Nornaveiðar blaðamanna

Enn reyna blaðamenn að klína smitunum á starfsmenn á Landakoti, aðstandendur eða sjúklinga. Hvergi á Norðurlöndum eru slíkar nornaveiðar í gangi. Fréttamönnum til skammar svo ekki sé meira sagt.


Fórnarlömb umferðarslysa

Í dag er minningardagur fórnarlamba umferðarslysa. Slysavarnadeildin Dalvík sendir þeim kveðju sem hafa lent í slíku slysi. Hér má lesa kveðjuna.

 

 


Tálmunarfrumvarp Brynjars

Brynjar Níelsson reynir eina ferðina enn að ná réttlæti fyrir íslensk börn sem búa við tálmum. Þingmennirnir 18 sem hafa miklar áhyggjur af pólskum konum sem komast ekki í fóstureyðingu, ættu að leggja málstaðnum lið. Leggja börnum á landinu lið. Hér er um rétt barna að ræða að umgangast báða foreldrar sína. Tilhæfulaus tálmun á að vera refsiverð, eins og annað ofbeldi.


Gott að enginn var hengdur út

Skelfilegt að smit hafi náð fótfestu á Landakoti. „Það var greini­lega gríðal­ega mik­il dreif­ing á smitefni inn­an Landa­kots því hlut­fall smitaðra meðal út­settra var mjög hátt,“ seg­ir í skýrsl­unni." Eitthvað sem ekki er fyrirséð, sem betur fer. Starfsmenn hafa staðið sig vel. Þeir höfðu ekki val um að draga sig út úr umönnunin.

Fegin að menn hengdu ekki ákveðna aðila út fyrir smitin eins og nokkrir fjölmiðlamenn virðast vilja. Blaðamaður sorpritsins Stundarinnar vildi fá að vita hver bæri ábyrgð. Samt ber Stundin eða blaðamenn þeirra enga ábyrgð þegar þeir dreifa rógburði og ósannindum um fólk. 


mbl.is Ástand og aðbúnaður á Landakoti ófullnægjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskiptin ólíðandi

Þorgerður Katrín féll í áliti hjá mér. Að bjóða fram starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar til að gera fóstureyðingar á pólskum konum er óafskanlegt. Á Íslandi er framkvæmdar um 1000 fóstureyðingar á ári og þykir nóg um. Hefur ekkert með kvenréttindi að gera eins og þingmenn vilja láta í veðri vaka. Væri nær að berjast fyrir pólskar konur í heimalandi þeirra. Ræða við þingmenn og þá sem með völdin fara. 


mbl.is Sakaði Þorgerði Katrínu um „þvætting“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rósa Björk heldur áfram- við í skuld!

Við skuldum pólskum konum að þær geti streymt til landsins í fóstureyðingu segir Rósa Björk. Held að þingmanninum sé ekki viðbjargandi í þessum málaflokki. Pólskar konur sem streyma til landsins eru fjárhagsflóttamenn og koma  hingað til að þéna peninga, rétt eins og karlmenn. Þjóðin skuldar pólskum konum ekkert. Telji Rósa Björk sig skulda Pólverjum eitthvað verður hún að eiga það við sig. Þingið hafnar vonandi þessu bulli sem þingmennirnir 18 hafa langt fram á þingi. Þeim til skammar


Pólitískt morð

Mette hefur sennilega gert út af við feril sinn í pólitík. Verður fróðlegt að sjá í næstu kosningum hvort stjórnarflokkar gjaldi fyrir illa ígrundaði ákvörðun varðandi minkadráp.


mbl.is Ekki enn lagaheimild fyrir minkadrápi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæra smit á Landakoti?

Ég get svo svarið það. Hvaða fávita dettur í hug að spyrja hvort smitið sem komst inn á Landakot verði kært til lögreglu. Páll hefði átt að svara afdráttarlaust, að sjálfsögðu ekki, ekkert saknæmt átti sér stað. Standa með sínu fólki. Ég vorkenni heilbrigðisstarfsmönnunum sem þurfa að sitja undir slíku af hálfu blaðamanna og í einhverjum tilfellum aðstandendum. Eigi að sækja starfsmann til saka þá er eins gott að byrja úti í samfélaginu vilji einstaka fjölmiðlamenn finna sökudólg. Ætli þeir smituðu hafi ekki nóg með sig nú þegar og sér í lagi hafi þeir smitað aðra. Hélt mér hefði misheyrst, nei það var nú ekki.


Hjartanlega sammála

Sammála að fólk eigi að hafa tækifæri til að komast inn á öldrunarheimili ef það vill. Meira að segja mætti það fara fyrr inn á slíkt heimili áður en það missir heilsuna. Samvera með öðrum gerir flestum gott. Galli á kerfinu eins og það er í dag er að fólkið kemur of veikt inn og getur því ekki notið þess sem dvalar- og elliheimili hafa upp á að bjóða. Að búa heima eins lengi og fólki er unnt passar ríkiskassanum vel. 


mbl.is Ekki best að hafa fólk heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn feður

Feðradagur í dag. Til hamingju allir feður. Sumir heppnari en aðrir og njóta samvista barna sinna. Aðrir eru í forsjárdeilu. Enn aðrir fá ekki að hitta börn sín. Sumir feður mega lifa með tálmum af hálfu barnmæðra. Flóra í lífi ferða er mikil.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband