Harmleikurinn í Vesturbænum

Fréttir dynja á okkur um harmleikinn í Vesturbænum þar sem dópbæli þreifst ágætlega fyrir þá sem þar vildu vera. Fréttir og ekki síður athugasemdakerfi blaðanna óvægin og á einn veg. Í huga fólks virðist einn sökudólgur. Fréttir berast af meintum brotum húsráðanda. Engar aðrar athugasemdir koma fram nema að kona hafi komið út úr húsinu í annarlegu ástandi. Lesendur geta sér til að það sé vegna fíkniefnaneyslu, sennilega margra daga. Allir stútfullir af fíkniefnum.

Faðir eins fíkilsins staðhæfir að barni hans hafi verið haldið nauðugu þar. Legg ekki dóm á það. Rannsókn mun leiða það í ljós. Mörgum finnst staða húsráðanda í samfélaginu ráði að mestu gjörðum og athöfnum lögreglu og dómara. Dómgreindarleysi. Ekki verður annað séð en lögboðnir aðilar verði að fara að lögum. Engin börn voru á staðnum, hér var um sjálfráða einstaklinga að ræða. Ráðist á laganna verði að ósekju að mínu mati. Réttargæslumenn hafa verið yfirlýsingaglaðir sem er forkastanlegt. Hvort það er til að fá meðaumkun með meintum þolendum eða láta á sér bera skal ósagt látið. Samræða við lögreglu hefði sennilega skilað betri árangri. Lögregla telur að málum sé blandað saman.

Fólk hefur látið hafa eftir sér, á snjáldursíðum, að eiturlyf hafi ekki áhrif á fólk, hvorki í gjörðum eða hugsunum. Skortur á þekkingu eða fordómar. Í fræðslubækling embættis landlæknis kemur fram að fólk missir ráð og rænu, vægt til orða tekið. Mesta prýðisfólk verður að villumönnum burtséð frá kyni. Fólk gerir hluti sem það myndi ekki undir öðrum kringumstæðum gera.

Á vef embættis landlæknis stendur ,,Áhrifin eru slæm. Mjög auðvelt er að pirra neytandann meðan hann er undir áhrifum og hætta er á að hann verði árásargjarn og beiti ofbeldi. Þá bælir amfetamín hungur-, þorsta- og þreytutilfinningu svo notandinn keyrir sig áfram þar til hann er orðinn örmagna en getur samt ekki slakað á eða sofnað. Þessu fylgja svo fráhvörf, s.s. ótti, pirringur, ofsóknarhugmyndir og oft alvarlegt þunglyndi. Andleg fráhvörf geta varað í marga mánuði eftir að notkun efnisins er hætt.” Áfram segir ,,Við mikla eða langvarandi notkun minnkar líkamsþyngd. Svefnleysi og árásahneigð fylgir mjög oft og stundum bregður fyrir mikilmennskubrjálæði. Geðsveiflur geta verið miklar og leiða stundum til alvarlegs þunglyndis.”

Fíklarnir sem voru í umræddu vesturbæjarmáli þurfa öll á hjálp að halda til að koma sér út úr neyslunni.

 

Heimild:

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item10663/Stadreyndir_um_vimuefni_Veftexti.pdf


Því miður reynir ekki oft á þetta hér á landi

Hvílíkur asnaskapur. Svona mál eyðileggja fyrir fórnarlömbum nauðgunar. Mál af þessum toga finnast á Íslandi. Því miður tekur rannsókn á þessum málum á alla. Fyrst er að skoða nauðgunarkæruna og öllu því sem henni fylgir. Niðurstaða kemur. Á ekki við rök að styðjast. Eftir það verður sá sem kærður var að ákveða hvort hann vilji í mál og fá viðkomandi dæmdan fyrir lygar. Slíkt tekur á og langan tíma. Fólk veigrar sér við því ferli. Af þeim sökum fá færri dóm fyrir lognar nauðgunarkæru en í reynd ætti að vera.


mbl.is Dæmd fyrir að ljúga til um nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband