3.10.2024 | 19:32
Velja kennarar í grunnskólanum allsherjar verkfall eða skæruhernað?
Ekkert gengur í kjaraviðræðum grunnskólakennara. Það dylst engum sem fylgist eitthvað með. Formaður Félags grunnskóla hefur falið formanni Kennarasambandsins samningsumboð grunnskólakennara.
Nú þegar kjaradeildan er hjá ríkissáttasemjara má hugsa tvennt í stöðunni. Félagið er við það að semja eða íhugar verkfallsboðun.
Verði blásið til verkfalls eru tveir möguleikar.
Allsherjarverkfall þar sem allir grunnskólakennarar fara í verkfall. Góður kostur? Fer eftir því hvernig á það er litið.
Hinn kosturinn er skæruverkföll en bloggari kynntist þeim fyrst hjá Sjúkraliðafélagi Íslands. Skæruverkföll eru þannig að ákveðið stig fer í verkfall og helst þar sem það bítur mest. Í grunnskólanum er það yngsta stigið. Síðan væri hægt að hafa daga á stigunum.
Hvort grunnskólakennarar séu tilbúnir í verkfallsaðgerðir er fyrst vitað þegar kosning fer fram. Fari kennarar í verkfall þá er það röskun á námi nemenda en þannig eru verkföll. Markmiðið er að valda sem mestri röskun.
Fyrir nokkrum árum þótti kennarastéttinni óhugsandi að fara í verkfall, byggt á reynslu fyrri áratuga. Nýliðun í stéttinni er mikil, yngra fólk komið í grunnskólann og leiðbeinendur fleiri. Þessi samsetning gæti gefið annars konar niðurstöðu en fyrir fáeinum árum.
Hvað sem öllu líður, þá verður fróðlegt að fylgjast með á komandi vikum. Bloggari vonar að hann hafi rangt fyrir sér hvað verkfallsboðun varðar og að kjarasamningur sé handan við hornið.
Bloggar | Breytt 4.10.2024 kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2024 | 08:05
Hafa karlmenn skilning og upplifun af verkjum kvenna
Ríkisstjórn Viktoríuríkis tekur karlmenn með í heilsufarsrannsókn á verkjum kvenna.
Jacinta Allan forsætisráðherra Viktoríuríkis og ríkisstjórn hennar vita ekki hvað kona er. Þrátt fyrir að hafa ekki getað skilgreint helming íbúanna hefur hún pantað rannsóknina ,,The Inquiry into Women's Pain" sem er hluti af 153 milljón dollara kostnaði vegna heilsubreytingu kvenna segir Kirralie Smith.
Rannsóknin tekur við svörum frá ,,hverjum þeim sem skilgreinir sig sem konu, þó að hann kunni að hafa annað kyn við fæðingu." Það sem þeir vísa til hér eru karlmenn.
Ríkisstjórn Viktoríuríkis tekur því að svörum um sársauka kvenna, frá körlum, sem hafa allt annan lífeðlisfræðilega uppbyggingu og munu aldrei upplifa kventengda sársauka.
Fatnaður, lyf og skurðaðgerðir sem hylja karlmennsku mannsins breyta ekki æxlunarfærum hans frá karli til konu og hann mun aldrei skilja eða upplifa hvað það er að hafa kvenkyns æxlunarfæri.
Karlmaður mun aldrei þola breytingarskeið kvenna, legslímuflakk eða leghálskrabbamein, en samt vill ríkisstjórn Viktoríuríkis láta undan fantasíum sumra karla, um að þeir geti verið konur, með því að taka þá með í heilsufarsrannsókn kvenna.
Það er móðgandi og fáránlegt!
Þekktur skurðlæknir í Viktoríu, vildi ekki láta nafngreina sig af ótta við útilokun, talaði gegn þessu og sagði ,,kynstaðfestingar þjónustu eyðileggingu í heilbrigðisþjónustunni. Það verður að setja líffræðina framar sjálfsmynd. Hann segir ,,sjúklingar kynna fyrir læknum hið ,,nýja kyn og gefa ekki upp líffræðilega kyn sitt. Þetta hefur gífurleg áhrif á alla þjónustu.
,,Ef læknar segja eitthvað neikvætt er hægt að tilkynna það til eftirlitsaðila. Áfram heldur læknirinn ,,Yngri læknar eyða tíma í að læra hvernig á að tala við þetta fólk og einblína ekki á grunnatriðin eins og sykursýki, astma eða brjóstakrabbamein.
Læknar geta ekki gagnrýnt brjálæði stjórnvalda af ótta við útilokun eða sviptingu leyfis.
Hvernig er hægt að ætlast til þess að nokkur treysti ríkisstjórn eða lækni sem afneitar raunveruleikanum, hafnar vísindum og gaslýsir konur með þeirri lygi að karlmaður geti verið kona?
Greinina má lesa hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2024 | 07:20
Enn sýna trans aðgerðasinnar ofbeldisfulla hegðun
Eitthvað er það í fari kvenna sem trans aðgerðasinnum líkar ekki. Þær mega ekki koma saman til að ræða sín mál, réttindi sem tekin voru af þeim með lögum um kynrænt sjálfræði. Bakslag hefur orðið í kvennabaráttunni og það er stjórnmálamönnum að þakka. Engum öðrum. Þeir hafa með heigulshætti sínum látið undan þrýstingi fárra einstaklinga og gengið á rétt milljóna.
Kellie-Jay Keen varð enn og aftur fyrir ofbeldi
Stofnandi og skipuleggjandi ,,Let Women Speak viðburðanna varð skotmark á Nýja Sjálandi eftir að John Pesutto, leiðtogi frjálslyndra í Viktoríuríkinu, stimplaði hana sem nasista. Það gerðist eftir Melbourne mótmælin í mars 2023.
Um síðustu helgi greip trans aðgerðasinni til ofbeldis gagnvart henni. Hann notaði sömu aðferð og ofbeldisseggurinn á Nýja Sjálandi, hellti súpu yfir hana. Allt í nafni transins!
Hinn 34 ára gamli maður reyndi að flýja vettvang en var eltur uppi af konu og síðan handtók lögreglan hann.
Ofbeldismaðurinn er Lindsay, útskrifaður nemandi sem stærir sig af því á netinu að vera fyrsti starfsmaður Southampton Solent í jafnrétti og fjölbreytileika - þrátt fyrir að hafa ekki starfað þar síðan 2018.
Lögreglan í Suður-Yorkshire hefur staðfest að Lindsay, frá Barnsley, hafi verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir og mun mæta fyrir Sheffield Magistrates Court þann 25. nóvember.
Kellie-Jay Keen segir réttilega um ofbeldi mannanna, ,,Þeir hafa sannað mál mitt og við verðum að halda áfram og leyfa konum að tala."
Leyfum konum að tala
Viðburðurinn ,,Let Women Speak er haldinn á opinberum stöðum með opinn hljóðnema. Allar konur sem vilja tala mega það, deila reynslu sinni eða hugsun um samfélag sem vill þagga niður í konum, sérstaklega konum sem berjast fyrir kynbundnum réttinum, einkarýmum kvenna, þjónustu og íþróttum
Frú Kellie-Jay Keen laðar að sér mikinn mannfjölda. Stór mótmælendahópur mæti og eru það yfirleitt trans-konur (karlmenn) og aðgerðasinnar. Hún hræðist ekki þessa karla og viðkvæði hennar ,,ég tapa aldrei virðist fara fyrir brjóstið á þeim.
Atvikin er tvö
Kellie-Jay Keen ber saman atvikin og segir að síðast þegar þetta kom fyrir hana hafi hún verið hrædd um að detta í jörðin því þá gæti hún sennilega ekki staðið upp aftur. Henni fannst lífi sínu ógnað.
Tilgangurinn með síðara atvikinu var til að hræða konur til þöggunar. Konum líður eins og þær geti ekki talað opinberlega. Baráttufólkið hélt mótmælunum áfram en Kellie gagnrýndi lögregluna fyrir að passa ekki upp á öryggi kvenna. Hún sagði: ,,Mér finnst bara að ógnin við öryggi okkar sé ekki tekið mjög alvarlega. Ógn trans aðgerðasinna er ekki tekin mjög alvarlega."
Kellie-Jay Keen telur að trans aðgerðasinnar sé ,,útbreiddir í háskólunum" og bætir við: ,,Mér finnst mjög ógnvekjandi hversu mikil völd þessi sértrúarsöfnuður virðist hafa."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2024 | 07:11
Eiga strákar að baða sig með stelpum og karlmenn með konum?
Auðvitað er það í þágu almennings að upplýst sé að einstaklingur sem hefur ráðlagt íþróttafélögum að leyfa karlmönnum, sem segjast vera konur, aðgang að búningsklefum stúlkna og kvenna sé sjálfur karlmaður sem skilgreinir sig sem konu. Þetta segir Katrine Brøgger
Bloggið sem Lotte Ingerslev skrifaði fjallaði um trans-aðgerðasinnann Nadia Jacobsen, karlmaður sem skilgreinir sig sem konu, sem hefur ráðlagt Danska knattspyrnusambandinu til að breyta viðmiðum þar sem strákar og karlmenn sem skilgreina sig sem stúlkur eða konur fái aðgang að búningsklefum stúlkna og kvenna. Bloggið undirstrikar markmið Lotte, að upplýsa almenning um málið, hún eltist ekki við einstakling.
Löggjafar okkar hafa á hinn bóginn, með útvíkkun kafla 266b um hatursorðræðu um kynvitund ásamt jafnréttisnefnd okkar, heft málfrelsi borgara í þágu ímyndaðs góðs málefnis með því að ákveða að dómskerfi og fjölmiðlar gaslýsa íbúa með fölskum fornöfnum og gera menn að glæpamönnum fyrir að segja sannleikann; að karlmaður sem skilgreinir sig sem konu sé karlmaður.
Það er ljóst að stefnan á hendur Lotte Ingerslev og annarra sem berjast fyrir réttindum kvenna er liður í að þagga niður í þeim. Því má bæta við að sama gerist hér á landi, þagga á niður í þeim sem lofsyngja ekki trans-málaflokkinn eins og hann birtist þjóðinni.
Til viðbótar við stefnuna, samkvæmt kafla 266b í dönskum hegningarlögum, hefur trans-aðgerðasinninn Jacobsen höfðað einkamál gegn Lotte Ingerslev sem tengdi myndbönd Jacobsen á youtube við upphaflegu grein sína sem hún hefur nú breytt.
Frænka mín er 4 ára og fer í fótbolta. Þetta er fyrir hana og allar aðrar stelpur segir Katrine.
Hér má finna færsluna.
Til að svara spurningunni sem er fyrirsögnin er svarið einfalt í huga flestra, NEI. Kynskipta á einkarýmum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)