Nafnabreyting starfsstétta

Ein vitleysan enn. Nafnabreytingar starfsstétta. Þetta er með því vitlausara sem ég hef séð, læknaritari breytist í heilbrigðisgagnafræðingur.

Margir halda að starf öðlist meiri virðingu ef fræðingur er fyrir aftan forskeyti sem er að mínu mati mesta vitleysa. Man þegar umræðan um sjúkraliðanafnið fór fram, þá var því haldið fram að sjúkraliðar öðluðust meiri virðingu ef nafninu væri breytt...og hefði fræðingur í nafninu.

Röntgentæknir- geislafræðingur. Meinatæknir-lífeindafræðingur og nú læknaritari-heilbrigðisgagnafræðingur. Hvað verður það næsta? Kannski eigum við eftir að sjá lögregla verður lögreglufræðingur...


Bloggfærslur 24. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband