Ofbeldi gagnvart grunnskólakennurum er algengt

Þessi grein birtist í Kjarnanum 28. júní 2019, Kristbjörn Árnason skrifaði hana.

Það er mjög mik­il­væg umræða sem Helga Dögg Sverr­is­dóttir grunn­skóla­kenn­ari hefur tekið upp um ofbeldi eða ein­elti. Þ.e.a.s. ofbeldi er fjöl­margir grunn­skóla­kenn­arar fá að þola af nem­endum sín­um. Einkum í byrjun starfs­fer­ils ef þeir þá hrökkl­ast ekki úr starfi sem mjög margir gera. Reyndar á öllum skóla­stigum grunn­skól­ans.

Í 25 ár starf­aði ég sem kenn­ari í grunn­skóla og varð hvað eftir annað vitni að því þegar að nýút­skrif­aðir kenn­arar sér­stak­lega komu nán­ast kjökrandi út úr skóla­stof­unum eftir heldur óblíðar mót­tökur nem­enda. Fyrir utan fjöl­margar aðrar ögr­anir og nán­ast hót­anir sem kenn­arar hafa orðið fyr­ir­. Hvers vegna er ég að hafa orð á þessu, kenn­ari á eft­ir­laun­um? Jú það var vegna þess að ein­hverjir grunn­hyggnir grunn­skóla­kenn­arar mót­mæltu þess­ari lýs­ingu Helgu Daggar á vinnu umhverfi grunn­skóla­kenn­ara. En hún er aðeins að segja frá, sann­leik­anum sam­kvæmt.

Það minnti mig auð­vitað á, hversu áhuga­litlir grunn­skóla­kenn­arar í þeim skólum sem ég kenndi voru um vinnu umhverf­is­mál sín. Ég var það sem kallað var „ör­ygg­is­trún­að­ar­mað­ur“ kenn­ara í mörg ár í einum grunn­skóla borg­ar­inn­ar. Ef eitt­hvað kom upp á var ég ævin­lega síð­astur allra að frétta af því. Hvers vegna, hef ég aldrei skil­ið. Ég var á þeirri skoð­un, að Kenn­ara­há­skól­inn hafi van­rækt það hlut­verk sitt að kenna kenn­ara­nemum að takast við sam­skipta­mál í dag­legu starfi kenn­ar­ans. Ný útskrif­aðir kunnu ein­fald­lega ekki að takast á við þetta mót­læti og mót­stöðu nem­enda. Er iðu­leg­ast reyna að kom­ast eins langt og hægt er við að ná yfir­ráðum í stof­unni. Efast reyndar um að Kenn­ara­há­skól­inn hafi til þess sér­hæfða kenn­ara.

Svona ofbeldi sem oft­ast á sér upp­tök hjá ein­stökum nem­endum bitnar ekki bara á kenn­ur­un­um. Heldur bitnar þetta mjög illa á sam­nem­endum óald­ar­seggj­anna og eyði­legur gjarnan nám hjá almennum nem­endum í heilum bekkj­ar­deildum skól­anna. Venju­legir nem­endur þora ekki annað en að vera með í mót­þró­an­um.

Það er a.m.k. öruggt, að þetta ástand hefur mjög slæm áhrif á ein­kunnir í sam­ræmdum námskönn­unum og það er eitt­hvað sem stjórn­völd hafa áhuga á. Þá varð ég aldrei var við að skóla­stjórn­endur við þessa skóla sem starf­aði tækju á þessum málum með skipu­lögðum hætti. Það var raunar bara litið niður á kenn­ara sem voru í svona basli.

Höf­undur er fyrrum kenn­ari.


Gott- þá kemst kannski einhver botn í eitthvað af þessu

Löngu tímabært að annað þeirra taki af skarið. Sorglegt að fjölskyldan berist á banaspjótum í fjölmiðlum. Sennilega óhjákvæmilegt þegar þekktur einstaklingur er annars vegar.  


mbl.is Jón Baldvin stefnir dóttur sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband