Stóðu sig vel

Vissulega erfitt að spila einum færri í svona langan tíma eins og í þessum leik. Strákarnir okkar stóðu sig vel og geta gengið sáttir frá leikum, þegar frá líður. Vissulega svekktir nú. Nýliðarnir eiga eftir að læra meira, það kemur. Verður gaman að fylgjast með þeim í næstu leikjum. Tala nú ekki um á komandi árum. Ungu mennirnir eiga framtíð fyrir sér.


mbl.is Sjö marka tap gefur ekki rétta mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi hreyfing hefur misst marks

Upphaflega átti hreyfingin að vekja athygli á kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Hvernig það fer fram, vera víti til varnaðar. Konur áttu að geta stigið fram og sagt frá reynslu sinni öðrum til upplýsinga. Við áttum að læra af þessu, verða upplýstari um hvernig slíkt fer fram.

Íslenskar konur, eins og oft áður, taka ekki bara hreyfinguna til sín heldur skrumskæla hana, illilega.

Hreyfingin er notuð sem nornaveiðar á eldgömul mál eins og þetta mál sýnir. Hreyfingin er notuð til að leggja mannorð fólks í rúst. Á skjön við upphaflegan tilgang. Þess vegna hefur hún misst marks í augum margra. Vonandi leggst þessi notkun hreyfingarinnar af. Efast þó.

Legg ekki mat á hvort maðurinn hafi gert þetta eður ei, var ekki á staðnum og því ógerlegt fyrir mig. 

Framganga kvenna sem hafa eyðilagt annars ágætt framtak er, að mér finnst, til skammar. Þarf nú ekki annað en hugsa til baka, KÍ þingið sem ég sat. Ákveðinn hópur kvenna eyðilögðu frásagnir ungra kvenna af kynferðislegri áreitni. Frásagnirnar voru sagðar til að upplýsa kennara en hurfu í skuggann vegna hópsins sem taldi í lagi að beygja lýðræði kennara í nafni hreyfingarinnar.

Hreyfingin er ekki áhugaverð á nokkurn hátt, allavega ekki hér á landi. 


mbl.is Metoo-hópur stofnaður um Jón Baldvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband