Foreldraútilokun er ljótt ofbeldi, Stígamót ræðir það ekki!

Að útiloka foreldri frá þátttöku og lífi eigin barns er ljótt ofbeldi. Afleiðingar ofbeldisins eru gríðarlega. Stígamótskonur nefna aldrei það ofbeldi til sögunnar, það er algengara að komur beiti því en karlar.Rannsóknir á foreldraútilokun hafa leitt í ljós langtímaáhrif á börn eru í engu betri en ef líkamlegu ofbeldi er beitt. Hér er um ofbeldi að ræða sem samfélagið þarf að vekja upp af Þyrnirósarsvefni. Margir, þar á meðal alls konar fræðimenn, láta lítið fyrir sér fara í umræðunni um útilokunina sem og stjórnmálamenn sem þó geta breytt stöðunni. Foreldraútilokun ætti að vera refsiverð, þetta er ofbeldi á barni.

Danir stigu það framfaraskref að kollsteypa kerfinu hjá sér, barninu til heilla. Nú geta foreldrar ekki skilið nema hafa þarfir barnsins að leiðarljósi. Geti þau það ekki fá þau aðstoð við það.

Hvað er foreldraútilokun hugsa eflaust margir. Það er þegar annað foreldrið talar illa um hitt þannig að barnið verður fráhverfa því. 

Hér má sjá eitt tilbrigði foreldraútilokunar: https://www.albumm.is/drengnum-minum-var-sagt-ad-eg-vaeri-vondur-madur/?fbclid=IwAR0FraQOiPYPUxFvASsyW3ZeE9GPp4od76d1sPnbz2_DUcuSNvh7I8hVpsM


mbl.is 70% þolenda á barnsaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband