9.1.2021 | 10:03
Þrjár löggur á eitt barn
Barnið sem strauk að heiman, því mamman neitar að flytja lögheimili þess, hitt þrjá lögreglumenn, af báðum kynjum, þegar það steig út úr strætó í Borgarnesi. Lögreglumennirnir voru kurteisir og spurðu hvort barnið ætlaði langt. Nei, bara fyrir hornið var svarið. Í því koma pabbi barnsins.
Velti fyrir mér hvort það sé ekki heldur vel í lagt að senda þrjá lögreglumenn til að hitta barn. Tveir hefðu geta beðið í bílnum á meðan einn talaði við það. Nema þeir hafi átt von á óeirðum!
Sveitarfélag pabbans sýndi miskunn, ekki gerir móðir það. Leyfir barninu að vera í skóla þar til lausn finnst. Lausnin er að móðir flytji lögheimilið eins og barnið vill. Fjárhagslegur ávinningur kemur í veg fyrir það. Kerfið okkar er stórgallað þó svo barnamálaráðherra þykist hafa lagað það til hins betra.
Barnið tekur þetta með í reynslubankann, þegar mamma sendi lögguna á sig.
8.1.2021 | 15:24
Þessi súpa öll eru nú kölluð á Íslandi ,,kynjafræði,
Bloggar | Breytt 15.1.2021 kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2021 | 17:21
Eldmóður barns
Sú staðreynd að barn þurfi að berjast fyrir breyttu lögheimili er þyngra en tárum taki. Ekki laust við að orðspekin ,,Eldmóður er driffjöður lífsins. Án hans getur þú ekkert gert en með honum eru þér allir vegir færir, hafi komið upp í huga minn þegar ég heyrði um baráttu barnsins. Barnið vill búa hjá föður en móðir neitar að flytja lögheimilið vegna fjármagnsins sem hún fær með barninu. Kerfið hefur hingað til setið hjá. Hvers eiga börn að gjalda?
Barnavernd hefur tekið málið undir sinn verndarvæng, þó fyrr hefði verið. Hvernig málinu lyktar verður fróðlegt að fylgjast með. Margir spá að ekkert gerist því starfsmenn barnaverndarmála hér á landi séu svo hliðholl mæðrum að barn getur ekki treyst á að starfsmennirnir vinni faglega. Slæmt til afspurnar.
5.1.2021 | 15:38
Barnavernd á að ganga í málið þegar barn strýkur!
Forsjárdeilur fara illa með börn. Yfirvöld eru á stundum sein til verka. Kerfið er of seinlegt. Börn hljóta skaða af. Barn sem þjáist af áhyggjum, kvíða og jafnvel þunglyndi hefur beðið tjón vegna forsjárdeilu. Kerfið notar oft barn sem tilraunadýr í þágu fullorðinna. Barn er notað sem fórnarkostnaður fyrir fullorðinn.
Þegar kallað er á lögreglu vegna barns sem strýkur að heiman ber þeim að tilkynna málið til barnaverndarnefndar. Móðir barnsins sem strauk, sem ég hef sagt frá, opnaði barnaverndarmál á sjálfa sig. Ekki vanþörf á.
Barn sem strýkur frá lögheimili sínu tjáir sig með skýrum hætti. Ekkert réttlætir að halda lögheimili þar sem barn vill ekki búa. Þegar barn sem berst fyrir breyttu lögheimili strýkur má vænta að tekið verði á málinu. Eðli málsins samkvæmt tekur við vinna með barnaverndarnefnd og fólki sem á að hafa vit fyrir foreldri. Barnaverndarnefnd getur vistað barn utan heimilis. Fólk sem á að hugsa um hag barns tekur vonandi af skarið.
Tímabært að fagfólk láti hendur standa fram úr ermum og fari eftir því sem barnið vill. Verður það gert? Fróðlegt að fylgjast með.
Blessað barnið, mjög hugað, er neytt til að taka málið í eigin hendur. Móðir og kerfið hefur brugðist því.
4.1.2021 | 06:51
Löggu sigað á barn, í stað flutnings á lögheimili
Barn sem fær ekki lögheimili sitt flutt til föður stakk af. Barninu var neitað um að fara til baka eftir áramótafrí hjá móður, hefur verið hjá föður s.l. fimm mánuði. Lögheimilið er hjá móður. Barnið sá enga aðra leið en að stinga af. Barnið stakk af til að komast á stað sem því líður vel og vill vera á. Móðir neitar lögheimilisflutningi því tekjumissir er yfirvofandi verði það gert.
Barnið var í sambandi við föður sinn daginn sem það stakk af. Faðir lætur móður vita að barnið hafi tekið strætó og sé á leið til sín. Vildi ekki að móðir hefði áhyggjur þegar barnið skilaði sér ekki heim eftir veru hjá vini.
Þegar í Borgarnes kom beið löggan eftir barninu, að beiðni móður. Barnið sá við móður sinni og hafði beðið föður sinn að koma þangað og sækja sig. Löggan gat ekkert aðhafst þvi faðir barnsins var á staðnum. Barnið sá við móður sinni. Barnið berst fyrir lögheimilisflutningi. Barnið vill halda áfram að búa hjá föður eins og það hefur gert s.l. fimm mánuði, í öðru sveitarfélagi. Ganga í skóla þar. Barnið komst í skjól að þessu sinni. Spurning hve lengi.
3.1.2021 | 10:30
Móðir neitar að færa lögheimili barns sem vill ekki búa hjá henni
Nýr vinkill í forsjármáli. Barn vill búa hjá föður sínum, sem býr ekki í sama bæjarfélagi og móðir sem er lögheimilisforeldrið. Barnið hefur verið hjá föður sínum frá því í haust og gengur í skóla þar. Barninu líður vel og vill ekki breytingar. Nú vill sveitarfélagið sem faðirinn býr í fá greiðslu með barninu vegna skólagöngu þess. Sveitarfélagið sem móðir býr í neitar. Móðir neitar að færa lögheimili barnsins, þrátt fyrir skýran vilja þess um hvar það vill búa. Móðir er einráð. Faðir sér um barnið og borgar meðlag og hefur gert í nær hálft ár. Ástæða neitunarinnar er að móðir hagnast fjárhagslega á lögheimilinu. Tekjur dragast saman ef hún lætur undan vilja barnsins.
Nú styttist í að barninu verði úthýst úr grunnskóla vegna afstöðu móðurinnar. Kerfið gerir ekkert. Allt sem fer inn í kerfið varðandi barn tekur heila eilífð. Barnaverndarnefnd gæti tekið af skarið en gerir það ekki. Spurning af hverju! Kannski þokast eittvað í málinu þegar barnið fær ekki að stunda lögboðið nám í grunnskóla vegna afstöðu móður.
1.1.2021 | 13:26