Þá veit hún hvernig feðrum líður sem fá ekki að hitta börn sín

Þessi kona stökk fram á ritvöllinn til að rakka feður niður sem berjast fyrir að hitta börn sín. Hún var ein af þeim konum sem telja feður sem berjast fyrir rétti barna sinna ofbeldismenn. Auðvitað rangt hjá henni, stór hluti feðra, rétteins og mæðra, eru ekki ofbeldismenn. Þessi ágæti ritstjóri finnur nú á eigin skinni hvað það er að hitta ekki börnin sína. Geta ekki faðmað þau og talað við þau og horft í augu þeirra. Boðið þeim góða nótt með koss á kinn. Haldið í höfn þeirra. Setið og spjallað yfir sjónvarpinu.

Margir fjölskyldumeðlimir, feðramegin, hafa mátt þola slíkt í marga mánuði, ár og áratugi og henni finnst það í góðu lagi. Hún er heppnari því hún má tala við börn sín í síma og önnur snjalltæki. Það mega margir feður ekki einu sinni, hvað þá fjölskyldur þeirra. Börn sumra  eru horfin, rétt eins og að jörðin hafi gleypt þau.

Þessi kona lagði hópi kvenna lið með blaði sem hún stýrir og lét sitt ekki eftir liggja í rætinni umfjöllun um feður sem berjast fyrir rétti barna sinna, að hafa aðgang að báðum foreldrum. 


mbl.is „Stundum upplifi ég heimilið eins og fangelsi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband