Umrćđa um ofbeldi í garđ grunnskólakennara ekki ný af nálinni

Greinin birtist í Kjarnanum 2. ágúst 2019. Heimild var breytt ţar sem Haraldur var rangfeđrađur í upphaflegu greininni. Beđist er velvirđingar á ţví.

Marga rak í rogastans ţegar ég skrif­ađi greinar um ofbeldi í garđ kenn­ara. Margir ţekkja og hafa heyrt af kenn­urum sem hafa orđiđ fyrir ofbeldi, hót­unum og ógn­andi hegđun af hálfu nem­anda. Í ein­hverjum til­fellum af hendi for­eldra líka. Sumt lít­il­vćgi­legt annađ alvar­legra, ofbeldi engu ađ síđ­ur­. Innan margra grunn­skóla ţekkja menn vand­ann. Margir for­eldrar fagna umrćđ­unni međ ţađ fyrir augum ađ mál­flokk­ur­inn verđi rann­sak­ađur og leitađ lausna. Ofbeldi nem­enda bitnar ekki bara á kenn­ara heldur og öđrum nem­endum eins og Krist­björn Árna­son nefndi í sinni grein. For­eldrar vilja ađgerđir ekki síđur en kenn­ar­ar. Mála­flokk­ur­inn er viđ­kvćmur og ţví stígur fólk ekki fram.

Vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ hefur áđur rann­sakađ mála­flokk­inn (KÍ, 2017) en ein­hverra hluta vegna virđ­ist ekk­ert hafa veriđ gert međ ţá niđ­ur­stöđ­ur, ţví miđ­ur. Niđ­ur­stađan ţá var slá­andi og er enn. Nú er lag og virđ­ast for­menn KÍ og FG ekki ćtla ađ láta sitt eftir liggja, sem er gott.

or­mađur KÍ (ţá starf­andi kenn­ari) skrif­ađi pistli um mál­efniđ og í honum seg­ir:

Ţađ var fyrst áriđ 2010 sem ég man eftir fyrst ţví ađ opin­ber­lega hafi veriđ fjallađ um ţá viđ­kvćmu stöđu sem kenn­arar eru í. Ţeir eru beittir ofbeldi. Ţađ er kerf­is­lćgt vanda­mál. Áriđ 2013 eđa 14 man ég ađ ţađ birt­ist frétt um ađ ofbeldi gegn kenn­urum vćri ađ aukast. Fyrir örfáum vikum birt­ust svo niđ­ur­stöđur rann­sóknar sem benda til ţess ađ nán­ast sé um far­aldur ađ rćđa – ađ mörg hund­ruđ kenn­arar séu beittir ofbeldi á hverju ári. Ţetta er bćđi and­legt og lík­am­legt ofbeldi. Ein teg­und ofbeldis hefur ekki veriđ rćdd mikiđ upp­hátt. En ţađ eru falskar ásak­anir á hendur kenn­urum um ofbeldi eđa áreitni (Ragnar Ţór Pét­urs­son, 2017).

Hér vitnar Ragnar Ţór til könnun Vinnu­um­hverf­is­nefndar frá 2017 sem birti lýsandi niđ­ur­stöđ­ur. Í ţeirri könnun kemur ber­lega í ljós ađ viđ erum engir eft­ir­bátar nor­rćnu ţjóđ­anna í ţessum mála­flokki. Um 2200 grunn­skóla­kenn­arar svör­uđu könn­un­inni.

Ţađ er eitt og hálft ár síđan Ragn­ari Ţór ţótti ástćđa til ađ rćđa mála­flokk­inn. Grein­ar­höf­undur hefur vitnađ til nor­rćnna rann­sókna í mál­flutn­ingi sínum ţar sem viđ eigum engar rann­sóknir hér á landi (bara kann­an­ir) og ţađ segir Ragnar Ţór líka í sínum pistli. Ofbeldiđ á Norđ­ur­lönd­unum er í kringum 19% og hér bendir Rangar Ţór á rann­sókn frá Bret­landi.

Ég veit ekki um tíđni ţess­ara mála hér á landi en í breskri rann­sókn kom í ljós ađ rúm­lega fimmt­ungur allra kenn­ara ţar í landi hefur orđiđ fyrir fölskum ásök­unum um alvar­lega áreitni eđa ofbeldi. Ţar í landi er ţetta greint sem ein meg­in­or­sök ţess ađ reynslu­mikiđ fólk hrökkl­ast úr kennslu (Ragnar Ţór Pét­urs­son, 2017).

Í greinum mínum hef ég tekiđ dćmi erlendis frá en bent á ađ slík til­felli finn­ist hér á landi líka. Teg­und ofbeldis nefndi ég í síđ­ustu grein byggt á sam­tölum viđ kenn­arar sem hafa orđiđ fyrir ofbeldi. Ragnar Ţór (2017) virđ­ist hafa sömu vit­neskju og ég ţegar hann skrif­ađi sinn pistil.

Ţetta er stór­kost­legt vanda­mál í íslensku skóla­kerfi líka. Og ţetta er mál sem lúrir djúpt í feni ţögg­un­ar. Ég var staddur í níu manna hópi kenn­ara um dag­inn ţar sem ţessi mál bar á góma. Fjórir höfđu veriđ rang­lega bornir sökum – ţar af allir karl­arnir ţrír. Fyrir ári hitti ég fjóra karl­kenn­ara á viđ­burđi. Ţeir höfđu allir orđiđ fyrir ásök­unum sem síđan reynd­ust rang­ar. Ţetta eru alls­konar ásak­an­ir.

Ţegar kemur ađ for­eldrum og sam­skiptum viđ kenn­ara virđ­ast ţekk­ing okkar Ragn­ars Ţórs vera á sömu nót­um. Í einni grein­inni skrif­ađi ég um ógn­andi og hót­andi for­eldra sem er annađ vanda­mál. Í pistli Ragn­ars Ţórs má lesa:

Ţá eru fjöl­mörg dćmi ţess ađ kenn­arar séu lagđir í mjög harka­legt ein­elti af for­eldr­um. Einn var klag­ađur til skóla­stjóra og sagđur vera umtal­ađur í nágrenn­inu fyrir ađ ofsćkja börn og leggja í ein­elti. Kenn­ar­inn sćtti ítar­legri rann­sókn sem leiddi í ljós ađ um full­komna lygi var ađ rćđa.

Allar ofbeld­istil­kynn­ingar á ađ rann­saka. Ţar til bćr yfir­völd vinna ađ mál­un­um, líka ţegar börn eiga í hlut. Vissu­lega munu sak­lausir ein­stak­lingar lenda í rann­sókn sem er fórn­ar­kostn­ađ­ur­inn ţegar börn eiga í hlut. Verra er, ađ ein­stak­lingur sem er hreins­ađur af sök fćr ekki ţá viđ­ur­kenn­ingu í sam­fé­lag­inu.

Kenn­arar stíga ekki fram og segja frá ofbeld­inu. Ţeir ótt­ast almenn­ings­á­litiđ ţví dóm­stóll göt­unnar er óvćg­inn. Kenn­arar upp­lifa skömm á ţví ađ hafa orđiđ fyrir ofbeldi, hótun eđa ógn­andi hegđun af hálfu nem­enda, almenn­ingi finnst ţađ svo ólík­legt. Stađ­reyndin er samt sú. Eins og ţađ er mik­il­vćgt ađ ná til fólks sem fer illa međ börn, hvort sem ţađ er kenn­ari, for­eldri eđa ađr­ir, verđum viđ ađ gćta ţess ađ sak­lausir ein­stak­lingar njóti réttar og fái viđ­eig­andi ađstođ.

For­mađur félags leik­skóla­kenn­ara, Har­aldur F. Gíslason og Ingibjörg Kristleifsdóttir skrifa í Skóla­vörđ­unni (2013) ađ lífiđ vćri línu­dans í tenglum viđ áhorf mynd­ar­innar Jag­t­en. Í ţeirri mynd leiddi ímynd­un­ar­afl barns og röng fag­leg nálgun til hörm­unga fyrir karl­kyns leik­skóla­kenn­ara og fjöl­skyldu. Í grein­inni segja ţau engan dóm um kyn­ferđ­is­legt ofbeldi hafi falliđ hér á landi, í tengslum viđ leik­skól­ann, en viđ verđum ađ vera viđ öllu búin. Talađ er um grun, slúđur og dóm­stól göt­unnar í ţví sam­hengi (Har­aldur F. Gíslason og Ingibjörg Krisleifsdóttir 2013:14).

Á 7. ţingi Kenn­ara­sam­bands Íslands, haldiđ í apríl 2018, rćddi Ţor­gerđur Diđ­riks­dóttir for­mađur Félags grunn­skóla­kenn­ara um kenn­ara sem hafa veriđ ásak­ađir um ofbeldi sem á ekki viđ rök ađ styđj­ast. Kenn­ara­sam­band­iđ, sagđi hún, ţarf ađ standa viđ bakiđ á félags­mönnum verđi ţeir fyrir slíkum ásök­unum og ítrek­ađi ađ mála­flokk­ur­inn hafi hangiđ yfir sam­band­inu eins og skuggi (Ţor­gerđur L. Diđ­riks­dótt­ir, 2018:35). Tek undir orđ for­manns FG og hvet hana til góđra verka í ţví sam­hengi. Löngu tíma­bćrt ađ létta ţessum skugga af sam­band­inu međ öllum til­tćkum ráđ­um. Rann­sóknin á haust­dögum verđur ábyggi­lega gagn­leg í áfram­hald­andi umrćđu og lausn­a­leit.

Rann­sókn á mála­flokknum er ákveđin í kjöl­far for­sög­unnar og könn­unar sem gerđ var í apríl s.l. á vegum Vinnu­um­hverf­is­nefndar KÍ. Fram kom ađ rúm­lega 800 grunn­skóla­kenn­arar af 1600 sögđu frá ofbeldi af hálfu nem­enda. Könn­unin hafđi ţá ann­marka ađ ekki var spurt um s.l. 24 mán­uđi eins og fyrri könnun og ţví er um kennslu­feril grunn­skóla­kenn­ara ađ rćđa. Ţađ breytir ekki vand­an­um, hann er til stađ­ar.

Hvet kenn­ara og annađ starfs­fólk grunn­skóla ađ til­kynna ofbeldi, and­legt sem lík­am­legt, hót­anir og ógn­andi hegđun sem ţađ verđur fyr­ir. Talna­grunn ţarf kenn­ara­stéttin ađ eiga sem og ađrar stéttir innan grunn­skól­ans.

Höf­undur er M.Sc. M.Ed. og starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og situr í vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ fyrir hönd grunn­skóla­kenn­ara.

Heim­ild­ir:

 


Bloggfćrslur 2. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband