Tap í Félagsdómi- fagna því!

Úrskurður Félagsdóms í gær.

Margt gott kom fram í dómnum. Ég fagna honum. Mörgu af því sem kom fram í vörn SNS er ég sammála og margir aðrir sem hafa lagt á sig viðbótarmenntun. Hef rökrætt á þeim nótum sem kom fram í dómnum. Verð að óska öllum, sem það vilja, til hamingju með niðurstöðuna. Fáein atriði sem mér þykja mikilvæg.

Nú þurfa grunnskólakennarar ekki að þvarga meira um jafgildingu launa heldur einhenda sér í kjarasamningagerð og halda félagsmönnum upplýstum um hvað sé í gangi og hvað sé í býgerð.

,,Með nýjum menntunarkafla hafi markmiðið verið að auka launalegan hvata í kjarasamningi til að einstaklingar veldu kennaranám...Það hafi jafnframt verið markmið samningsaðila að byggja menntunarákvæðin þannig upp að í því fælist aukinn hvati fyrir starfandi grunnskólakennara með B.Ed. próf, sem er um 90% allra starfandi kennara, til að ljúka M.Ed. prófi. Hafi stefandi komið með beinum hætti að innleiðingu ákvæðisins , þ.e. greinar 1.3.2.1. Orðalagi...hagað þannig að starfandi kennarar og leiðbeinendur, sem væru í starfi samhliða námi, nytu ávinnings af menntun sinni strax á meðan þeir væru á námsleiðinni.“ Frábært að fá inn % hækkun eftir hverjar 30 einingar. Hvati um það er ekki deilt.

,,Stefndi mótmæli harðlega kröfugerð stefanda í málinu. Telur hann að hvert mannsbarn (ég hélt það líka) sjái hve fullkomin mótsögn sé í því að greiða 90% grunnskólakennara laun líkt og þeir hefðu lokið fimm ára námi til M.Ed. prófs án þess að þeir hafi aflað sér slíkrar menntunar.“

,,Stefndi telur að misskilnings gæti í málatilbúnaði stefnanda um að hið nýja menntunarákvæði feli í sér mismunun og stríði gegn jafngildinarákvæðinu þar sem meistarpróf geti ekki talist viðbótarmenntun í skilningi menntunarákvæðisins eftir gildistöku laga nr.87/2008. Horfi stefandi alveg fram hjá þeirri staðreynd að öllum kennurum sé raðað í lfl.233 óháð því hvort starfsréttindi/leyfisbréf hafi fengið að loknu þirggja ára námi til B.Ed. prófs eða fimm ára námi til M.Ed. prófs.”


Bloggfærslur 5. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband