Réttargæslumaður ekki fjölmiðlafulltrúi

Ég er ein af þeim sem undraðist framgöngu réttargæslumannanna þegar harmleikurinn í Vesturbænum átti sér stað um jólin. Mér fannst á stundum þeir vera fjölmiðlafulltrúar. Þar sem réttargæslumaður hefur leyfi til að sitja allar yfirheyrslur fær hann annars konar upplýsingar en almenningur og þeim á að vera treystandi að fara ekki með þær neitt.

,,Hlutverk réttargæslumanns er að gæta hagsmuna brotaþola og veita honum aðstoð í málinu, þar á meðal að setja fram bótakröfu ef um tjón er að ræða. Réttargæslumanni er, meðan á
rannsókn stendur, ætíð heimilt að vera viðstaddur þegar skýrsla er tekin af brotaþola. Réttargæslumaður á einnig rétt á að vera viðstaddur öll þinghöld í málinu og að tjá sig upp að vissu marki fyrir dómi. Þóknun réttargæslumanns greiðist úr ríkissjóði."
 
Kannski réði athyglissýki réttargæslumannanna för, vildu láta á sér bera. Þeir unnu málinu ekki gagn, svo mikið get ég sagt, að tjá sig í fjölmiðlum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband