30.11.2020 | 18:09
Bannaður á Vísi
Hélt að maðurinn væri að grínast. Öfgafemínistar létu fræðin og söguna fara fyrir brjóstið á sér. Hélt við værum komin lengra en að slík skrif væru bönnuð af fjölmiðli.
Skelfileg staðreynd að háskólafólk sé flæmt úr stöðum sínum. Enn skelfilegra að menn skuli koma fram með ritrýndar bullgreinar þar sem rugli og þvælu er hampað og höfundar lofsungnir. Jöklaskrið, ofbeldi gegn konum er ein greinin segja þeir.
Harmageddon - Greinar Arnars bannaðar á Vísi - Útvarp - Vísir (visir.is)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2020 | 21:15
Kerfið bregst konum og hylgar líka
Aumt að hlusta á Rúnu segja frá mistökum kerfisins. Kerfið brást. Synd að konur standi í sömu sporum og hún.
Kerfið hyglar líka konum. Kerfið tekur ekki á tálmun barna, sem er form ofbeldis. Oftar tálma konur. Kerfið bregst börnum. Synd að börn standi í sömu sporum og önnur börn ár eftir ár.
29.11.2020 | 11:21
Fæðingarorlofið- gott skref og jöfnun tímans
Fæðingarorlofið kom til tals í Silfrinu. Margar konur og kvenréttindahópar vilja konur sem lengst út af vinnumarkaði í tengslum við fæðingu barns. Þvert á öll jafnréttissjónarmið. Auðvitað á vinnuveitandi að ganga að því vísu þegar hann ræður karl eða konu, að komi barn hverfa þau frá vinnu í jafnlangan tíma.
Mikilvægt að barnið hafi jafnan aðgang að föður og móður, ekki bara fyrsta árið heldur alla ævi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2020 | 17:57
Lög á verkfall flugvirkja
Ég er ekki hlynnt lagasetningu á verkföll. Samt geri ég undanþágu á skoðun minni. Þegar líf og limir eru undir. Ég geri líka undanþágu þegar endurtekið verkfall er hjá ákveðnum stéttum. Þær stéttir sem nota verkfall sem samningstæki, stöðu sinnar vegna, ekki neyðarúrræði hafa ekki samúð mína. Mér þykir skömm að þeim þingmönnum sem gera verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni að pólitísku þrætuepli. Píratar eru þar í sér flokki að mínu mati.
Í viðtali við forstöðumann gæslunnar kom fram að almenningur þyrfti að reiða sig á lögreglu og björgunarsveitir landsins á meðan verkfall varir. Já ég heyrði rétt björgunarsveitir landsins sem vinna sjálfboðið starf. Á meðan þokkalega vel launuð stétt hamlar björgun mannslífa á almenningur að reiða sig á sjálfboðið starf björgunarsveita. Mér þykir heldur langt gengið þegar svo er komið. Hafi flugvirkjar léleg laun, sjálfsagt að semja um betri kjör. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni virðast flugvirkjar ekki hanga á horreiminni. Þeir höfnuðu samningi til eins árs sem gaf þeim sama og öðrum launamönnum. Grunnlaun þeirra eru ekki af verri endanum og heildarlaun, með bakvaktarálagi, álagi og útköllum, mjög góð.
Flugvirkjar sem starfa við öryggisgæslu eiga ekki að hafa verkfallsrétt frekar en aðrir sem sinna slíkum störfum. Sýnir sig nú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2020 | 10:15
Því fyrr þvi betra
Að sjálfsögðu á að stoppa eignasöfnun kvóta. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa leikið sér í kringum núverandi lög. ,,Í núgildandi lögum miðast hámark aflaheimilda við 12%. Kaupi sjávarútvegsfyrirtæki hins vegar í öðru félagi, sem sömuleiðis á aflaheimildir, bætist það ekki við aflahlutdeildina."
Verður fróðlegt að sjá hvaða þingmenn greiða þessu atkvæði. Ljóst að Páll vill komast á þing í næstu kosningum. Tók ómakið af stjórnarandstöðunni.
![]() |
Vill girða fyrir meiri samþjöppun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2020 | 12:34
Ánægjulegt
Góðar fréttir. Því færri því betra. Vel hefur tekist að ná smitum niður í þessari atrennu. Spurning hve lengi. Margir horfa til jólahátíðarinnar. Halda fjölmenn boð og gleðjast. Vonum að það hafi ekki afdrifaríkar afleiðingar.
![]() |
Rúmur tugur á sjúkrahúsi vegna Covid |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2020 | 14:13
Verður fróðlegt
Verður merkisdómur þegar hann fellur. Mun kosta samfélagið töluvert komi þeir að þeirri niðurstöðunni að dómarnir standa ekki. Klúður frá upphafi til enda.
![]() |
Hefur áhrif á mörg hundruð dóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2020 | 13:26
Þak á verðtryggingu
Ríkisstjórnin hefur ekkert gert fyrir fólk sem eru með verðtryggð lán á kórónu1-tímum. Lánin halda áfram að hækka og margir misst atvinnuna. Auk þess hækka allar vörur og launahækkanir renna í hækkun vöruverðs.
Ríkisstjórnin mætti gjarnan setja þak á verðtrygginguna, almennt en sér í lagi nú þegar mörg heimili eiga í erfiðleikum. Þessi hópur hefur orðið út undan eins og margir aðrir hópar sem hrópa hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2020 | 20:13
Stelpur læra dúkalögn
Mikið er gaman að sjá og heyra í stúlkunum sem eru í læri í dúkalögn. Við þurfum að gera iðngreinunum hátt undir höfði og sér í lagi hjá stelpunum. Kvenfólk virðist velja háskólagreinar, eins og iðjuþjálfun, þroskaþjálfun, hjúkrunarfræði, kennararann svo ekki sé talað um sálfræðina ásamt fleiri greinum. Launalega séð afa iðnaðarmenn hafa það betra en kvennastéttirnar. Stelpur ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þær rjúka í háskólanám...og reyndar drengir líka. Mest um ver, læra það sem þau langar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2020 | 16:58
Feður eiga að nýta orlofið og gott betur
Frábært að feður fái nú fæðingarorlof jafnt á við móður og hafi möguleika til að fá 7unda mánuðinn gefi móðir eftir einn mánuð. Réttur barnsins til að vera með báðum foreldrum á fyrstu, og ekki síður mikilvægu, mánuðum lífs síns er virtur.
Vinnuþátttöku kvenna er heldur ekki stefnt í hættu með skiptingu orlofsins, nú er hvert foreldri jafnlengi, eða þar um bil, frá vinnumarkaði. Skiptir þá engu hvort um sólómóður, einstæða móður eða móður í sambúð með föður er að ræða. Allar hafa þær möguleik á 6-7 mánaða fæðingarorlofi.
![]() |
Ríkisstjórnin afgreiðir frumvarp um fæðingarorlof |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |