Þetta mega grunnskólakennarar aldrei sætta sig við

Það er með ólíkindum að formaður Félags framhaldsskólakennara ætli grunnskólakennurum 7 ára nám til að kenna í framhaldsskóla. Í dag er grunnskólakennaramenntunin 5 ár og er jafn löng og flest allt nám sem framhaldsskólakennarar hafa með kennsluréttindanáminu.

Sótt er að grunnskólakennurum úr báðum áttum. Leikskólakennarar hafa barist fyrir leyfi til að  kenna á yngsta stigi grunnskólans og ætli framhaldsskólakennari að teygja sig niður með almennu leyfi, ekki undanþágu, þá vilja þeir unglingastigið. Það segir sig sjálft að gangi þetta eftir verða það grunnskólakennarar sem sinna miðstiginu.

Grunnskólakennarar þurfa að standa vörð um réttindi sín, gagnvart öðrum kennarastéttum. Réttindi til grunnskólakennslu er með ýmsum hætti en er ekki kominn tími til að staldra við og skoða málið og ekki á þá leið sem formaður FF hvetur til.

Guðríður telur eðlilegt að grunnskólakennari taki 7 ára nám til að kenna í framhaldsskóla á meðan framhaldsskólakennarar láti 5 ár duga til að kenna í grunnskóla. Nei takk þetta mega grunnskólakennarar ekki gefa eftir á nokkurn hátt.


mbl.is Fái leyfisbréf þvert á skólastig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grunnskólakennarar þurfa líka að meðhöndla mikið að viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum. Stuðningur Reykjavíkurborgar við þann þátt er til skammar  - HVAR eru persónuverndafulltrúanir

Borgari (IP-tala skráð) 13.6.2018 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband