Foreldraútilokun- skyldi Arna huga að því ofbeldi

Ekki er annað að sjá en flestir -ekki allir- séu sáttir við að fá kornunga konu í ráðherrastól dómsmála. Kannski af því hún er ung og kona. Aukin umræða um foreldraútilokun á sér stað í samfélaginu og ekki laust við að spjótin beinist að ráðherra dómsmála hvað þau mál varða. Tálmunarfrumvarp Brynjars var fellt. Þingkonur létu tilfinningar ráða. Tóku upp hanska fyrir konur eins og um kynjabaráttu væri að ræða. Ekki rétt barns. Ég vona að þessi ungi ráðherra deili sýn Brynjars á ólögmætum tálmunum og geri eitthvað róttækt í málaflokknum áður en fleiri börn líða fyrir ákvörðun og gjörð annars foreldis.

Ráðherra menntamála fagnar Örnu, gott mál! Lilja Dögg sér væntanlega endurspeglun foreldraútilokunar í grunnskólanum. Það er vitað að barn sem fær ekki að hitta annað foreldri sitt, vegna þess að hitt foreldrið bannar það, gengur ekki jafn vel í skóla og öðrum börnum. Hegðunarörðuleikar láta á sér kræla, kvíði, þunglyndi og skólaforðun. 

Þessar ágætu konur gætu nú stillt saman strengi sína og lagt tálmunarfrumvarpi Brynjars lið. Börnin sem um ræðir þurfa á því að halda.


mbl.is Ánægð með Áslaugu Örnu og spennt fyrir þingvetrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband