Dómgreind kennara

Þó kennari sé er ég farin að efast um dómgreind margra kennara. Það vill svo til að ég er trúnaðarmaður á mínum vinnustað og fylgist því oft með málum sem gætu snert launþega. Nýfallinn dómur þar sem vinnuveitandi var dæmdur sekur um brot gegn launþega, þ.e.a.s. ólögmæt uppsögn, ber launamönnum að fagna. Allavega á meðan dómnum verður ekki snúið við, en málinu var vísað til Landsréttar. Kannski fer málið upp allan dómsstigann og kannski til Evrópu.

Eins og mín er von og vísa setti ég tengil af þessari góðu frétt inn á síðu kennara, launþegum, sem eru í viðkvæmri stöðu. Sannarlega tilefni til að gleðjast. Mér til mikillar furðu tjáðu sig nokkrir kennarar um ofbeldismann, áreitnina sem launþegi á að hafa beitt, og ég segi á að hafa, því enginn hefur kært hann eða unnið með málið. Einungis trúnaðarsamtal við vinnuveitenda.  Einn eða tveir kennarar hafa beðið mig að fjarlægja innleggið, sem ég geri að sjálfsögðu ekki. Kennararnir eru svo fastir í forsögu málsins, sem eru ósannaðar frásagnir, að þeir gleyma eða hundsa um hvað dómurinn fjallaði í raun. Undarlegt svo ég segi ekki meir. Þetta er sama fólkið og á að kenna börnum um jafnrétti, virðingu, sanngirni, skoða málið ofan í kjölinn, dæma ekki að óathuguðu máli, jafna deildur svo fátt eitt sé nefnt. Hvernig fara þeir að? Ekki undra að ég spyrji þegar einfalt dómsmál eins og þetta vefst fyrir þeim hver dómsniðurstaðan var, hver er gerandi og þolandi.

Kannski er ég bara svona skrýtin.


Bloggfærslur 12. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband