Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara

Greinin birtist í Kjarnanum 17. júní 2019.

 

Mennta­mála­r­á­herra Dana lét sitt ekki eftir liggja þegar í ljós kom, sam­kvæmt rann­sókn­um, að nem­endur beittu kenn­arar ofbeldi. Rann­sókn­irnar gerir danska vinnu­eft­ir­lit­ið. Ráð­herra kom með leiða­vísi sem vinna á eftir þegar ofbeldi á sér stað í grunn­skól­un­um. Ráð­herr­ann sagði ofbeldi í garð kenn­ara of algengt, en það var um 19%. Ofbeldið sem um ræð­ir, fyrir utan munn­legt, er högg, spörk, hrækt á kenn­ara, bit, hlutum hent í við­kom­andi o.fl. Slíkt á ekki að líð­ast frekar en annað ofbeldi. Ljóst var að bregð­ast þyrfti við.

Danir fóru í her­ferð gegn ofbeld­inu. Kenn­arar voru minntir á skrán­ingu ofbeld­is­at­vika því mik­il­vægt er að hafa þau stað­fest. Verði eft­ir­köst á ofbeld­inu getur kenn­ari ekki sótt bætur ef um við­var­andi skaða er að ræða, nema til­vikið sé skráð. Að auki, þegar atvik er skráð safn­ast mik­il­væg gögn í mála­flokkum sem varpar ljósi á tíðni og teg­und ofbeldis í garð kenn­ara. Fræðsla til kenn­ara um ofbeldi og mögu­legar aðstæður sem valda ofbeld­inu fór í gang. Kenn­urum var kennt á hvern hátt þeir gætu brugð­ist við hugs­an­legu ofbeldi, hvernig taka eigi á nem­anda sem sýnir ofbeldi og hvernig má halda við­kom­andi þar til frek­ari hjálp berst. Kenn­urum var kennt að sker­ast í leik­inn ef nem­andi beitir annan nem­anda ofbeldi. Eftir átakið fækk­aði skráðum ofbeld­is­at­vik­um. Mjög gott fram­tak sem skil­aði góðum árangri.

Þegar sú sorg­lega staða kemur upp að nem­andi beitir kenn­ara ofbeldi og atvikið ekki rann­sakað fá hvorki nem­andi né kenn­ari við­eig­andi aðstoð. Ekki er skoðað ofan í kjöl­inn hvað veldur að aðstæður sem þessar koma upp, hvað sé til ráða og hvernig bregð­ast eigi við. Umræðan í Dana­veldi er á allt öðru plani en hér á landi, þar við­ur­kenna menn vand­ann og leita lausna í stað þess að skjóta sendi­boð­ann.

 

Þeir kenn­arar sem ég hef rætt við, sem hafa orðið fyrir ofbeldi, segja traust til nem­anda alger­lega far­ið. Vinna af hálfu vinnu­veit­anda er oftar en ekki eng­in. Ekki fjarri því að sópa eigi óþægi­legum málum undir teppi. Kvíði lætur á sér kræla hjá kenn­ara þar sem nem­andi er hafður inni í bekk, jafn­vel dag­inn eftir atvik­ið. Hræðsla við að taka á aga­brotum nem­anda sem hefur gerst sekur um ofbeldi verður við­loð­andi, ekki bara hjá kenn­ara sem lendir í ofbeldi heldur og hin­um, vilja ekki taka áhætt­una að verða næst­ir. Kenn­arar sem ég hef rætt við hafa lent í mis­al­var­legu ofbeldi, en munum ofbeldi er ofbeldi, og afleið­ing­arnar ein­stak­lings­bundn­ar.

Stjórn­endur og stjórn­sýslan bregst kenn­urum á ögur­stund sem og Kenn­ara­sam­band Íslands. Kenn­arar hanga í lausu lofti og kenn­arar sem ég hef rætt við segja sumir farir sínar ekki sléttar í sam­skiptum við sam­tökin á und­an­förnum árum. KÍ hefur hingað til ekki tekið á mála­flokknum af festu. For­maður KÍ rit­aði pistil á heima­síðu sam­tak­anna og það sem hann skrifar gæti m.a. verið ein af ástæð­unum að reynt sé að þagga umræð­una eða afvega­leiða hana ,,Um­ræða um þessi mál er flókin og mik­il­vægt er að hún ein­kenn­ist af fag­mennsku, heið­ar­leika og sann­girni. Við þurfum að forð­ast alhæf­ingar og óábyrgar álykt­an­ir.“ For­maður KÍ boðar betri tíma og von­andi verður mála­flokk­ur­inn rann­sak­aður svo varpa megi ljósi á algengi ofbeldis í garð kenn­ara hér á landi. Tölur frá hinum Norð­ur­lönd­unum eru skelfi­legar og nokkuð sam­stíga.

Margir hér á landi efast stór­lega um að ofbeldi í garð kenn­ara eigi sér stað og séu und­an­tekn­inga­til­felli ef satt reyn­ist. Deila má um hvað séu mörg og fá til­vik. Stór­yrtir kenn­arar hafa talað um að fólk eigi ekki að vinna með börnum tali það um að börn beiti ofbeldi. Gagn­semi slíkra ummæla dæma sig sjálf og hjálpar eng­um, hvorki kenn­ara né barni.

Annar mála­flokkur af sama sauða­húsi eru ógn­andi og hót­andi for­eldr­ar. Skóla­kerfið bregst oftar en ekki þeim kenn­urum sem verða fyrir því. Að for­eldri geti ógnað og hótað kenn­ara án afleið­inga er með ólík­ind­um. Margir kenn­ara hafa mátt sætta sig við slíkt. Að stjórn­sýslan skuli ekki grípa inn í þegar slík til­felli koma upp er mörgum kenn­urum óskilj­an­legt. Oftar en ekki eru þeir skildir eftir með for­eldrar sem hafa nið­ur­lægt og sví­virt þá, ógnað og hót­að. Það er vondur vinnu­veit­andi sem stendur ekki við bakið á sínu fólki. Væri dæm­inu snúið við að kenn­ari gerð­ist sekur um athæfið væru stjórnendur og stjórn­sýslan fljót að bregð­ast við, sem er gott. Sam­fé­lagið má ekki loka aug­unum fyrir því að mis­jafn sauður er í mörgu fé og á jafnt um for­eldrar sem og aðra hópa sam­fé­lags­ins.

Á lífs­speki­daga­tali sem höf­undur á seg­ir: „Þorðu að vera öðru­vísi! Þorðu að styðja það sem þú veist að er rétt!“ Gott að tileinka sér þennan boð­skap þegar ofbeldi í garð kenn­ara er ann­ars veg­ar, þeir verða að finna stuðn­ing frá stétt­inni.

Hér má lesa leiða­vís­inn á heima­síðu Mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins í Dan­mörku.

Höf­undur er M.Sc. M.Ed. og starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og situr í vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ fyrir hönd grunn­skóla­kenn­ara.


Bloggfærslur 18. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband