mjög sjaldgæft að ég lesi fullyrðingar sem eru svo fullar af ranghugmyndum, strámönnum og rangtúlkunum eins og Dag Øistein Endsjø prófessor í trúarbragðafræði skrifar í Nettavisen.

Það er prófessor sem hefur hæsta akademíska titil í landinu sem skrifar um hinsegin málefnin en lætur eins og hann skilji ekki gagnrýnina sem hefur komið fram. Hann heldur fram að gagnrýnendur vilji afnema mannréttindi af þeim sem taka þátt í hinsegin viðburðum.

Hefur nokkur einhvern tímann lagt til að þátttakendur í hinsegin málefnum missi mannréttindi?

,,Hvaða mannréttindi hafa þeir á móti” spyr prófessorinn. Eins og það sé viðeigandi spurning.

,,Er það samkomufrelsi sem þeir eru á móti- réttinn til að skipuleggja sig og tjá skoðanir sínar?”

,,Er það málfrelsið sem þeir vilja takmarka?”

,,Er það kannski rétturinn til einkalífs sem þeir vilja afnema?”

,,Eða er það mannréttindin sem hafna mismunun sem þau vilja burt?”

,,Kannski mannréttindin til betri heilsu sem þeir vilja fjarlægja?”

,,Eða mannréttindin barna burt?”

,,Svo næst þegar einhvern stígur fram og fordæmir hinsegin viðburði vinsamlegast biðjið þá að vera nákvæmari um hvaða mannréttindi þeir vilja fjarlægja.”

 

Með því að spyrja svo tilgangslausra spurninga, eins og prófessorinn gerir, sem augljóslega hafa þann tilgang að eigna gagnrýnendum hinsegin málefna slíkar miðaldarlegar- og ámælisverðar skoðanir, fer prófessor Endsjø með umræðuna um hinsegin málefni á svo lágt plan að hún gerir allar vitrænar samræður ómögulegar.

Jafnvel áberandi hommi eins og fjölmiðlastjarnan Jan Thomas gagnrýndi gleðigönguna fyrir nokkrum árum og sagði að sér líði ekki vel þar sem hvers konar kynhneigð og búningar eru í forgrunni og fókusinn á kynlíf í ólíknum myndum en ekki ástina.  

Sú staðreynd að prófessor Endsjø hafi í raun ekki áttað sig á því að gagnrýni af þessu tagi ýtir undir viðhorfu gegn hinsegin málefnum er næstum ótrúlegt. Mig grunar að hann þykist ekki vita betur en gefur sér að gagnrýnendur séu á móti mannréttindum.   

Þeir sem standa fyrir hinsegin viðburðum segja markmiðið að berjast fyrir að allir eigi rétt á að elska þann sem þeir vilja. Ég held í reynd að þeir séu afar fáir í Noregi sem hafa á móti þeim réttindum.

Það er allavega ekki um það sem gagnrýnin fjallar. Langt í frá.

Gagnrýnin á hinsegin málefni snýst ekki um réttinn til að elska þann sem maður vill, heldur að málaflokkurinn ýti undir kynjahugmyndafræði sem er mjög umdeild, vægt til orða tekið. Þeir sem eru á því að líffræðilegu kynin séu tvö, karl og kona, hafa örugglega sín mannréttindin líka, ekki satt?

Það hlýtur að vera leyfilegt, í nafni málfrelsis, að gagnrýna hinsegin málefnin þar sem þau draga fram sýn á kyn sem ekki ríkir sátt um. Það er líka mannréttindi.

Það hlýtur líka að vera fullkomlega löglegt, í nafni málfrelsis, að bregðast neikvætt við, þegar fólk klætt í búninga úr leðri og lakki gengur og teymir hvort annað eins og hunda í taumi og þátttakendur gleðigöngunnar tala í fjölmiðlum um mismunandi kynhneigð, þar sem t.d. karlmenn koma fram með kynhneigð þar sem þeir njóta þess að láta sparka í eistun á sér.

Eru það virkilega mannréttindi að geta sagt í fjölmiðlum að þú viljir láta berja þig, hýða, gera lítið úr þér og sparka í rassinn?

Er leyfilegt að telja slíka áherslu á kynhneigð í öllum afbrigðum óhóflega þar sem sumum kann að finnst uppáþrengjandi og að maður vilji frekar hafa þetta fyrir einkaklúbba? Þarf kynlífsþráhyggjur út á göturnar til að sýna allt og alla?

Við erum mörg sem viljum tjá okkur í fjölmiðlum en flest upplifum við að okkur sé hafnað og neitað um birtingu. Er það brot á málfrelsi okkar?

Hinsegin samfélagið skipar stóran sess í fjölmiðlum og virðast hafa alla fjölmiðla með sér til að ala á þessari hugmyndafræði í heilan mánuð, í leikskólum, skólum og á götum úti. Næstum hver stofnun í Noregi mun nú prýða sig með sínum eigin hinsegin viðburðum.

Hér má lesa greinina sem Sverre svarar.


Þær eru brandari

segja margir.

Aðrir segja ekki, þetta sé réttur.

Margir segja nei, alls ekki.

Sumir segja, slíkt á sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Þær benda nú samt á það, raunveruleikinn, sjáðu.

Persónuleg skoðun, þetta nær ekki nokkurri átt!


Í alvöru, tala menn svona?

Mörgum finnst þetta skrýtið.

Mörgum finnst þetta kjánalegt.

Mörgum finnst fólk sem talar svona gera lítið úr sér.

Mörgum finnst þetta heimska.

Hér talar þingmaður eins og hún viti ekki hvort hún er að koma eða fara.

Persónulega finnst mér hún niðurlægja sig, held hún viti betur.


Ekki er öll vitleysan eins

hugsaði ég þegar ég horfði á þetta myndband

Mörgum þykir þetta ekki nokkrum manni bjóðandi.

Mörgum þykir þetta svo vitlaust að það nái ekki nokkurri átt.

Mörgum þykir þetta auðmýkjandi.

Mörgum þykir þetta heimska.

Hvað sem mörgum þykir þá segi ég nú bara, ekki er öll vitleysan eins.


Ljóð 14 ára stúlku vekur athygli

Verð að segja þetta er verulega vel ort...hæfileikarík stúlka. 

Ljóðið hennar er lesið upp af annarri stúlku.

Svona ungt fólk á framtíðina fyrir sér, nokkuð ljóst.

 


Kastar bensíni á transumræðuna

Í Noregi eins og víðar er mikil umræða um transmálaflokkinn. Auk þess er talað um baráttu kvenna sem á undir högg að sækja. Umræður hafa farið fram í fjölmiðlum, annað en hér á landi. Við líkjumst Rússum og Kínverjum þegar kemur að málfrelsi. Greinar fást ekki birtar sem andmæla stefnu transhreyfinga.

Fjölmiðlar hafa eins og ég hef oft bent á staðið sig mjög illa í umræðunni um transmálaflokkinn. Ég þýddi, lauslega, grein úr norsku blaði, okkur kemur nefnilega við hvað stendur þar. Margt á við um ástandið hér á landi. Orð fólks eru afbökuð. Því gert upp skoðanir og hugsanir.

Jens Kihl kastar bensíni á transumræðuna er fyrirsögn greinarinnar.

 ,,Ef menningarritstjórinn vill gera eitthvað í umræðunum um loftslagsmálum getur hann litið í spegil.

Í athugasemd í BT 1. júní sakar menningarritstjórinn Jens Kihl Miðflokkinn og sérstaklega þingfulltrúann Jenny Klinge, um að bera transfólk saman við dýr. Þetta er gróf afbökun á yfirlýsingu Klinge sem stuðlar ekki að öðru en að eitra og skauta umræðuna um kynferði.

Kihl hvetur alla til að ,,gera eitthvað við gríðarlegri harðri umræðu" um kyn. Hann bendir sérstaklega á að þeir sem hafi ,,leiðandi stöðu í samfélaginu hafi meiri ábyrgð" á því að tryggja að umræðan sé virt.

Það er góður punktur en sem menningarritstjóri eins stærsta dagblaðs Noregs getur hann byrjað á því að líta í spegil.

Klinge hefur ekki borið transfólk saman við dýr. Hún hefur aðeins bent á að við mennirnir séum eins og öll önnur spendýr, að því leyti að við höfum aðeins tvö kyn og að við getum ekki skipt um kyn.

Hún hefur undirstrikað staðreyndir að nálgun á kyni og umburðarlyndi fyrir upplifun fólks af eigin kyn geti haldist í hendur.

Maðurinn er um margt öðruvísi en dýr en að það sé hatursfullt að segja að við séum hluti af dýraríkinu veldur að allir líffræðingar þurfa að búa sig undir að vera sakaðir um hatursglæpi. Þó við séum frábrugðin öðrum dýrum að mörgu leyti þá eru ekki kynin fleiri í náttúrunni.

Að halda fram að slík yfirlýsing sé hatursfull og ómannúðleg er að gera hófsama yfirlýsingu sem róttæka. Það hjálpar bara þeim sem vilja átök í umræðuna.

Það er ekki róttækt að halda fram að líffræðilega kona geti fætt barn. Ef eitthvað er ómannúðleg er það að kalla konur ,,fæðingarfólk” eins og lagt er til í skýrsla nýju barnalaganna.

Það er þversagnakennt að samfélagsskýrendur eins og Kihl leggi áherslu á umburðarlyndi sem eina af fremstu dyggðum mannsins en komi fram á sama tíma með óþolandi hegðun gagnvart þeim sem hafa aðrar skoðanir.

Eitt af því sem aðgreinir menn frá öðrum dýrum, óháð því hvort maður skilgreinir sig sem kynið sem maður fæðist með eða eitthvað annað, er hæfileiki okkar til gagnrýninnar hugsunar.

Ég skora hér með á Jens Kihl til að beita hæfileikum sínum til gagnrýnnar hugsunar næst þegar hann langar að kasta bensíni á eldinn í umræðunni um kynferði, svo að hann geti forðast að brengla stöðu andstæðinga sinna.”

Hér er krækja að greininni.


Hvað er kona- kvenkyns fullorðinn einstaklingur

Konur eru skapaðar með þannig mjaðmagrind að þær hafi tök á að ganga með og fæða börn.  Meira að segja mörg hundruð árum eftir að maður hefur lagst til hinstu hvílu er hægt að finna út hvort um konu eða karl sé að ræða. Ekkert annað!

Konur geta haft barn á brjósti. Eftir á bera brjóstin bera þess merki að í þeim var mjólkurframleiðsla. Aðrir en konur geta ekki mjólkað handa barni sínu. Aðrir geta ekki haft barn á brjósti. Einfalt!

Konur verða ófrískar. Konur hafa leg til að fóstra barnið á meðan það vex og dafnar. Legið þenst út. Eftir fæðingu dregst legið saman t.d. þegar barnið er á brjósti. Enginn annar en kona hefur leg. Stundum er það fjarlægt vegna veikinda. Einfalt!

Kvenkynið hefur á klæðum. Stúlkur byrja á blæðingum frá ca 11 ára aldri. Blæðingar stoppa þegar kona verður ófrísk. Blæðingar stoppa þegar breytingarskeiðið hefst, í ferlinu eða þegar það endar. Enginn hefur á klæðum nema kona. Einfalt!

 

Þeir sem lesa þetta ættu ekki að lenda í vandræðum með að segja hvað KONA sé.


Nei, samfélagið passar ekki börnin

Í grein Hallgeirs Jónssonar, sem birtist á Vísi ekki fyrir löngu, stendur ,, Samfélag sem heldur því beinlínis að börnum og ungmennum að hægt sé að „fæðast í röngum líkama“ stendur að mínu mati ekki vörð um réttindi þeirra.“ Tek undir orð hans enda hef ég persónulega gagnrýnt að þessu sé haldið að börnum sem og að kynin séu fleiri en tvö.

Foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna þurfa að hugsa sinn gang. Hafa misst sjónar á hlutverki sínu. Margir beina nefinu upp á við þegar fólk talar um hinsegin væðingu barna. Hatursorðræða og fordómar heyrist gjarnan frá þessu fólki, kennurum, samtökum og bæjarfélagi.

Pia þingmaður í Danaveldi segir ,, Málið er, börn prófa, og hlutverkaleikur er náttúrlegur hlutur af æskunni. Vandamálið hefst kannski þegar fullorðnir byrja að leika með og ýta undir duttlunga barns og undarlegar hugmyndir.“

Því miður hefur skólasamfélagið hoppað á vagn transvæðingarinnar og þeir kennarar sem hafna slíku þora ekki að láta í sér heyra. Gettu af hverju? En Pia bendir réttilega á að afsökun fullorðna fólksins fyrir að taka ekki ábyrgð, ,,Það dapurlegast er að við höfum breytt börnum í litla fullorðna og látið ábyrgðina á yfir lífi þess yfir á þeirra herðar af því foreldrarnir standa ekki undir ábyrgðinni og að verða óvinsæl.“

Hallgeir tekur í sama streng og Pia þegar hann segir ,, Íslenskt samfélag er komið á þann stað að börn alveg niður í leikskólaaldur eru farin að skilgreina sig sem trans. Er það þróun sem ber að fagna? Vitanlega er sjálfsagt að leyfa börnum að prófa sig áfram þegar kemur að kyntjáningu en að sama skapi er að mínum dómi skaðlegt að samfélagið og hinir fullorðnu komi fram við slík börn eins og þau séu með einhverskonar fæðingargalla sem þurfi að „leiðrétta“.“

Menntamálastofnun hefur gerst sek um rangfærslur um að við getum okkur til um kyn við fæðingu barns. Já þetta er í skólabókum barna. Pabbi og mamma vita ekki hvaða kyn þú ert, þau geta sér til um það. Stundum geta þau rétt en ekki alltaf. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Rann í gegn án gagnrýni. Vona bara að kennarar séu skynsamir og noti ekki bók sem ber þvílíka þvælu á borð fyrir börn.

Eins og Pia segir ,, Æskan á að vera athvarf fyrir barnið þar sem ábyrgir og þroskaðir einstaklingar vernda það fyrir sjálfu sér.“ Við höfum mörg hver gleymt því!


Tilvist transfólks er ekki til umræðu

Alex Ivarsen, norskur blaðamaður, skrifaði grein í Kvöldblaðið um nornaveiðarnar á J.K. Rowling og aðra sem berjast fyrir réttindum kvenna. Merkilegt hve erfið og umfangsmikil þessi umræða er. Fyrir vikið má reikna með að einhver mislesi það sem ég skrifa og einhver eigni mér skoðanir sem ég hef ekki. Þess vegna vil ég taka fram, textinn fjallar fyrst og fremst um tjáningarfrelsið og það er aðalatriðið.

,,Transfólk er ekki til umræðu” segja transaðgerðasinnar og norskir starfsmenn í menningargeiranum.

Tilvist transfólks er ekki til umræðu. Það er Rowling og bandamenn hennar sem vilja ræða afleiðingarnar og áhrif lagafrumvarpa á líf kvenna og þær læknisfræðilegu meðferðir á börnum sem upplifa ónot af eigin líkama. Rowling segir þetta í hlaðvarði ,,engin umræða.” Þetta er spegilmynd af sjónarmiði bókstafstrúarmanna og ég á erfitt með að sjá skýrara dæmi um valdmannslega afstöðu.

Það er eins og þau segja: Þú hefur ekki leyfi til að vefengja hugmyndir mínar. Ef þú gerir það, ert þú sá vondi, ég er hinn réttláti.

Þess vegna vegna telja þau rétt sinn að hræða þig, gera líf þitt erfiðara, þvinga þig til þöggunar, setja lífsviðurværi í hættu og í öfgafyllstu tilfellunum nota ofbeldi gegn þér.

Rowling hefur rétt fyrir sér.

Fyrir frjálslynt fólk, sem andmælir því sem konur verða fyrir, er meðferðin að koma inn samviskubiti.

Ef við trúum því í raun og veru að hugsana- og tjáningarfrelsi skipti máli, ef við trúum því í einlægni að tjáningarfrelsið sé undirstaða þeirra frjálsu lýðræðisríkja sem við búum í, getum við ekki annað en viðurkennt hvernig konum, sem andmæla, er ógnað til þöggunar.

Hvort við erum sammála eða ósammála þessum konum skiptir ekki í grundvallaratriðum máli. Það sem við verðum að gera er að verja rétturinn til að tjá sig á gagnrýninn hátt og frelsi til að spyrja óþægilegra spurninga – um allt frá hagnýtri stefnu, afleiðingum lagafrumvarpa og undirstöðu læknastarfanna, til helstu heimspekilegra, málfarslegra og þekkingarfræðilegra spurninga sem liggja að baki allri kynjaumræðunni.

Ef við veljum að snúa baki við málstaðnum okkur til þæginda erum við, eins og annar frægur barnabókahöfundur skrifaði eitt sinn, ,,enginn manneskja bara lítill skítur” (ingen människa utan bara en liten lort) (Astrid Lindgren, "Bræðurnir Ljóshjarta")."

Finna má færsluna á snjáldursíðunni hans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband