18.4.2021 | 16:01
Fjárans sjálfhverfa
Ég um mig frá mér til mín. Svona hugsa þeir sem brjóta sóttkví. Ekkert sem minnir á að viðkomandi búi í samfélagi þar sem taka þarf tillit til annarra. Vona að viðkomandi fái háa sekt og ætti í raun að dúsa í fangelsi, alvöru frelsissviptingu. Manni gremst þegar svona fréttir koma.
![]() |
Hópsmit í leikskólanum rakið til brots á sóttkví |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2021 | 20:47
Þingmenn tapa fyrir nýliðum
Eftirtektarvert að margir núverandi þingmenn tapa fyrir nýliðum. Bjarkey tapaði hjá Vg og nú Líneik. Sömu sögu er að segja sunnanmegin á landinu. Hér er um ákveðið vantraust að ræða á störf þingmanna. Hvort nýliðarnir veiði fleiri atkvæði á eftir að koma í ljós.
![]() |
Ingibjörg mun leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2021 | 21:53
Kann ekki góðri lukku að stýra,
handvalið fólk inn á lista. Samfylkingin ætlar að höfða til kvenfrelsunarsinna og hafa lagt áherslu á það. ,,Líka ég hreyfingin" tröllríður öllu þar innan dyra sem og hjá fleirum flokkum. Hreyfingin misnotuð. Málefnin sem Samfylkingin talar fyrir sem og einstaka meðlimur innan hennar eru ekki áhugaverð.
Hef stundum kosið Samfylkinguna en eftir framkomu Heiðu varaformanns í garð feðra held ég mig langt frá henni. Staðan batnaði ekki þegar liðhlaupinn Rósa Björk bættist í hópinn en hún vill að ríkið sjái um fóstureyðingar á pólskum fóstrum.
![]() |
Kraumandi óánægja í Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2021 | 18:36
Samherjamenn gefa sig ekki
Skattsvik. Skúffufyrirtæki. Aflandsfélög. Afkomendur félaga. Dómur féll í Héraðsdómi. Eimskip skal greiða skatta hér á landi. Eigendur fallast ekki á það. Meirihlutaeign er hjá Samherja. Málinu skotið til Landsréttar. Vonandi eru þeir sama sinnist og Héraðsdómur. Hvað rekur fyrirtæki til að svíkja þjóð sína um lögmætar skattgreiðslur. Menn hanga ekki á horreiminni. Fyrirtækjum og stjórnendum til skammar. Vona að dómarar nái í skottið á sem flestum skúffufyrirtækum, með góðu eða illu.
Lesa má um fréttina hér, Eimskip tapar dómsmáli um dótturfélög í lágskattaríki | RÚV (ruv.is)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2021 | 08:10
Yndislegt
að lesa, eldra fólkið kemst aðeins út fyrir landssteinana. Vel gert að heimsækja frændur vora. Við hin bíðum bara róleg þar til röðin kemur að okkur. Njótið ferðarinnar segir ekki meir!
![]() |
Fyrsta hópferð Íslendinga er til Færeyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2021 | 09:46
Flónin...
eru tveir stjórnmálamenn og einn ritstjóri. Margir stjórnmálamenn gera sóttvarnir að kosningamálum. Þeir gera lítið úr sér. Pistlahöfundur í Kjarnanum tekur það saman hér Af djúpvitringum (kjarninn.is)
Sorglegt. Stjórnmálamenn í kreppu. Þurfa málefni til að hafa möguleika. Krækja í atkvæði fyrir flokkinn. Vilja á þing. Aumkunarvert að mínu mati að nota sóttvarnir og bólusetningar til þess. Fælir vonandi sem flesta frá þessu fólki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2021 | 22:06
Löggan leitar einstaklinga sem brjóta sóttkví...
segir Þórólfur í viðtali við Inga Björn á Viljanum. Góð umfjöllun sérfræðinga. Þingmenn í kosningaham. Þeir sem brjóta sóttkví og einangrun valda hertum sóttvarnaráðstöfunum.
Þórólfur segir að ráðherra dómsmála hafa opnað landamæri þvert á álit hans og viðvörun. Ráðherra veit meira en sótti og ákvað engu að síðu að hleypa fólki inn í landið með vottorð. Annað kom á daginn, ekki góð ákvörðun. Ráðherra hugsar um æskuna. hugsar ekki málið til enda. Kári segir á mjög penan hátt að ráðherra dómsmála sé kjáni.
Hér má hlusta á viðtal við Þórólf og Kára, Þarna gerði Alþingi Íslendinga illa í buxurnar - VILJINN
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2021 | 10:22
Aumt er það
þegar samflokksmenn haga sér svona. Í Noregi eru gerðar ríkari kröfur til þeirra sem fara fyrir landi og þjóð í tengslum við sóttvarnir en hér á landi. Hér geta ráðherrar og þingmenn hagað sér að vild án afleiðinga. Norski forsætisráðherrann fékk háa sektargreiðslu vegna brota á sóttkví með þeim orðum að hún eigi að fara eftir því sem hún boðar. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa gerst brotlegir við sóttvarnarlög og hvað gerðist? Einn þingmaður spókar sig í tilefnislausri ferð á Spáni þrátt fyrir tilmæli sóttvarnalæknis um að fólk geri það ekki. Vondar fyrirmyndir.
Ekkert athugavert að þeir sem standa fyrir sóttvörnum í landinu láti heyra í sér. Orðaval- hver og einn ber ábyrgð á því.
Úr frétt á mbl.is ,,Sør-Øst, Ole B. Sæverud, sagði á blaðamannafundi í morgun að Solberg væri í framvarðasveit landsins og þrátt fyrir að allir væru jafnir fyrir lögum hefði hún staðið fremst þegar kom að ákvörðunum er vörðuðu sóttvarnareglur. Því væri henni gert að greiða sekt en ekki eiginmanni hennar þrátt fyrir að hann sé talinn bera ábyrgð."
![]() |
Sigríður sendir Kára pillu vegna Trump-samlíkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2021 | 18:20
Ber að bólusetja
Mannréttindadómstólinn komst að góðri niðurstöðu. Foreldrum ber skylda að bólusetja börn sín gegn ákveðnum sjúkdómum ætli þau að nota þjónustu leikskóla. Gott að fá þetta á hreint. Væri skelfilegt að eitt barn geti sett önnur í hættu vegna andstöðu foreldrar við bólusetningar.
Í fréttinni segir ,,Þetta var fyrsti úrskurður dómstólsins um bólusetningar barna. Sextán dómarar af sautján voru sammála túlkun tékkneska ríkisins. Samkvæmt lögum þar í landi ber foreldrum skylda til að mæta með börn sín í bólusetningu við níu sjúkdómum, þar á meðal við mislingum, kíghósta, stífkrampa og barnaveiki."
Hér má lesa fréttina á Ruv.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2021 | 11:20
Góðar fréttir...en
hugsanlega geta margir verið mjög veikir heima hjá sér. Eftirköstin geta líka verið langvinn og erfið þó fólk hafi ekki veikst mikið. Slíkt kemur fram í Danaveldi sagði læknir sem rætt var við.
Mikilvægt að passa sig og umhverfi sitt. Þannig næst árangur.
![]() |
Færri innlagnir en spítalinn óttaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)