Tálmunarfrumvarpið

Landsréttur dæmdi í forsjármáli sonar míns og við héldum að það væri lokapunkturinn. Nei það skyldi ekki vera svo. Nú hefði tálmunarfrumvarp Brynjars gagnast þar sem börnin voru flutt út á land og ekki hægt að sinna umgengni eins og kveður á í dómnum. Timi barnanna með föður skertur, gengið á rétt barnanna. 

Byrja þarf á byrjunarreit, senda sýslumanni beiðni um nýja umgengni og síðan hefja nýtt dómsmál fyrir héraðsdómi.

Forsjármál er endalausa vitleysan því foreldri getur leikið alla klækjaleiki án afleiðinga. Þingmenn eru sáttir við slíka meðferð á börnum og þá gildir engum hvort við höfum samþykkt Barnasáttmála.

Mál Víkings sem ég setti hér að neðan er líka dæmi um hvernig frumvarp Brynjars Níelssonar  hefði hjálpað börnunum í þessari stöðu.


Bloggfærslur 7. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband