Röng barátta- á skjön við heilbrigða skynsemi

Ég undrast að barátta eins og Sigrún Sif Jóelsdóttir heyir gagnvart feðrum skuli enn eiga sér stað þegar ofbeldi í garð barns er um að ræða. Hópur kvenna hefur reynt að ná eyrum þjóðarinnar og telur þeim trú um að einungis feður beiti ofbeldi í forsjármálum. Konurnar reyna að fólk til að skrifa undir lista sem afhenda á dómsmálaráðherra. Hélt við værum komin lengra í baráttunni gegn ofbeldi gagnvart börnum. Báðir foreldrar geta og margir beita börn sín ofbeldi, andlegu og líkamlegu, og það vita allir sem það vilja vita. Refsing við ofbeldi á að vera það sama hvort sem þú ert karl eða kona. Kynjaskipt barátta hjálpar engum. 

Vona að þjóðin sé skynsöm og láti ekki teyma sig á asnaeyrunum í undirskrift sem er algerlega á skjön við heilbrigða skynsemi. Verndum börn sem beitt eru ofbeldi hvort sem það er faðir eða móðir sem beitir því.

Áhugavert: https://www.youtube.com/watch?time_continue=110&v=l3c8Ncw0qLI&fbclid=IwAR3Jw0vFvyuWe2OIFKEm_eG1DsStousKnUBKkQIUX8lQVWjLI2A_7FLloB8


Bloggfærslur 10. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband