Bótagreiðslur til þolenda- Eva skoðar málið.

Hér verða skrif Evu gerð skil um bótagreiðslur o.fl. Neðar er krækja á pistilinn. 

,,Ástæðan fyrir því að mál Atla Rafns gegn Leikfélagi Reykjavíkur vekur svo sterk viðbrögð með tilheyrandi rangfærslum um bætur til þolenda í nauðgunarmálum er sennilega sú að hávær hópur réttlætisriddara vill helst að hugmyndafræðin á bak við #metoo hreyfinguna fái stöðu réttarheimildar. Að vinnuveitendur fái frelsi til þess að losa sig við starfsmenn að eigin geðþótta án þess að skeyta hið minnsta um grundvallarsjónarmið réttarríkisins, án þess að virða rétt starfsmanns til æruverndar, án þess að gefa starfsmanni sjálfsagðar upplýsingar um það hvað honum er gefið að sök, hvað þá tækifæri til að svara fyrir sig." 

,,[Uppfært: Mér var bent á dóminn í máli 17 ára stúlkunnar, sem ÞEÞ vísar til. Þetta er dómur frá 2001. Stúlkunni var dæmd milljón í miskabætur og Hæstiréttur staðfesti þá fjárhæð og þyngdi dóminn yfir nauðgaranum. Framreiknuð til dagsins í dag er þessi bótafjárhæð 2,2 milljónir. Það er ekki mikið fyrir aðra eins meðferð. Vonandi fengi hún meira í dag en þetta er þó augljóslega meira en sú miskabótafjárhæð sem Atla Rafni var dæmd í vikunni.]"

 

Krækjan:http://www.norn.is/laganornin/


Vill ekki líkja málunum saman...ójú margt sameiginlegt.

Freyja Haraldsdóttir mætt á ritvöllinn. Hún vill ekki láta líkja máli Atla og sínu saman. Setur sig á háan hest. Auðvitað eiga þessi mál töluvert sameiginlegt. Málin fjalla bæði um réttláta málsmeðferð. Báðum finnst á rétt sinn genginn. í öðru málinu var það Barnaverndarstofa og í hinu leikhússtjóri og stjórn LR. Málin eiga það sameiginlegt að fólk hefur skiptar skoðanir á málunum. Málin eiga það sameiginlegt að þau eiga bæði stoð í lögum og reglugerðum, þess vegna fengu þau meðbyr bæði tvö. Málin eiga það sameiginlegt að um þekkta einstaklinga (þekkti nú ekki Atla áður en þetta kom upp) er að ræða í samfélaginu. Báðir einstaklingarnir vilja ekki sitja undir fordómum í þeim málum sem þau berjast fyrir.

Að skoðun Freyju sé að konum skal ávallt trúað, líka í laumi, hefur ekkert með lög og reglugerðir að gera frekar en að skoðun mín sé að hún hefur ekkert með námskeið að gera því hún er ekki hæf til að hugsa um barn. 


Bloggfærslur 3. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband