6.4.2021 | 11:21
Vona að þeir haldi sóttkví
Margir eru ekki samkvæmir sjálfum sér í þessu. Þegar heim er komið er freistandi að hitta fjölskyldu og vini. Hvað með þá sem búa ekki einir og velja að fara í sóttkví heima? Munu þeir halda það út? Mörg sjónarhorn sem þarf að skoða.
Smiti einhver, sem yfirgaf sóttkví á hótelinu, annan aðila væri hægt að sækja hann til saka. Enginn vill veiruna, eftirköstin eru mikil. Verður fróðlegt að sjá hvert framhaldið verður.
![]() |
Fimmtán ákveðið að fara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2021 | 18:56
Laga þarf löggjöfina
Ljóst að laga þarf löggjöfina. Auk þess mætti setja mun hærri sektir á þá sem halda ekki sóttkví. Í ljós hefur komið að þeir aðilar eru verstir þegar kemur að smitútbreiðslu. Finna þarf ráð til að halda fólki í sóttkví svo öruggt sé.
![]() |
Skyldudvöl dæmd ólögmæt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2021 | 18:35
Páskahátíð og dómsmál
Gleðilega hátíð.
Sóttvarnalæknir hefur ábyggilega eytt páskahelginni á annan hátt en upphaflega var gert ráð fyrir. Í þessum skrifuðu orðum liggur dómari undir feld og les lögin mjög vel sem gilda um sóttvarnir í landinu. Slæmt ef yfirvöld tapa. Fáir eiga ekki að stjórna því sem best er fyrir fjöldann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2021 | 09:47
Við heppin
að ástandið hér á landi er ekki svona slæmt vegna kóvid. Landinn getur vel við unað með þær takmarkanir sem við lifum við. Ferðalangar verða að sætta sig við sóttvarnarhúsið, ekkert slor. Ábyggilega hundleiðinlegt. Margir aflýst stuttum ferðum vegna málsins, gott. Fólk á ekkert með að koma ætli virði það ekki reglunar. Höldum áfram. Mikið í húfi að hafa fá smit.
![]() |
Útgöngubann um páska á Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2021 | 09:30
Hlaut að vera
Ég undraðist að sjá breytingu hjá ráðherra heilbrigðismála um Spán. Breyting, landið ekki lengur á hættusvæði. EF mæta á öllum þessum Íslendingum skil ég breytinguna betur. Gott eða slæmt, met það ekki. Vona bara að ekki einn einasti þeirra sem dvelja ytra beri veiru með sér heim.
Gleðilega hátíð.
![]() |
Margir eru flognir í sólina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)