Ásmundur og hinir á spenanum...

Þingmenn mættir á spena ríkissjóðs og hafa sjálfir skammtað sér úr honum. 

Þórunn Egilsdóttir fær álagsgreiðslu sem varaforseti Alþingis 165.179 kr. og álagsgreiðslu sem formaður þingflokks 165.179 kr. Sem sagt álagsgreiðslur hennar nema sem svarar rúmlega lágmarkslaunum einstaklings sem vinnur á leikskóla eða dagmóður með 4 börn. Svo koma laun Þórunnar og aðrir bitlingar til viðbótar...þetta er bara álgasgreiðsla. Til hvers eru þingmenn ráðnir, velti því fyrir mér.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og fleiri fá húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslu, 134.041 kr. og svo álag á húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslu 53.616 kr. Þetta er ekki í lagi, að fá 188.000 þús. kr. á mánuði í húsnæðiskostnað þó svo maður búi á landsbyggðinni. Viðkomandi þingmaður gæti keypt sér eign í Reykjavík og við borgum brúsann, ekki það Steingrímur J. gerði það. Hús í boði þjóðarinnar.

Líneik Anna fær greiðslu fyrir að vera 1. varaformaður. ,,Álagsgreiðsla sem 1. varaformaður nefndar 110.120 kr." Já þeir kunna að smyrja á launin sín þingmennirnir. Tímabært að endurskoða þetta frá upphafi til enda.

Oddný Harðardóttir ásamt öðrum formönnum þingflokka fá þetta greitt fyrir að vera formenn. ,,Álagsgreiðsla sem formaður þingflokks 165.179 kr."

Logi Einarsson, Sigmundur Davíð, Inga Sæland og aðrir stjórnarandstöðuformenn fá 550 þúsund krónur á mánuði, rúmlega mánaðarlaun kennara, fyrir að vera formaður stjórnmálaflokks, á okkar kostnað. Er það virkilega okkar að greiða formönnum stjórnmálaflokka laun, nærri 7 millur á ári á hvern og einn. Fy for satan.


mbl.is Keyrði bara 2.000 kílómetra í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í lagi að skipta út fólki

Verkalýðshreyfingin er eins og önnur samtök byggist upp á fólki sem hefur áhuga á málefnunum. Það ætti að vera regla en ekki undantekning að skipta út forystu verkalýðsfélags. Menn eru ótrúlega þaulsetnir í þessum embættum sem oftar en ekki eru vel launuð, með ýmis fríðindi s.s. bifreiðastyrk, síma, tölvur o.s.frv. Það er vonandi að öll félög innan ASÍ sjái þörf á breytingum. Ég undrast reyndar fyrirkomulag Eflingar til stjórnarkjörs, bjóða fram lista í stað þess að fólk gefi kost á sér og félagsmenn kjósa þá sem þeir vilja. Gylfi Arnbjörnsson veit ekki enn hvort hann hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi setu en undirtóninn í félögunum er að hann láti sig hverfa, komið nóg hjá honum.

Við sjáum sömu bylgju innan Félags grunnskólakennara þar sem núverandi formanni var hafnað bæði sem formanni KÍ og FG. Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara rær lífróður fyrir embætti sínu en henni var líka hafnið sem formanni KÍ.

Svo er að sjá að almenningur vilji sjá breytingar í verkalýðsfélögum, menn hafa augljóslega misst traust sitt. 


mbl.is Skjálfti í hreyfingunni en varað við skotgröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband