Þeir fá það sama og almenningur

Löngu tímabært að forstöðumenn ríkisstofnanna fái það sama og almenningur í landinu fær. Þó laun þeirra hafi ekki hækkað í þrjú ár eru þeir ábyggilega vel launaðir og hafa ekki yfir neinu að kvarta. Samkvæmt fréttinni virðist sem formaðurinn vænti verulegrar hækunnar og óttast að fá það sama og almenningur. Verður fróðlegt að fylgjast með. Þeir sem heyrðu undir kjararáð ættu nú að fá hækkun samkvæmt almennri launaþróun. Verði það gert þarf formaðurinn ekki að óttast að hópurinn verði skilinn út undan.


mbl.is Ríkisforstjórar reiðir kjararáði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagfólk ekki tínt upp af götunni

Það er löngu vitað að fagfólk innan félags-og heilbrigðisgeirans muni vanta í komandi framtíð. Þetta er byrjunin. Launin eru svo lág að fáir vilja starfa við umönnun og hjúkrun aldraðra. Vinnan er erfið og því ekki á hvers manns færi að sinna þessari þjónustu. Tekur á andlega og líkamlega. Nú tala menn um að byggja heimili fyrir aldraða. Tel það minnsta mál. Erfiðara er að manna slíkar byggingar af fagfólki.


mbl.is Draga þarf úr heimaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband