Áfram stelpur

er laglína í lagi sem valkyrjur kyrjuðu á Íslandi fyrir áratugum. Börðust fyrir réttindum kvenna.  

Eitthvað gerðist með marga kvennahópa á liðnum árum. Hóparnir láta sig ekki varða réttindi stúlkna og kvenna eftir að lög um kynrænt sjálfræði varð að veruleika víða um heim. Nú þegja konuhóparnir og réttindi stúlkna og kvenna eru fótum troðin, í nafni mannréttinda örhóps.

Íþróttir kvenna er eitt af því sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Sérstaklega keppnisíþróttir. Sundlið Bandakíkjana hefur ekki farið varhluta af þátttöku trans-kvenna. Það vakti athygli þegar ungur maður skilgreindi sig sem konu og fór að keppa meðal stúlknanna. Hann hafði síendurtekið sigur enda líkamsstyrkur hans allt annar en stúlknanna. Ekki líku saman að jafna.

Ekki nóg með að stúlkurnar þyrftu að keppa á móti trans-konunni heldur máttu þær deila búningsklefa með viðkomandi. Horfa á kynfæri karlmanns í kvennaklefanum. Eitthvað sem margar kærðu sig ekki um. En þær skyldu láta í minni pokann.

Nú hafa stelpurnar barið í borðið og sagt hingað og ekki lengra. Þær neita að taka þátt í sundkeppnum ef trans-konan tekur þátt í kvennaflokki. Hér má sjá frétt um málið.

Ég segi bara áfram stelpur, haldið áfram að berjast fyrir kynsystur ykkar alveg sama hvaða íþróttagrein á í hlut.

Íþróttasambönd áttu aldrei að leyfa þátttöku trans-kvenna í kvennaíþróttum. Hefði mátt spara mikil leiðindi og tilfinningarússíbana allra aðila.


Foreldrar barna með kynama í Svíþjóð hafa áhyggjur

Hittið okkur og ræðið málefnalega við foreldrana í stað þess að kalla okkur transfóbísk er fyrirsögn á grein foreldra barna með kynama (að líða ekki vel í eingin skinni) í Gautaborg skrifa. 

Við sem skrifum þetta innlegg tilheyrum Genid- félaginu sem hefur enga stjórnmálatengingu, er trúlaust og laust við hugmyndafræði, félag foreldra barna og ungmenna sem allt í einu upplifa að ,,þau séu fædd í röngum líkama.”

Foreldrarnir benda á að oft eru andlegir sjúkdómar undirliggjandi, tala þar um sjálfsskaða, ADHD, einhverfu, átraskanir, áföll, o.fl. Allt veikindi sem þarfnast annars konar umönnunar. 

Markmið foreldranna er að ungu fólki með kynama sé mætt með hreinskilni, varúð og að umönnun þeirra, eins og öll önnur umönnun, sé gagnreynd. Við elskum börnin okkar og viljum þeim það besta.

Við höfum lengi velt því fyrir okkur hvers vegna trans aðgerðasinnar og bandamenn þeirra hafi meiri áhyggjur af því að fordæma samtökin og okkur sem foreldra en að svara okkur í málefnalega.

Með því að láta áhyggjur sínar í ljós hafa tíu meðlimir greint frá áhyggjum þeirra vegna viðbragða heilsugæslunnar og skólans því foreldrar hafa ekki með beinum hætti staðfest kynvitund barnsins. Sumir voru sviptir umsjá barnsins á tímabili. Þetta gerðist áður en heilbrigðis- og velferðarráðuneytið breytti leiðbeiningum sínum úr þeirri umönnun ,,sem ætti að veita” í ,,má í undantekningatilfellum veita” innan ramma klínískrar rannsóknar.

Mikilvæg sambönd ástríkra foreldra, systkina, ættingja og vina hafa skaddast verulega vegna þeirra hugmyndar að hver sá sem samþykkir ekki strax og skilyrðislaust kynvitund barns séu hatursfullir og með transfóbíu sem ,,neitar tilvist transfólks.”

Hvað segjum við börnunum okkar eftir 10 ár ef við þegjum núna og þau draga okkur til ábyrgðar fyrir þöggunina?

Foreldrar barna með kynama krefjast umönnunar á börnum sínum sem eru öruggar og gagnreyndar. Þeir vilja líka umræður um málaflokkinn.

Jannika Häggström, talsmaður samtakanna Genid.

Hér má lesa innleggið í Gautaborgarpóstinum sem er mun lengra en það sem ég þýddi hér að ofan.


Foreldrafélag barna með kynama lætur í sér heyra

Norska þingið býður upp á framsögur í tengslum við bann á umbreytingarferli barna vegna kynama. Hér má lesa innlegg foreldrafélags barna sem glíma við kynama. Foreldrafélög voru stofnuð bæði í Noregi og Svíþjóð og bera sama nafn Genid

Hér má sjá innlegg norska félagsins.

Kæru kjörnu fulltrúar.

Ég heiti Igor Bukanov og er málsvari Genid Norge, neti foreldra barna með kynama. Foreldrafélagið hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög við bann á umbreytingaferli barns vegna kynama stangist á við vísindin.

Frumvarpið byggir á að kynvitund sé einu sinni ákveðin og breytist ekki.

Vitið þið að þessi forsenda er röng?

Leyfið mér að segja ykkur hvað vísindin segja:

  • Jú þau segja okkur að kynvitund þróast og breytist sérstaklega hjá börnum. Það er ekki óalgengt að barn geti skipti á milli ólíkra kynvitundar.
  • Rannsóknir sýna að flest börn með kynama sætta sig við líffræðilega kyn sitt fái þau leyfi til að fara í gegnum kynþrosann án læknisfræðilegra inngripa.
  • Mörg börn með kynama hafa innbyggða fordóma gagnvart samkynhneigð. Þau þurfa hjálp til að skilja samkynhneigðu tilfinningar sínar. Frumvarpið tekur þá hjálp frá börnunum.
  • Rannsóknir sýna líka að félagsleg umskipti, að skipta um nafn og fornafn, getur orsakað að barn festist í kynjamisræminu og þar með verður erfiðara fyrir barn að viðurkenna líffræðilega kynið sitt.

Þegar við vitum þetta allt, Hverning getum við þá samþykkt lög sem í reynd refsar foreldrum og meðferðaraðilum sem óska eftir að hjálpa barni á viðeigandi hátt og viðurkenna líffræðilegt kyn sitt?

Við hvetjum kjörna fulltrúa til að taka ábyrga afstöðu og hafna frumvarpinu í heild sinni. Annar möguleiki væri að fjarlægja það sem við kemur kynvitund úr texanum.

Takk fyrir mig.

Hér má hlusta á erindið.


Athyglisverð þróun

Sama gerist víða um vestrænan heim, líka hér á landi. Í Kanada hafa menn risið upp á afturlappirnar og mótmælt. Þar hafa þau staðið lengi yfir þó íslenskir fjölmiðlar hafi ekki sýnt því áhuga og gera ekki enn. Laglína er notuð í baráttunni ,,Látið börnin vera."

Norskir foreldrar hafa stofnað foreldrafélag. Grein um málið sem birtist eftir mig fyrir nokkru fór fyrir brjóstið á einhverjum hér á landi. Vitundarvakning er meðal foreldra og annarra um hvað er raunverulega að gerast.

Hér á landi hafa foreldrar mætt andstöðu yfirvalda, Heimili og skóla, Barnaheilla, skólastjórnenda, kennara og fleirum ef þeir mótmæla námsefni sem notuð er í kynfræðslu barna sem á ekki við um aldur þeirra. Manni sýnist samræming um ógeðfellt námsefni hafa náð tökum á skólakerfinu víða.

Ég segi bara áfram foreldrar, verndið börnin ykkar, það er ykkar hlutverk.

 

foreldrar í noregi


mbl.is Mótmæla kynfræðslu í grunnskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband