Halda sig fjarri

Sorglegt að Hanna Birna sé komin á þennan stað í stjórnmálunum. Hafði mikla trú á henni, þó ég sé ekki stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er röggsöm, svarar vel fyrir sig og af henni býður ákveðinn þokki. Hún féll í þá aumu gryfju að halda sig geta haft áhrif á mál sem hún hefði betur látið vera. Ég vona, hennar vegna, að hún haldi sig fjarri þingi, hún er rúin trausti. Lífið heldur áfram þó hún vasist ekki í stjórnmálum.


mbl.is „Undir henni komið að koma aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"ég sé ekki stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins"

" hún er rúin trausti"

Mjög undarleg umræða. Þeir sem hafa hafa hæst um að þeir treyst ekki lengur HB hafa aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn

Þannig að verið er að rjúfa traust sem aldrei hefur verið til staðar. Líkt og slíta viðræðum sem ekki hafa verið í gangi í 2 ár

Grímur (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 17:22

2 identicon

Er ekki sammála þér Grímur að þú getir ekki borið traust til þingmanns nema hann sitji í þeim flokki sem þú kýst. Þar sem ég kýs ekki í umdæmi hennar hefði ég ekki getað komið henni á þing. Ég hef litla trú á þeim þingmönnum Sjálfstæðiflokksins sem eru í forsvari í mínu kjördæmi. Hafði miklar mætur á Hönnu Birnu þegar hún sat ég borgarstjórn, þó ég hefði ekkert með það að segja eða hafði áhrif á mig.  

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband