Er verið að gera grín að fólki

Til hvers að eyða tíma og mannafla í þessa vitleysu. Gert er grín að fólki svo ég segi ekki meir. Árið 2021 hækka ráðstöfunartekjur um 12.900 kr. hjá þeim sem lægst hafa launin. Til að ná inn lækkun skattaprósentundarinnar lækkar persónuafslátturinn. Væri ekki nær að afnema persónuafslátt við 700 þús. kr. mörkin og leyfa þeim lægst launuðu að njóta þessara þúsundkalla til viðbótar. 


mbl.is Lægsta skattþrep lækkar um 5,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er persónuafslátturinn ekki lengur persónuafsláttur. Rétt eins og ís hættir að vera ís ef þú kannt ekki við kuldan og hitar hann upp. Það er ekki persónuafsláttur ef það miðast við tekjur en ekki hverja persónu. Persónuafslátt er ekki hægt að tekjutengja og kalla áfram persónuafslátt. Og afnám persónuafsláttarins væri sennilega erfiðara og mundi gera ASÍ og Eflingu hoppandi vitlaus. Það væri eins og bensín á eld að gefa þeim það vopn í lýðskrumsbankann.

Vagn (IP-tala skráð) 6.9.2019 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband