14.3.2022 | 21:12
Bölvaður dóni, Lilja Dögg ráðherra
Hroki og oflætisháttur Lilju Daggar er með ólíkindum. Lilja Dögg stóð sig illa með ráðherra menntamála og virðist það sama á döfinni nú. Merkilegt að svara ekki því sem um er spurt heldur með útúrsnúning og barnaskap. Að þetta líðist á hinu háa Alþingi er með eindæmum.
Vísir flutti frétt af málinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2022 | 12:50
Putin ætlar sér meira
og þetta er hluti af því. Beina flóttafólki inn í eigið land eða land velunnara sinna. Moldóva er hrædd um að þeir verði næstir ef Putin fær að taka Úkraínu á sitt vald. Móldóva er ekki aðili að Evrópu bandalögum. Þeir fá hvergi hjálp. Auðveld bráð segja þeir sjálfir. Sá í danska sjónvarpinu þátt þar sem rætt var við forsvarsmenn landsins.
Í reynd er það móðgun við fólk að bjóða þeim flóttaleiðir inn í gap óvinarins.
![]() |
Vildi ekki flóttaleiðir til Hvíta-Rússlands og Rússlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2022 | 10:40
Fátt eðlilegt við
að barn eigi eitt foreldri. Til að skapa barn þarf sæði og egg, úr konu og karli. Barnið á því alltaf tvo foreldra, hins vegar sér bara annað um uppeldið. Get ekki séð þá góðu þróun sem bent er á í þessu viðtali að æ fleiri börn alist upp án föður sem er mikilvægur í uppeldi hvers barns.
Þau forréttindi sem konur búa við þrífast svo lengi sem karlmenn hafa hagnað af sæðisgjöf fyrir þær. Við skulum hafa það á hreinu, hér er um forréttindi að ræða ekki mannréttindi þó mörgum konum finnist það. Sjálfsagt að þær borgi svona meðferð einar, samfélagið á ekki að taka þátt í svona forréttindagjörðum.
![]() |
Eðlilegt að eiga bara eitt foreldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2022 | 14:41
Hvenær tekur hún ábyrgð
á gjörðum sínum? Áslaug virðist geta vaðið uppi gegn lögum og reglum, sbr. Landhelgisgæsluna. Ábyrgð af hennar hálfu er hins vegar af skornum skammti. Brjóti þegar lög er þeim refsað.
Minnir á frekan krakka sem gerir það sem hana langar til. Hún var dómsmálaráðherra, ættu lögin ekki að vera henni nokkuð skýr, velti því fyrir mér.
![]() |
Segir setningu Ásdísar ekki í samræmi við lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2022 | 20:12
Karlarnir berjast, sonum fórnað
sem og eiginmönnum, feðrum, öfum og frændum. Litið er á það sem sjálfsagðan hlut að karlmenn verji ættjörðina á meðan konur og börn fara í skjól. Mörgum finnst þetta óréttlátt að eingöngu karlmenn skuli verða eftir til að berjast. Grafið í gömul gildi. Konur geta barist eins og karlar. Þær hafa styrk til þess, andlegan og líkamlegan. Gildi sem þessi verða ekki afmáð einn tveir og þrír í jafnréttisbaráttunni. Best væri að enginn þyrfti að berjast.
![]() |
Hugsar enn hvort þetta sé slæmur draumur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)