28.2.2022 | 14:47
Páley lætur hrífast með ,,metoo" hreyfingunni
og kannski ekki síður Samherjamálinu. Velur að setja blaðamenn í réttarstöðu sakbornings. Sem betur fer er til viti borið fólk, dómari sem kann að beita lögunum. Það hefur gerst og er Páley gerð afturreka með ásakanir sínar. Fréttablaði greinir frá dómsniðurstöðu.
Páley ætlaði að skora hjá þeim sem aðhyllast öfga í ,,metoo" hreyfingunni. Ætlaði að taka málið i sínar hendur. sýna hvað í henni býr. Hún brotin á bak aftur. ,,Í dómnum komi einnig fram að af þeim gögnum sem lögð hafi verið fram verði ekki séð að brotaþoli, Páll, hafi leitað til lögreglu vegna persónulegu myndbandanna sem lögreglan vísar í í kröfugerð sinni. Þá hafi Páll ekki lýst yfir áhyggjum af afdrifum myndbandanna."
Páley varð á í messunni. Hún á að axla ábyrgð. Fór langt yfir sitt valdssvið.
Ekki batnar það að Páley kærir niðurstöðuna, hún er á nornaveiðum ekki embættisgjörðum!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.2.2022 | 09:39
Ruv stendur sig mjög illa
í fréttaflutningi af stríðinu í Úkraínu. Miðað við aðrar norrænar sjónvarpsstöðvar fær Rvu falleinkunn. Notar 10 mínútur af sjónvarpsfréttir á þennan heimsviðburð sem fæst okkar áttu von á að upplifa. Sem betur fer getur fólk sem skilur ensku og norræn tungumál fylgst með á öðrum stöðvum, hafi það þær.
Norrænu stöðvarnar sendu fréttaskýringaþátt í morgun um ástand næturinnar. Þjóðverjar senda vopn og margar aðrar þjóðir íhuga það sama. Markvert að Þjóðverjar skipta um skoðun um sendingu vopna. Þeir eru þekktir fyrir að senda ekki vopn til þjóða í stríði.
Ruv þarf að hysja upp um sig buxurnar ætli þeir að kalla sig alvör fréttastofu og sjónvarp allra landsmanna.
Umhverfisslys átti sér stað þegar Rússar sprengdu gasleiðslu. Olíulager logar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2022 | 09:36
Almenningur hefur efni á
þeim vörum, svo endilega leyfa útflutning en stoppa nauðsynjavörur! ,,Ítölsk yfirvöld hafa einnig talað fyrir því að lúxusvarningur á borð við vörur Gucci og Prada verði undanþeginn aðgerðapakka Evrópusambandsins, svo að áfram sé hægt að flytja út vörur lúxusmerkja til Rússlands. Yfirvöld í Belgíu hafa sömuleiðis talað fyrir því að gimsteinar verði undanþegnir aðgerðunum, en Antwerpen er ein stærsta miðstöð demantsverslunar í Evrópu." Hégómi. Mér finnst þeir liðhlaupar ef þetta verður gert. Lúxusinn þarf enginn. Má stoppa þetta. Hins vegar þurfa allir mat og matarafurðir, ef undanþágur verða veittar.
![]() |
Vilja leyfa útflutning lúxusvara til Rússlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2022 | 10:47
Aðför að kennarastéttinni, Sagan okkar!
Samtökin Sagan okkar, UNICEF, Barnaheill, Save the children og Heimili og skóli hafa með yfirlýsingum sínum hafið aðför að grunnskólakennarastéttinni. Málið er dómurinn sem Dalvíkurbyggð tapaði vegna ólöglegrar uppsagnar kennara. Málið átti að vinna öðruvísi og veita skriflega áminningu.
Samtökin fordæma að sveitarfélagið hafi verið nefnt og þannig hafi allir vitað um hvaða barn var að ræða. Hvernig getur það verið að almenningur finni út úr um 300 barna hópi um hvaða barn er rætt. Auðvitað vissu allir í bæjarfélaginu um hver málið snérist og þeir sem hafa sagt öðrum frá. Aðrir ekki. Foreldrarnir stigu fram og opinberuðu að um sitt barn væri að ræða. Af hverju, þau voru ósátt við frásögn kennarans af sinni upplifun af málinu. Verið var að dæm um ólögleg uppsögn.
Hef misst allt álit á þessum samtökum. Var ekki mikið fyrir. Samtökin hafa aldrei tekið upp hanskann fyrir börn sem eru beitt tálmun, sem er ofbeldi. Það ofbeldi þrífst án afskipta þeirra. Þannig þau velja úr hvað skal berjast fyrir og hvað ekki.
Enginn grunnskólakennari samþykkir kinnhest. Enginn grunnskólakennari á að sætta sig við ofbeldi. Yfirlýsingar frá þessum samtökum setur þau niður, segja má að þau notfæri sér sorglega stöður fjölskyldna til að koma sér á framfæri.
Sagan okkar gagnrýnir afsökunarbeiðni KÍ sem vissulega má deila um frá báðum hliðum séð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2022 | 17:28
Er maturinn til helvítis tussan þín?
Hugsið ykkur ef barn talar svona við móður sína. Eða föður, ,,Af hverju ertu svona fokking heimskur, er ekkert á milli eyrnanna á þér?"Velti stundum fyrir mér hvort foreldrar láti tala svona við sig. Efast það, mörgum yrði sennilega brugðið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2022 | 19:54
Réttur kennara- kinnhestur
Á dögunum var grunnskólakennara dæmdar nokkrar milljónir í bætur fyrir ólögleg uppsögn. Smámunir miðað við skaðann. Málið fór fyrir dóm og má undrast af hverju aðilar sömdu ekki um málið áður en það fór svo langt. Í fyrirtöku er rætt við aðila málsins sem eru Félag grunnskólakennara fyrir hönd grunnskólakennara og Dalvíkurbyggð. Aðrir koma ekki að málinu.
Í fyrirtöku segir hvor sína sögu. Kennarinn segir frá upplifun sinni af atburði sem hann lenti í. Sveitarfélagið segir frá sinni hlið. Kinnhestur kennarans var aðalmálið og brottrekstrarsökin.
Úrvinnsla málsins var ekki samkvæmt lögum og reglum, hvorki kjarasamningi kennarans né heldur um opinbera starfsmenn. Dómurinn rökstyður það vel.
Foreldrar barnsins stigu fram til að segja sína sögu. Málið er að í þessum málaferlum skiptir saga þeirra engu máli. Barnið er ekki aðili að málinu. Auðvitað hefur barnið aðra sögu að segja. Hins vegar tek ég undir, athugasemdir á samfélagsmiðlum er engum til sóma, frekar en skrif þeirra.
Það sem mér fannst gott að lesa í dómnum voru eftirfarandi:
,,Ágreiningur málsins lýtur að lögmæti uppsagnar stefnanda hinn 7. júlí 2021, en þann dag var henni sagt fyrirvaralaust upp starfi sínu sem leikfimiskennara við [ ]skóla. Í hnotskurn snýst málið um það hvort kinnhestur sá er stefnandi veitti nemandanum hafi átt að leiða til áminningar eða fyrirvaralausrar brottvikningar úr starfi. Málavextir eru ágreiningslausir og hefur stefnandi ávallt viðurkennt brot sitt.
Hér er líka atriði sem margir foreldrar ættu að skoða og ekki síður kunna. Nauðsynlegt að brýna fyrir börnum sínum, því samnemendur líða oft fyrir börnin sem geta ekki farið eftir fyrirmælum, fara ekki eftir skólareglum eða sýna almenna kurteisi. Börn sem það kunna virðast oft raddlaus sem og foreldrar þeirra.
,, Dómurinn telur að ekki sé unnt að líta á einangrað á kinnhest þann sem stefnandi gaf nemandanum, svo sem stefndi kýs að gera, heldur verði að líta heildstætt á málið svo að unnt sé að meta hvort um gróft brot sé að ræða af hálfu stefnanda eða ekki. Öll framkoma nemandans fór í bága við 2. mgr. 14. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, en þar segir að nemendum beri að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.
Spyrja má hvort aðrir nemendur eigi ekki að njóta kennslu kennarans þrátt fyrir allt. Dómurinn tekur á því sem betur fer og vonandi öðrum víti til varnaðar.
,, Dómurinn telur viðbrögð stefnanda skiljanleg í ljósi aðstæðna þótt ekki sé hægt að samþykkja þau. Eins og mál þetta liggur fyrir telur dómurinn að atvikið sé ekki gróft brot í starfi þannig að það réttlæti brottrekstur án fyrirvara. Þá hefur stefndi ekki sýnt fram á að viðvera stefnanda á vinnustað myndi valda skaða fyrir starfsemi skólans eða nemendur og kennara.
Að mínu mati er þetta verulega sorglegt, þegar á reynir svíkur vinnuveitandi og stjórnendur skólamála.
,, Þá telur dómurinn að miski stefnanda sé verulegur. Fyrst er það að nefna að ólögmætt var að reka stefnanda fyrirvaralaust. Þá verður ekki litið fram hjá því að stefnandi var starfsmaður stefnda, sem hvorki gætti hagsmuna hennar né sýndi henni stuðning, svo sem stefnda bar að gera sem vinnuveitanda hennar. Þá hafi stefndi ekki leiðbeint stefnanda um að hafa einhvern með sér á fundi, til að draga úr yfirburðastöðu stefnda gagnvart stefnanda, en yfirleitt voru tveir aðilar frá stefnda á fundi með stefnanda. Ekkert virðist hafa verið unnið úr atvikinu af hálfu starfsmanna stefnda og t.d. hafi hvorki verið haldinn sáttafundur með stefnanda og foreldrum nemandans, né annað.
Væri hægt að tína margt fleira sem dómurinn fjallar um. Svona meðferð af hálfu vinnuveitanda á ekki að líða. Launþegar geta vissulega fagnað, réttindamál sem varðar marga.
Í þessu tilfelli átti skrifleg áminning við ekki brottrekstur.
20.2.2022 | 11:58
Ofbeldi kvenna falið vandmál
sem og ofbeldi kvenna í garð barna. Áhugaverð skrif. EF allir sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu konu/móður yrði hægt að gafa út þykkar bækur. Verst er sú afneitun sem á sér stað í samfélaginu um vandann.
,,Það væri hægt að hafa þessa sögu miklu lengri en hún er skrifuð til að sýna fram á það að karlmenn beita ekki bara ofbeldi, konur gera það líka og núna virðist sumar konur beita miklu meira ofbeldi en áður og nota samfélagsmiðla til þess. Þær virðast beina sér sérstaklega að þekktum mönnum í samfélaginu án þess að hafa eitthvað í höndunum nema sögur. Gróa á leiti gerir engum gott og að hegða sér svona segir mikið um þessar konur heldur en karlmennina. Sumar konur á netinu eru einfaldlega versta tegundin af ofbeldisfólkinu."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2022 | 07:15
Af hinu góða og ætti
að teljast eðlilegur þáttur í málinu. Auðvitað vilja blaðamenn vita um réttarstöðu sína eins og aðrir. Hafi lögreglustjórinn vald til að boða blaðamenn í yfirheyrslu sker dómarinn úr um það, samkvæmt lögum. Þá þarf enginn að deila við dómarann. Gott að fá úr því skorið í svona ágreiningsmálum, eitt skipti fyrir öll.
Uppljóstranir munu verða áberandi á komandi árum og áratugum og því nauðsynlegt að hafa dómsúrskurð um réttmætið. Verður, að mér sýnist, auðveldara að fara í gögn fólks og fyrirtækja með tækninni.
Allur er varinn góður þegar Samherjamál er annars vegar.
![]() |
Kærir aðgerðir lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2022 | 15:23
Ófaglærðir snyrtifræðingar- gerum við ekki meiri kröfur?
Um jólin fékk ég gjafabréf, dekur. Yndislegt. Hlakkaði til. Stofan er á Nýbýlavegi í Kópavogi og heitir 101 Spa. Pantaði tíma strax eftir jólin í lúxus fót- og handsnyrtingu sem átti að taka tvo tíma. Sjaldgæft að ég nýti þjónustu snyrtifræðinga. Veit þó hvað dekur felur í sér. Þekki handbragð snyrtifræðinga.
Mæti á ópersónulega stofu
Þegar ég kem inn á stofuna mætir mér afar ópersónulegt umhverfi og þjónusta. Stúlka í síma sem leggur hann niður þegar ég kem að afgreiðsluborðinu. Stúlkan, sem talaði þokkalega íslensku, bendir mér á sófa til að bíða í. Geri það. Eftir stutta stund býður hún mér eitthvað að drekka. Þáði kaffibolla- sem kom reyndar aldrei. Þar sem dekrinu fylgdi lökkun á neglur þurfti ég að velja lit á naglalakkinu. Afgreiðslustúlkan kom með körfu, rétti mér hana og sagði mér að velja. Sem ég og gerði. Sjálf átti ég að passa upp á lakkið.
Byrjað á handsnyrtingu
Eftir smá stund kemur um stúlka og ljóst hún er ekki af íslenskum uppruna. Hún talaði við mig í boðhætti, komdu, sestu. Ég var enn í úlpunni og spurði hvar ég gæti hengt hana upp. Þarna var svarið og mér bent á fatastand. Þegar ég sest í stólinn og rétti fram hendur tek ég eftir að síminn hennar liggur á borðinu við hlið hennar. Handsnyrtingin byrjar. Stúlkan segir svo ,,klippa og reiknaði ég út að hún væri að spyrja um neglurnar. Sagði henni að hún væri sérfræðingurinn og ætti að ráða því. Neglurnar pússaðar og þegar hún ýtti naglaböndunum upp án þess að mýkja þau var það vont. Á einni nöglinni kom, æi, hjá mér. Nú átti ég að þvo hendur, stúlkan sagði ,,þvo og benti mér á vask hjá afgreiðslunni. Ég hlýddi og þegar ég snéri til baka var hún í símanum, skoða hvað hefði gerst í hinni víðu veröld!
Stúlkan tók upp brúsa las utan á hann og setti á aðra höndina og nuddaði. Þegar kom að hinni höndinni tók hún kremtúbu, las utan á hana og setti á hina höndina. Sitt hvort efnið á sitt hvor höndina. Þá var mig farið að gruna að hér væri ekki um sérfræðing að ræða heldur ófaglærðan einstakling. Þessu lauk svo með orðunum, komdu! Fékk indælan kaffibolla á meðan ég beið eftir að lakkið þornaði.
Fótsnyrting í köldum sal
Passa neglur voru orðin sem stúlkan sagði þegar við komum inn í salinn. Ég var klár á því, nýlökkuð. En þarna stóð ég eins og illa gerður hlutur, átti að passa neglur en var í skóm og sokkum á leið í fótabað. Nú voru góð ráð dýr. Nota öllu jöfnu ekki naglalakk svo ég var í stökustu vandræðum hvernig beita á fingrum í svona aðstæðum. Var lengi að koma mér úr skóm og sokkum. Að sjálfsögðu tókst mér að rífa smá lakk upp af einum fingri. Þegar ég var um það bil að klára, að taka seinni sokkinn af, kom stúlkan mér til hjálpar. Meðan ég brasaði þetta fór hún fram á meðan ég meðan. Gef mér að hún hafi þurft að fylgjast með heimsmálunum því síminn var í annarri höndinni þegar hún kom.
Stólinn beið mín og nú þurfti ég að brjóta upp á buxnaskálmarnar svo þær færu ekki í vatnið. Sami vandi með nýlakkaðar neglur. Tókst þetta án teljandi vandræða. Þegar setið er í svona dekri myndast biðtími. Bíða, er sagt við mig. Í eitt skiptið sem ég átti að bíða tók stúlkan upp símann áður en hún lét sig hverfa og var horfin ofan í skjáinn.
Í salnum fór að kólna. Stúlkan sá að mér var kalt og spurði ,,úlpa og skildi ég svo að ég ætti að sitja í úlpunni í dekrinu. Nei mér fannst það óviðeigandi. Ákvað að harka af mér. Allt gekk þetta áfallalaust fyrir sig þó handbragðið hafi ekki verið eins og hjá fagfólki. Þegar þessu öllu lauk sagði stúlkan ,,búið. Þá vantaði um 25 mínútur upp á meðferðartímann.
Þá var að koma sér í sokka og skó, sem tókst með ágætum, ekki frekari skemmdir á lakkinu.
Enginn í afgreiðslu þegar ég fór
Venja er á snyrtistofum að í afgreiðslunni sé fólk sem fylgir viðskiptavinum úr hlaði. Spyr gjarnan hvort viðskiptavinurinn sé sáttur. Þakka fyrir komuna. Bjóða hann velkominn að nýju o.s.frv. eins og góðum þjónustuaðila sæmir. Því var ekki að heilsa á 101 Spa á Nýbýlavegi. Á bak við tjald mátti heyra tvær stúlkur á tali. Ég hunskaðist út.
Ég leitaði mér upplýsinga um hvað lúxushandsnyrting inniheldur og varð ljóst að ég fékk ekki það sem auglýst og keypt var. Fyrir utan hvað húsnæðið og þjónustan var fráhrindandi.
Ferð á snyrtistofu kostar sitt, hér er ekki um ódýra þjónustu að ræða. Sama með þessa ferð. Kvartaði á netfangi stofunnar. Sett var ofan í við mig á bjagaðri íslensku. Eftir tvo pósta, frá forsvarsmönnum 101 Spa, var ég spurð hvaða tillögu ég væri með. Ég vildi endurgreiðslu enda ekki fagaðili sem veitti þjónustuna og hún var ekki samkvæmt lýsingu á Hópkaup og væntingum. Tek fram að ég hef farið í svona meðhöndlun og vissi nokkurn veginn hvers var að vænta. Endurgreiðsla kom í byrjun janúar, sem er vel.
Þar sem gjafabréfið var keypt á Hópkaup hafði ég samband við þá. Þeir brugðust vel við og afsökuðu að þjónusta í gegnum þá uppfyllti ekki kröfur. Óskuðu eftir að heyra frekar um málið, varð við því.
Faglærður snyrtifræðingur
Lögin eru skýr. Til að veita svona meðferðir, eins og ég hef fjallað um, þarftu að vera löggiltur iðnaðarmaður. Í þessu tilfelli snyrtifræðingur. Ég spurði forsvarsmann stofunnar hvort stúlkan sem þjónustaði mig væri snyrtifræðingur- því hefur enn ekki verið svarað. Þegar snyrtistofa notar ófaglært fólk er það ólöglegt. Ráða á fólk með réttindin, varan er seld eins og fólk með réttindi veiti hana. Ekki hagnast neytandinn, sama verð fyrir þjónustuna. Hvet þá sem eiga gjafabréf á þjónustu 101 Spa að fara fram á faglærðan einstakling til að sinna meðferðinni.
Eru landsmenn sáttir við slíka þjónustu, spyr sá sem ekki veit? Hvet þá sem nota þjónustu snyrti- og nuddstofa að kanna hvort þjónustuaðilinn sé menntaður til verksins. Góð regla væri að hengja upp leyfisbréf þeirra sem starfa á stofunni, þannig getur viðskiptavinur séð og gengið út frá að starfsmenn hafi viðhlítandi menntun. Eða koma upplýsingunum á framfæri á heimasíðu.
Á meðan landsmenn skera ekki upp herör gegn ólöglegri starfssemi þrífst hún. Enginn getur breytt slöku siðferði eigenda gagnvart neytendum nema neytendur sjálfir.
Símanotkun starfsmanna í vinnutíma
Hér er málefni sem kallar á önnur skrif. Hrein hörmung að starfsmenn, sér í lagi í þjónustugeiranum, vogi sér að vera með síma sér við hlið í vinnunni og jafnvel í honum á vinnutíma. Hef orðið vör við þetta á öldrunarstofnuninni sem faðir minn býr á. Þar veigra starfsmenn sér ekki að vera með síma í tíma og ótíma. Kalla það stjórnendavanda að geta ekki bannað síma á vinnutíma. Flestir ef ekki allir vinnustaðir hafa síma þar sem hægt er að ná í starfsmann komi eitthvað upp á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2022 | 13:57
Grunnskólanemendur og kennarar smitast
en það þykir ekki fréttnæmt lengur. Margir starfsmenn skóla og nemendur smitast og ekki hægt að halda úti eðlilegu skólastarfi. Þegar vantar um helming nemenda í hverjum árgangi hefur það áhrif. Stjórnvöld tala samt um að skólastarf sé með öllu eðlilegt.
Stjórnendur skóla reyna að fylla í skarðið en tekst ekki. Kennarar mega taka á sig aukavinnu sem þeir kæra sig ekki um. Stuðningsfulltrúar eru látnir ganga í störf kennara til að halda úti kennslu, sem er bannað með öllu. Þeir mega passa börnin, sýna þeim kvikmynd eða láta þau spila, ekki kenna.
Stjórnendur leikskóla senda börn heim vegna manneklu, þeir mega það og eiga.
Vona að þetta ástand spítalana gangi hratt yfir, þó vonin til þess sé veik.
![]() |
24% starfsfólks smituðust á tveimur mánuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)