Kærur gegn sr. Þóreyju Guðmundsdóttur og Elísabetu Ýr Atladóttur

Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur skýrir frá því á facebook síðu sinni að hann hefur lagt fram kærur hjá lögreglu gegn sr. Þóreyju Guðmundsdóttur og Elísabetu Ýr Atladóttur. Þar segir nánar:

“Í dag átti ég fund með lögreglunni og lagði fram kæru á hendur sr. Þóreyju Guðmundsdóttur og Elísabetu Ýr Atladóttur. Ég kæri sr. Þóreyju fyrir brot á 229. gr. hegningarlaga, sem segir svo:

“Hver sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.”

Að auki kærði ég sr. Þóreyju fyrir brot á 9. gr., sbr, 8. gr. og 8. ml. 2 gr. laga um persónuvernd. Ég kærði Elísabetu jafnframt fyrir brot á 121. gr. hegningarlaga, er segir svo:

“Hver sem opinberlega hvetur menn til refsiverðra verka, skal sæta fangelsi allt að 2 árum eða sektum, ef málsbætur eru, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum.


Þessi ákvörðun sr. Þóreyjar að draga fram 30 ára gamlar upplýsingar um geðheilsu 14 ára unglings sem hafði lent í grófu einelti vegna taugasjúkdóms, hafði meiri áhrif á mig en ég ætlaði. Eins og gengur með mörg börn sem verða fyrir áföllum, hafði ég gleymt mörgu frá þessum tíma, og hélt að það væri til marks um að ég hefði sleppt tökum á þessu tímabili í lífi mínu. Þegar sr. Þórey dró þessar upplýsingar fram, mér til áfellis og niðurlægingar, heltust yfir mig óvelkomnar minningar um einelti, barsmíðar og niðurlægingu. Ég fékk að auki mikla samkennd með þessum unglingi, sem mér fannst lengi, þekkja aðeins af afspurn.


Ég lagði fram kæruna fyrir hönd þessa unglings, sem ég vil nú þekkja betur, en einnig allra unglingsdrengja sem í dag þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir eigi að þiggja þjónustu Barna og unglingageðdeildar Landspítalans. Ég hef verið í þeim sporum, og veit að eitt af því sem unglingar velta fyrir sér, er hvort slík ákvörðun muni elta þau fram á fullorðinsár. Ef ekkert verður að gert, -og þessi verknaður Þóreyjar og Elísabetar látinn óátalinn, geta þeir átt von á að embættismenn, -eins og sr. Þórey, -sem einnig hefur starfað sem heilbrigðisstarfsmaður, muni 30 árum síðar draga þær upplýsingar þeim til háðungar og áfellis.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband