Síðbúið sumarfrí

Er ekki í góðu lagi að þingmenn fari seint í sumarfrí og hafi það stutt, s.s. eins og 6 vikur eins og aðrir launþegar. Ekki það, hundleiðinlegt að vantraust ríki enn á þinginu, hafi það nokkurn tímann verið.


mbl.is Þinglok áfram rædd um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og haldi sig við 40 tíma vinnuviku þess á milli en séu ekki að vinna án aukagreiðslna nætur og helgar. En hvernig er það með kennara, fá þeir ekki rífleg frí sumar og vetur þó gagnslitlir séu þeir margir?

Vagn (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 23:41

2 identicon

Grunnskólakennarar skila 1800 vinnustundum á ári. Við höfum 42,8 klst. vinnuviku þær 37 vikur sem skólinn starfar og síðan eru endurmenntunardagar sem okkur ber að taka og færa sönnur á að við höfum unnið þessa tíma. Endurmenntunartímar fara eftir lengd orlofs viðkomandi kennara svo bilið er 102-150 stundir. Kennarar mega í sumum tilfellum notar helgar á veturnar til að sækja námskeið eða þegar það er í boði á sumrin að nota þann tíma. Grunnskólakennarar eru á grunnlaunum Vagn og fáum greitt fyrir forfallakennslu. Vona að þú berir ekki öfund í garð grunnskólakennara vegna vinnutíma þeirra, hef nefnilega heyrt svo marga gera það sem þekkja ekki kjarasamninginn.

Þekki ekki tímasetningar í framhaldsskóla svo ég get ekki frætt þig um samsetningu þeirra.

Með þingmenn eins og þá sem eru á háum launum, allt innfalið, vinna þeir á meðan vinna stendur yfir og fá svo frí.

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 09:12

3 identicon

Þú ert semsagt ekki sátt við að ég skuli nota svipaða aðferð til að meta frítíma kennara og þú notar á þingmenn.

Ég veit hvað kjarasamningar segja að þið eigið að gera. En ég sé kennara komna heim fyrir þrjú, taka þrjár vikur í jólafrí og 14 í sumarfrí. Svo bætast við löng páskafrí og þeir senda krakkana heim einn aukadag í hverjum mánuði. Kennarar virðast vinna stuttan vinnudag og taka sér löng frí sem þeim tekst að sannfæra sjálfa sig um að sé vinna. Og árangurinn er mikið brottfall eftir skylduna og einkunnir undir heimsmeðaltali, þar sem við vermum botninn í Vestur Evrópu, í PISA könnunum.

Auðvitað öfunda ég kennara, þeir eru á fínum launum fyrir hálfan vinnutíma vinnandi fólks og engar kröfur um afköst og árangur.

Vagn (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 18:22

4 identicon

Jú jú þú mátt alveg nota svipaða aðferð. Það eru sveitarfélögin sem skipuleggja skóladagatölin, 180 skóladagar, ekki við kennara að sakast sem fá ekki að velja sér sumarfrísdaga eða hafna páska- haust- og vetrarfríi. Margir hafa reynt án árangurs. Skyldugir að taka því sem sveitarfélögin rétta þeim. 

Vildi óska að ég væri á þínu tímatali, 14 vikur frá 13. júní-15. ágúst. Jólafrí er hámark 2 vikur, þannig að ég mæli með þinni talningu til handa kennurum.

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband