31.12.2020 | 13:06
Manneskja ársins á Ruv- í alvöru?
Ruv auglýsir manneskju ársins. Auðvitað er verið að kjósa mann ársins. Hvað veldur að þeir breyti þessu skal ósagt látið. Kannski þetta endalausa hjal um kynjað tungumál.
Íþróttamaður ársins er valinn, á bæði við um konur og karla.
Sigurður Sigurðsson orðar þetta vel á bloggsíðu sinni:
Athugasemd: Hér áður fyrr var valinn maður ársins. Hvað breyttist?
Tegundarheitið maður á við konur og karla. Það er beinlínis hallærislegt að velja manneskju ársins og fjarri hefðum. Í mörg ár völdu fjölmiðlar mann ársins og þannig var það orðað þangað fólk byrjaði að ritskoða sjálft sig án mikillar þekkingar.
Fyrir nokkrum dögum var hér birt tilvitnun í Laxdælu. Þar segir frá Höskuldi Dala-Kollssyni sem heyrði á tala manna og reyndust þeir vera Melkorka og Ólafur sonur þeirra. Þarf frekar vitnanna við?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2020 | 17:56
Laug upp á föður sinn
30.12.2020 | 16:01
Lífsnauðsynlegt
Ljóst að Bretum liggur á. Faraldurinn geysir þar í landi sem aldrei fyrr. Kannski samþykkja þeir bóluefni án þess að það veiti sömu vörn og þau sem eru komin á markað. Smá vörn er betri en engin vörn.
![]() |
Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2020 | 20:54
Takið ykkur taki konur!
Enn berast fréttir af að konur standi vaktina oftar en karlar á kóvídtímum. Orðin þreytt á fórnarlambshlutverki kvenna í þessum efnum. Takið ykkur taki konur, segið sambýlingi eða maka frá og jafnið vinnuna. Jafnréttið byrjar heima. Hættið kvarti og kveini og látið í ykkur heyra inni á heimilinu. Samfélagið getur ekki hjálpað ykkur inni á heimilinu.
Oftar en ekki vill konan stjórna. Maðurinn á að sinna heimilisstörfum eftir hennar höfði. Margar hliðar á málum sem gerast innan veggja heimilisins.
Einstæðir foreldrar standa að sjálfsögu einir vaktina, hvort heldur sem það er móðir eða faðir. Augljósar ástæður.
Dv er með enn eina fréttina um konur sem fórnarlömb.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2020 | 16:50
Afsaka sig í bak og fyrir
Eigendur Ásmundarsal reyna eins og rjúpa við staur að verja gjörðir sína. Það er skárra að segja að fjöldatakmarkanir voru í lagi en sóttvarnir ekki, í stað þess að segja við stóðum ekki vaktina. Hafi menn ekkert að fela er betra að þegja.
Lögreglan kom á staðinn. Þeir vonandi geta metið hvort hjónin hafi brotið fjöldatakmarkanir. Veitingahúsa- og bareigendur munu fylgjast náið með, enda þeirra rekstur undir.
Auðvitað á að sekta alla sem brutu sóttvarnarlög. Líka þá sem voru í slagtogi með fjármálaráðherranum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2020 | 12:48
Hengja bakara fyrir smið
Nú skal leita að blóraböggli fyrir fjármálaráðherra. Nú er það löggan sem skrifaði tilkynningu til blaðanna. Fjármálaráðherra þarf því ekki að axla ábyrgð, einhver annar ber hana. Mörgum finnst kjánalegt að kalla eftir afsögn. Slík gjörð fer er í samhengi við völd og stöðu í samfélaginu. Brot á lögum. Aðrir eru sektaðir.
Ráðherrar eru í enn viðkvæmari stöðu. Þeir setja lögin. Þeir hafa klifað á því við almenning að sýna samstöðu. Fjármálaráðherra er undanskilin, já og ferðamálaráðherra. Afsakið, takið ekki mark á hegðun okkar. Ykkur kemur hún ekki við ágæði lýður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2020 | 12:27
Rannsókn fyrir bóluefni
Íslenska þjóðin er rannsóknarefni ef stór hluti verður bólusettur. Spurning hvort lyfjaframleiðandinn hoppi á vagninn. Kaup, kaups. Við fáum bóluefni. Þeir fá niðurstöður.
Kári myndi ábyggilega stjórna slíkra rannsókn. Nú er að bíða og sjá. Við erum eins og þorp í hinum stóra heimi, hví ekki, rannsóknarþorp fyrir bóluefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2020 | 11:56
Hóflegur auðlegðarskattur o.fl.
Hef fá orð um grein Indriða. Hvet fólk til að lesa hana hér.
,,Skerðing velferðarþjónustu er einnig lítt skiljanleg þegar litið er til þess að næsta auðvelt væri að sækja tekjur til þess að komast hjá niðurskurði og það án þess að koma við pyngju almennings í landinu. Hóflegur auðlegðarskattur, sanngjörn veiðigjöld og eðlileg skattlagning eignarhaldsfélaga og sjálfstætt starfandi fjársýslumanna gæti gefið ríkissjóði árlega tekjur sem svara til allt að 2% af vergri landsframleiðslu og aukið um leið sanngirni skattlagningar og bætt tekjujöfnuð í landinu."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2020 | 11:34
Segðu af þér
Ríkisstjórnin brýnir þjóð sína. Ríkisstjórnin bannar fleirum en 10 að hittast. Ríkisstjórnin setur reglur svo ógerningur er fyrir gamla að vera hjá ættingjum sínum. Svona mætti lengi telja. Fólk sem á veikt foreldri kemur frá útlöndum of virðir sóttvarnalög til hins ýtrasta.
Fjármálaráðherra fer ekki eftir eigin lögum. Biðst afsökunar. Óviðunandi. Segja af sér. Ekkert minna dugir. Á að vera fyrirmynd. Fyrr má nú rota en dauðrota.
Segðu af þér, það er ábyrgð hegðun og eina afleiðingin sem þjóðin á að sætta sig við.
![]() |
Hefði átt að yfirgefa listasafnið strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2020 | 10:03
Burt með ráðherrann
Vammleysisreglan á að gilda um þingmenn og ráðherra. Nú hefur einn ráðherrann brotið hana, heldur betur. Ríkisstjórnin hefur brýnt þjóðina að sýna af sér skynsemi, hópast ekki saman og gæt að sóttvörnum. Einn ráðherrann gat það ekki. Burt með hann. Fyrr en seinna. Hefur misst trúverðugleika. Félegur félagsskapur sem hann umgengst sem kallar lögreglu sem sinnir starfi sínu ,,nasista."
Í útlöndum hafa ráðherrar og þingmenn sagt af sér fyrir brot á ströngum sóttvarnalögum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)