Fíkniefnaheimur í hnotskurn. Ljótur veruleiki

Sorglegt að lesa um örlög þessa fólks sem kemur við sögu í þessu máli. Skiptir þá engu hvert þeirra er. Fíkniefnaheimurinn er óvæginn að öllu leyti. Fólk selur sig fyrir næsta skammt og skiptir engu hver kaupandinn er. Fíkniefni spyrja ekki um aldur, stöðu eða efnahag. Nái efnið tangarhaldi á fólki er það þræll þess þar til það þiggur hjálp. Ekki á vísan að róa að fíklar geri það þó þeir þurfi á að halda.

Þegar fíkniefni ná bólfestu í líkamanum hefur það áhrif á heilann, hugsun ekki skýr. Ranghugmyndir láta á sér kræla. Hugsun er meira að segja brengluð. Fíklar hugsa bara um líðandi stund, ekki það sem kom áður né á eftir. Staður og stund ræður för og næsti skammtur. 

Margt hefði án efa mátt vera öðruvísi í þessu máli. Margt hefði mátt vera öðruvísi í ferlum sem fóru af stað, bæði hjá aðstandendum og laganna vörðum. 


mbl.is Gæsluvarðhald yfir Kristjáni rennur út síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband