Fyrirsláttur

,,Í ungri at­vinnu­grein á borð við ferðaþjón­ust­una má gera ráð fyr­ir að tíma geti tekið fyr­ir þá sem ný­byrjaðir eru í starf­semi að átta sig á regl­um, meðferð kjara­samn­inga og öðru slíku." segir Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka aðila í ferðaþjón­ustu. Tel um fyrirslátt sé að ræða hjá manninum. Það veit hver vinnandi maður að þú átt að borga skatta, félagsgjald, í lífeyrissjóð af launum fólks. Þeir sem stofna fyrirtæki hafa nú sennilega verið launþegar áður. Svo ung er atvinnugreinin nú heldur ekki að menn ættu að hafa þetta á hreinu árið 2019.

Kjarasamningur hvers stéttarfélags er gólf, ekki þak. Hverjum atvinnurekanda er frjálst að greiða eins há laun og fyrirtækið hefur efni á. Það virðist freista of margra að borga minna, komast hjá launatengdum gjöldum og stiga því í eigin vasa.

Hafi fyrirtæki ekki efni á að borga rétt laun þá eru undirstöðurnar ekki góðar. Þegar forsendur fyrirtækis eru reiknaðar hljóta menn að kynna sér kjarasamninga og gjöld sem þeim ber að greiða til að taka það með í rekstrarkostnaðinn. Ef það er ekki gert er betur heima setið en af stað farið. 


mbl.is Brot oft vegna mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband