Nemendur beita kennara ofbeldi

Greinin birtist í Kjarnanum í dag.

Fyrir rúmu ári kom út skýrsla í Dan­mörku sem sýnir að fimmti hver grunn­skóla­kenn­ari upp­lifir ofbeldi og fjórði hver hótun af hálfu nem­anda.

Mennta­mála­ráðu­neyti Dana útbjó leiða­vísi fyrir grunn­skóla sem á að hjálpa þeim til að fyr­ir­byggja og takast á við ofbeldi og hót­an­ir. Ráð­herra mennta­mála í Dana­veldi segir fjölda kenn­ara of mik­inn sem lendir í þessu.

Danski ráð­herr­ann segir að menn­ing innan skól­ana þurfi að breyt­ast þannig að unnið verið kerf­is­bundið með ofbeld­ið. Í mennta­geir­anum ríkir traust, sem er gott og ætti að vera áfram. Það hefur þó ann­marka, stundum getur verið erfitt að taka á mál­unum þegar alvar­legu ofbeldi er beitt. Okkur hættir til að telja það minna en það í raun er.

Tvo kenn­ara í hvern bekk

Margir komu að gerð leiða­vís­is­ins, m.a. fag­fé­lög og stofn­an­ir. For­maður félags grunn­skóla­kenn­ara, í Dan­mörku, er ánægður með að menn hafi beint sjónum sínum að vanda­mál­inu. Hann telur mik­il­vægt að hver skóli vinni að mál­unum heima í hér­aði og telur það hafa ákveðna stöðu og skuld­bind­ingar að ráðu­neyti mennta­mála gefi út leiða­vís­inn. For­mað­ur­inn von­ast eftir að kast­ljósið, sem ofbeldið fær, verði til að skapa svig­rúm og verk­færi til að taka á vand­an­um, að fyr­ir­byggja ofbeldi og hót­anir í garð kenn­ara. Hann bendir á að í bekkjum þar sem ofbeldi er beitt eða getur átt sér stað ættu að vera tveir kenn­ara. Leiða­vís­inum fylgja engir pen­ingar en ráð­herr­ann bendir á að sveit­ar­fé­lögin geta valið að hafa tvo kenn­ara í bekk, útfærslan er þeirra. Leiða­vísir­inn er fyrsta skrefið til að taka á vandaum og munu fleiri fylgja í kjöl­far­ið. Búast má við frek­ari rann­sóknum á vanda­mál­inu ofbeldi og hót­anir í garð grunn­skóla­kenn­ara í grunn­skól­an­um.

Staðan hér á landi

Því miður hefur þessu vanda­máli ekki verið gef­inn gaumur hér á landi, þrátt fyrir að margir kenn­arar hafi upp­lifað ofbeldi og hótun í starfi. Vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ sendi út könnun meðal grunn­skóla­kenn­ara í lok apríl til að fá til­finn­ingu fyrir vand­an­um. Könn­unin sýnir að við erum í sama vanda og frændur vorir Dan­ir. Alltof margir kenn­arar upp­lifðu ofbeldi og hót­an­ir. Sama má segja um Svía, þeir beina kast­ljós­inu að ofbeld­is- og hót­un­ar­vand­anum sem eykst með hverju ári í grunn­skól­an­um.

Stjórn­endur og grunn­skóla­kenn­arar sem beittir eru ofbeldi eiga að til­kynna það til Vinnu­mála­stofn­unar en mik­ill mis­brestur er á því. Til að fá yfir­sýn yfir mála­flokk­inn er mik­il­vægt að virða þá til­kynn­ing­ar­skyldu. Hér á landi, eins og í Dan­mörku, ríkir mikið traust í grunn­skól­anum og kann að vera skýr­ing á að ofbeldið sé ekki til­kynnt, því mið­ur. Engum er greiði gerður með að breiða yfir ofbeldi nem­anda. Auk þess ber að til­ynna barna­vernd­ar­yf­ir­völdum um ofbeld­ið.

Ofbeldi milli nem­anda og kenn­ara á ekki að líða. Minni líkur er á að barn fái við­eig­andi aðstoð breiðum við yfir vand­ann og hvað þá að kenn­ari fái aðstoð. Það er mikið áfall að verða fyrir ofbeldi og hót­unum af hálfu nem­anda. Eng­inn kenn­ari á að sætta sig við slíkt.

Skóla­stjórn­endur og yfir­völd mennta­mála þurfa að opna augun fyrir vand­an­um. Bjóða þarf kenn­urum sem verða fyrir ofbeldi við­eig­andi aðstoð því það er ekki bara áfall að verða fyrir ofbeldi heldur rofnar traustið á milli kenn­ara og nem­and­ans sem beitir ofbeldi. Ótt­inn við að lenda aftur í ofbeldi sækir á sál þol­anda sem vinna þarf með. Trún­að­ar­brestur hefur átt sér stað og miki­vægt að byggja hann upp aft­ur.

Rann­sóknir á vanda­mál­inu er ekki til staðar en þörfin er mik­il. Sama er hvaðan gott kemur og því má hvetja meist­ara­nema í kenn­ara­fræð­um, sál­fræði, félags­fræði eða hjúkr­un­ar­fræði, svo eitt­hvað sé nefnt, að rann­saka mála­flokk­inn.

Höf­undur er M.Sc., M.Ed., starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og er full­trúi grunn­skóla­kenn­ara í Vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ.


Foreldraútilokun er líka ofbeldi

Skelfilegar tölur sem koma fram í rannsókninni. Samsvarar sér við útlenskar rannsóknir. Mæður beita börn sín oftar ofbeldi en feður samkvæmt útlenskum rannsóknum en ekki kemur fram í þessari rannsókn. Allavega hef ég ekki séð það enn.

Foreldraútilokun er slæmt ofbeldi. Foreldraútilokun er beitt af móður og föður. Foreldraútilokun hefur gífurlega afleiðingar í för með sér fyrir barn. 

Félagsmálaráðherra getur í það minnsta beitt sér til að minnka það ofbeldi án erfiðis.

Allir þurfa að leggjast á eitt að stöðva ofbeldi sem börn eru beitt, sama hvað það heitir. Allt ofbeldi hefur áhrif á börn þegar til framtíðar er litið.

 


mbl.is „Ofboðslega sorglegar tölur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband