Sálfræðinga í grunnskólann

Byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Gott væri að fá fleiri sálfræðinga inn í grunnskólann og þannig mætti koma í veg fyrir að andlegir krankleika herji á framhaldsskólanemendur. Sé nemendum kennt að þekkja tilfinningar sínar og takast á við þær frá unga aldri geta þeir notað lærdóminn síðar meir. Heillsgæslan hefur vart þann mannafla sem þarf til að sinna grunnskólabörnum ef vel á að vera. 

Atferlisfræðingar ættu auk þess að starfa í grunnskólum landsins. Mikill fjöldi grunnskólanemenda eiga við hegðunarörðugleika að stríða sem bitnar á þeim sem haga sér vel og vilja læra. Að sjálfsögðu er það á ábyrgð foreldra að aga börn sín en allt of mörgum bregst bogalistin og mörgum er nákvæmlega saman hvernig barnið hegðar sér. Aðrir telja það verk grunnskólans að aga barns sitt eins vitlaust og það kann að hljóma.


mbl.is Vilja sálfræðinga inn í skólana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband