Kristin Johansen fjarlægði ummæli, af því þau voru röng

Foreldrajafnrétti setti pistil á snjáldursíðu sína í dag. Fjallar að hluta um dóm sem kveðinn var upp í húsbrotsmáli sem endaði því miður með ofbeldi. Kynjunum er skipt í pistlinum. Bók Kolbrúnar kom fyrir í ummælunum. Dóminn má finna á snjáldursíðu Foreldrajafnréttis.

Einn á síðu Foreldrajafnréttis spurði um tengsl konunnar, sem braust inn á heimili Kolbrúnar, við aðila úr lögreglunni. Kristin Johansen kom því skýrt til skila að bók Kolbrúnar væri skáldskapur og persónurnar væru skáldaðar til að krydda söguna. Hún veittist m.a. að mér, að ég sem kennari ætti að vita að höfundar bóka sæktu fyrirmyndir í raunverulegar persónur. Ætlaði sér að setja mig niður. Ekki varð  neitt úr því. Með einfaldri leit var hægt að afsanna orð hennar. Þegar það var gert fjarlægði hún ummæli sín. Sýnir í hnotskurn hvernig her öfgafemínista vinnur þegar svona mál eru annars vegar. Málflutningur Kristinar er svolítið í takt við málflutning öfgafemínistanna, fullyrða. 

Annað sem hefur vakið athygli mína er kjánalegur ,,like" her hjá þeim. Minnir á unglinga sem eru í ,,like" keppni. Hélt sannast sagna að fullorðið fólk hagaði sér ekki svona kjánalega. 

Hér má lesa pistil Foreldrajafnréttis: 

https://formannslif.blog.is/blog/formannslif/entry/2246421/


Er kynskipt réttlæti í þágu barna?

Félag um foreldrajafnrétti skrifaði á snjáldursíðu sína í dag áhugaverðan pistil. Vekja þarf fólk til umhugsunar um málefnið. Áhugaverð nálgun þegar kynjum er snúið við í hlutverkum sínum.

Pistillinn hefst:

Rannsóknir sýna að réttarkerfið tekur mjög ólíkt á afbrotum fólks eftir því hvort þau eru framin af körlum eða konum. Konur eru mun síður ákærðar en karlar fyrir sambærileg brot og hljóta mun styttri dóma komi yfir höfuð til ákæru. Þetta á sér skýringar í rótgrónum og úreltum viðhorfum samfélagsins til bæði karla og kvenna.

Þessi úreltu viðhorf eru gjarna notuð til að kynda undir tortryggni í garð feðra um leið og dregin er upp helgimynd af mæðrum. Þessi viðhorf stangast á við rannsóknir sem sýna að börn eru ekkert síður beitt ofbeldi af mæðrum sínum en feðrum. Viðhorf sem þessi múra börn sem beitt eru ofbeldi af mæðrum sínum inn í ofbeldissambandinu með vantrú, þögn og skömm.

Ein tegund alvarlegs ofbeldis gagnvart börnum – og foreldrum – er það þegar annað foreldrið, meðvitað eða ómeðvitað, eitrar samband barns við hitt foreldri sitt. Það skaðar börn sem eru þolendur foreldraútilokunar þegar þessi tegund ofbeldis er dregin niður í svað kynjafordóma. Þegar látið er eins um sé að ræða stríð á milli tálmunarmæðra og vafasamra feðra. Það er fjarri sanni. Hið rétta er að bæði kynin beita þessu ofbeldi í svipuðum mæli og á síðasta ári leituðu fleiri útilokaðar mæður til Foreldrajafnréttis en útilokaðir feður. Þeim er enginn greiði gerður með jafn fordómafullri nálgun og raun ber vitni.

Upp á síðkastið hefur mikil umræða átt sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í tengslum við dómsmál þar sem móðir ruddist inn á heimili föður ásamt sambýlismanni sínum og efndi þar til átaka. Málið er afar áhugavert með tilliti til þeirrar tilhneigingar réttarkerfisins að horfa í gegnum fingur sér gagnvart ofbeldi kvenna en taka hart á körlum.

Til að skora kynjafordóma sína á hólm getur verið gott að skipta um kyn á persónum. Ef við gerum það við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 19. desember 2018, lítur málið svona út:

Faðir brýst inn á heimili móður

Foreldrar tíu ára barns hafa aldrei búið saman en barnið hefur dvalið nokkuð jafnt hjá báðum foreldrum. Faðirinn er með lögheimilið en það fer mjög eftir duttlungum hans hvernig umgengni er háttað. Nýlega kom hann í veg fyrir að barnið færi með móður sinni og systkinum til útlanda í umgengnistíma móður. Þegar móðir kærði brot á umgengni til sýslumanns túlkaði faðirinn það sem árás á sig.

Samskiptin versna. Móðir lætur í ljós áhyggjur af því að barnið sé að fara óbólusett í fjarlægan heimshluta og ýjar að því að hún gefi ekki leyfi sitt fyrir þessu ferðalagi barnsins.

Faðir á að sækja barnið „um miðjan dag“ en mætir kl. 13 ásamt sambýliskonu sinni sem jafnframt er lögmaður hans. Sambýliskonan hefur (sem lögmaður föður) fengið lögregluna til að vera til staðar vegna ótta um að barnið verði ekki afhent. Að lögregla verði við slíkri beiðni er óvenjulegt. Þegar faðir bankar upp á og vill fá barnið afhent vísar móðir í umgengnissamning sem segir að skiptin skuli fara fram „um miðjan dag“ og segir að barnið verði ekki afhent fyrr en kl. 15 eins og um sé samið.

Samkvæmt vitnisburði lögreglu verður faðir þá „alveg snar“, lemur kröftuglega á dyrnar og öskrar að lögreglan sé á staðnum. Þegar móðir opnar aftur til að sýna föður/lögreglu umgengnissamninginn ryðst hann inn á heimilið ásamt sambýliskonu sinni, sem er með svarta beltið í karate. Aðilum ber ekki saman um atburðarrás næstu sekúndna en ljóst er að til átaka hefur komið á milli húsráðenda og innrásaraðilana.

Eftir stutt átök finnur faðirinn barnið sem hafði falið sig meðan á þessu stóð og fylgst óttaslegið með, dregur það með sér á sokkaleistunum út úr húsinu og að bifreið sinni hraðar en það gat gengið. Á meðan öskrar barnið, „nei, nei, nei“ og hrópar á hjálp (vitnisburður lögreglu og vitnis sem var gestkomandi í næsta húsi).

Lögreglumaðurinn telur að um ein mínúta hafi liðið frá því faðirinn braust inn á heimilið og þar til hann kom út með barnið í eftirdragi. Eftir að lögreglumaður kynnir sér úrskurð sýslumanns sem móðirin framvísar fyrirskipar lögreglumaðurinn að barnið skuli fara aftur inn til móðurinnar til þess að hægt sé að róa það og kveðja. Eftir þennan örlagaríka dag hefur móðirin ekki fengið að hitta barnið sitt aftur.

Svo fer að hún kærir föðurinn fyrir innrás á heimili sitt og árás á sig og manninn sinn. Kæra móður er felld niður en kæra föður fyrir ofbeldi gegn honum í áflogunum sem sköpuðust þegar hann braust inn á heimilið fær brautargengi. Réttað er í málinu og eiginmaður móðurinnar er sýknaður en móðirin fundin sek um ofbeldi gagnvart barnsföður sínum og brot gagnvart barni þeirra sem varð vitni að ofbeldi hennar gegn föður barnsins.

Ólíkt tekið á afbrotum eftir kyni

Hefðu kynin verið þau sem að ofan er lýst má telja líklegt að reiði hefði gripið um sig í samfélaginu. Jafnvel ásakanir um feðraveldi sem stingi ofbeldi gegn konum undir stól en veiti brautargengi ákærumálum gegn konum. En af hverju var fallið frá ákæru á hendur þeim sem brýtur sér með ofbeldi leið inn á heimili þar sem barn var í umgengni og rífur það út á sokkaleistunum hrópandi „nei, nei, nei“?

Oft eru kærur látnar falla niður sem þykja ólíklegar til sakfellingar. Það á ekki við í þessu tilfelli. Fjöldi dóma hefur fallið yfir mönnum sem ryðjast með valdi inn á heimili barnsmæðra sinna. Því mátti ljóst vera að konan og sambýlismaður hennar yrðu dæmd sek um húsbrot og fyrir að efna til alvarlegra átaka að barni viðstöddu.

Það að kæran var látin niður falla hindraði framgang þessa hluta málsins í réttarkerfinu. Þarna tók lögreglan sér það vald að stöðva framgang réttvísinnar. Af hverju? Af því gerandinn var kona? Eða hafði lögreglan aðrar ástæður?

Athyglisverð eru þessi orð í dómi Héraðsdóms: "Hins vegar verður að hafa í huga að brotaþoli réðst inn á heimili hans og gerðist þannig sek um refsivert brot gegn ákærða, sbr. 231. gr. almennra hegningarlaga [þ.e. húsbrot]." Engu að síður var konan ekki ákærð. Þetta eru mjög óvenjuleg ummæli í því ljósi og má túlka sem skilaboð dómsvaldsins til ákæruvaldsins.

Landsréttur

Þetta tiltekna mál bíður nú meðferðar í Landsrétti. Hvort Landsréttur mun snúa dómi Héraðsdóms við eða staðfesta hann kemur brátt í ljós.

Landsréttur mun hins vegar ekki taka til meðferðar þá mismunun ákæruvaldsins að fella niður ákæru um húsbrot og árás á húsráðendur en halda kæru innbrotsaðilans til streitu.

Landsréttur mun ekki heldur taka afstöðu til þess ofbeldis sem barnið hefur orðið fyrir með tálmun sem nú hefur staðið í tæp 4 ár.

Það væri óskandi að Landsréttur þyrfti að taka allt málið til heildarendurskoðunar, því sama hver niðurstaðan úr áfrýjun á dómi Héraðsdóm verður, þá hefur barn orðið fyrir skaða sem allt kapp þarf að leggja á að bæta.

Þetta barn á rétt á því að eiga gott samband við báða foreldra sína. Sá réttur barnsins er áréttaður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hvern dag, sem ekki er verið að vinna að því, er verið að brjóta á þessu barni.

Ákall til dómstóla

Til eru viðurkennd og gagnreynd greiningarpróf sem greina á milli þess hvort barn er beitt foreldraútilokun eða öðru alvarlegu ofbeldi sem þá getur hugsanlega réttlætt tálmun á umgengni. Það er gríðarlega brýnt að barnaverndarkerfið og dómstólar sæki sér þessa þekkingu og noti hana til að greina hvað raunverulega er á seyði þegar umgengni er tálmuð og ásakanir ganga á víxl.

Við myndum aldrei sætta okkur við að heilbrigðiskerfið nennti ekki að verða sér út um þekkingu til að greina sjúkdóma barna rétt. Af hverju sættum við okkur við að barnaverndarkerfið og dómstólar afli sér ekki þekkingar til að greina á milli foreldraútilokunar og annars alvarlegs ofbeldis?

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur á undanförnum árum dæmt ríki skaðabótaskyld fyrir að vernda ekki samband barns og foreldris í málum sem þessum. Ljóst er af þeim dómum að íslensk yfirvöld eru margsek um vanrækslu gagnvart rétti barna til að njóta beggja foreldra sinna. Það er þörf á vakningu.

Á meðan ákæruvaldið og dómstólar útdeila réttlæti eftir kyni og skirrast við að afla sér þekkingar á alvarlegu ofbeldi gagnvart börnum verður dómstóll götunnar hinn raunverulegi Hæstiréttur. Það mun ekki færa okkur líf án ofbeldis.

(Öllum konum og körlum sem það vilja er frjálst að skrifa undir þessa grein og þar með ákall til barnaverndaryfirvalda og dómskerfisins um að tryggja börnum rétt til að eiga gott samband við báða foreldra sína. Vinsamlegast tilkynnið um undirskrift í athugasemdum við þessa færslu eða í skilaboðum á Foreldrajafnrétti.)

F.h. Félags um foreldrajafnrétti:
Dofri Hermannsson
Sigríður Guðlaugsdóttir
Brjánn Jónsson
Ingveldur Stefánsdóttir
Heimir Hilmarsson
Ester Magnúsdóttir
Hilmar Þorsteins Garðarsson
Unnur Þorsteinsdóttir
Rúnar Gregori Muccio
Júlíana Kjartansdóttir


Borgin stendur betur að vígi

Með þeirri heimild að ríkisstjórnin geti sett lögbann á verkfallið stendur borgin betur að vígi en Efling. Þeir vita sem svo, dragist verkfall á langinn grípur ríkið inn í ferlið. Ósanngjarnt finnst mörgum. Mér þykir merkileg ráðstöfun af hálfu borgarinnar að skipa Hörpu formann samninganefndarinnar, miðað við fortíð hennar. Hún fór ekki með góðu frá Eflingu. Hugur hennar gæti haft áhrif á gang viðræðnanna.

Þrýstihóp foreldra vantar á báða samningsaðila. 


mbl.is Lögbann á verkfall ekki komið til tals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja­styrk­ur er ná­tengd­ur þraut­seigju

Þegar ég hugsa til Kolbrúnar Önnu sem skrifaði bókina Ákærð eiga þessi orð vel við ,,Fræg eru orð Winst­ons Churchill þess efn­is að aðal­atriðið sé ekki maður vinni eða tapi, held­ur hvort maður hafi hug­rekki til að gef­ast aldrei upp."

Konan sýndi fádæma hugrekki með útgáfu bókarinnar vitandi að hrægammar samfélagsmiðlanna og hópur öfgakvenna myndu ráðast að henni. Ráðast að henni fyrir að vernda heimili sitt og börn. 

Þeir sem berjast fyrir foreldrajafnrétti er hópur fólks sem berst fyrir mannréttindum barna sem búa við tálmun og foreldrafirringu. Eins og Hermóður segir, ,,Nel­son Mandela er ann­ar. Hann er þekkt­ur fyr­ir hug­rekki sitt og sterka rétt­læt­is­sýn í bar­áttu sinni fyr­ir mann­rétt­ind­um." og áfram segir hann sem passar líka við samtökin, ,,Vilja­styrk­ur er ná­tengd­ur þraut­seigju, sem snýst um að vinna mark­visst að viss­um mál­efn­um eða mark­miðum."


mbl.is Hugrekki er mikilvægur eiginleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mál að linni

Merkilegt: ,,Það er einna helst notað til að sam­stilla gang­mál dýra, mest í svína­rækt. Frjó­sem­is­lyfið er notað út um all­an heim, en í hverf­andi magni á Íslandi."

Rætt er um að minnka kjötframleiðslu á heimsvísu. Ekkert bendir til að við séum á þeirri leið. Tökum blóð úr fylfullum merum til að auka frjósemi annarra dýra. Merin er fyljuð ár eftir ár eftir ár til að viðhalda iðnaðnum. Allt útigangsmerar.

Mál að linni.


mbl.is 5.036 hryssur notaðar í blóðmerahald í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í dag- hugrökk kona

Áhugavert viðtal við Kolbrúnu í Ísland í dag. Hópur kvenna hefur talað og tekur fyrir að við fáum að mynda okkur skoðun á máli sem hefur oft verið fjalla um. Sorpritið Stundin hefur verið fremst í flokki í þeim málum og frekar einhliða. 

Horfið á viðtalið og myndið ykkur skoðun sjálf...https://www.visir.is/k/2ef81d8e-d4db-4ca0-b5a5-b98e7287418b-1582657936531


Notaðu tímann í eitthvað betra

Hvernig væri að þingmenn hættu að skipta sér af öllu. Látið Embætti Landlæknis um þetta. Snúðu þér að einhverju öður málefni Inga. Mörg málefni sem þurfa á umræðu að halda. Sóun á starfskröftum að röfla um þetta í þinginu. Merkilegt að þingmenn eins og Ingi geti ekki sleppt takinu og láta viðeigandi stofnanir um störf sín. Að gera veiruna að pólitísku þrætuepli er fáránlegt.


mbl.is Sakar yfirvöld um kæruleysi eftir smit á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsmál

Ekkert er barni jafn nauðsynlegt og að umgangast báða foreldra sína. Setja þarf málaflokkinn í forgang. Ráða þarf starfsmenn sem sinna eingöngu forsjármálum og umgengnismálum. Börn börn hafa þolað tálmum í lengri og skemmri tíma og svo langur afgreiðslutími bætir ekki þá böl.

Margir foreldrar hafa notfært sér hve seinagangurinn er mikill. Mæti foreldri ekki í viðtal á að taka ákvörðun án þess. Notað sem tálmunaraðferð. Seinka málinu.

Börn eiga ekki að líða fyrir vanda fullorðinna, við fullorðna fólkið eins og forsætisráðherrann sagði um ofbeldið, eigum að grípa inn, barnanna vegna. Tálmum en líka ofbeldi.


mbl.is Allt að fimm ára bið eftir úrskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

At­hvörf kvennanna og eymd at­vinnu­mennskunnar

Las fróðlega grein á Visi.is sem birtist í morgun eftir Arnar Sverrisson. Ákvað að deila henni enda efnið áhugavert. 

 

„Ofbeldi hefur áhrif á líf milljóna kvenna um allan heim óháð menningu og þjóðfélagshópi og er ein versta birtingarmynd ójafnrar stöðu kynjanna. Talið er að ein af hverjum þremur konum verði fyrir alvarlegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. ... Kynbundið ofbeldi tekur á sig margvíslegar myndir allt frá heimilisofbeldi og nauðgun til kynfæralimlestinga og nauðungarhjónabanda. Nýleg rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sýnir þó að heimilisofbeldi er stærsta ógnin við líf og heilsu kvenna og alvarlegt heilbrigðisvandamál um allan heim.... Um helmingur þeirra kvenna sem þolað hafa ofbeldi af hendi maka sinna hafa fengið alvarlega líkamlega áverka og konur sem einhvern tímann hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi maka eru tvisvar sinnum líklegri en aðrar konur til að þjást af andlegu og líkamlegu heilsuleysi.“ Svo ritar Guðrún Dögg Guðmundsdóttir árið 2005, þáverandi forstýra Mannréttindaskrifstofu Íslands (nú útsendari sveitarfélaganna í Brussel.) Höfundur er keikur kvenfrelsari.

Alhæfingar, algildingar og staðhæfingar ýmist á grundvelli hugaróra eða vísvitandi skrumstælingar rannsóknaniðurstaða – stundum fölsunar þeirra - eða eigin kvenfrelsunarrannsókna og samantekta úr ársskýrslum kvenfrelsunarstofnanna á borð við Stígamót og Kvennaathvarf, eru undirstaðan að einhliða áróðri fyrir nauðsyn þess, að íslenskir skattgreiðendur pungi út til að bæta eymd kvenna. Karlar eru vitaskuld ævinlega sökudólgarnir. Öðruvísi er sjaldan á þá minnst.

Drífa Snædal, núverandi forsæta ASÍ, áður forstýra Kvennaathvarfsins, og háttskrifaður hugmyndafræðingur Vinstri-Grænna um kvenfrelsun, er líka kynngimagnaður kvenfrelsari. Á sama ári og kvenfrelsunarsystir hennar ofangreind leiddi okkur í sannleikann um karlillskuna um víða veröld, staðhæfði Drífa – jafn áhugasöm um mannréttindi og systirin í trúnni: "Að vera laus við ofbeldi hljóta að vera mannréttindi..." Og það fer varla á milli mála, hverjir séu þrjótarnir: "Það er alveg horft framhjá því að 95% þeirra sem beita heimilisofbeldi eru karlar og 95% sem verða fyrir því eru konur."

Drífa tekur enn djúpt í árinni: „Hér á landi eru þúsundir kvenna og barna sem hræðast hversdaginn. Þau eru ekki örugg heima hjá sér, finna fyrir daglegum ótta, vanmætti og niðurlægingu. ... Ástæðan er kynbundið ofbeldi [þ.e. ofbeldi karla] sem þrífst í skjóli þagnarinnar, ...“

Drífa fer enn á kvenfrelsunarkostum: „Kynbundið ofbeldi er ofbeldi sem karlar beita konur og staðfestir aldagamalt valdamisvægi kynjanna. ... Þannig hefur sameiginlega forsjáin [yfir börnum] gefið ofbeldismönnum enn eitt tæki í hendurnar til að stjórna lífi kvenna og barna, en yfirleitt eru þau stjórntæki sem tiltæk eru, notuð til að halda valdayfirráðum. Kynbundið ofbeldi er svo umfangsmikið vandamál að fullkomlega óábyrgt er að líta fram hjá því við lagasetningu eins og varðandi sameiginlega forsjá. ... Að líta fram hjá ofbeldi karls gegn konu inni á heimilinu er því að líta fram hjá ofbeldi gegn börnum. ... Eins og frumvarpið lítur út í dag er gert ráð fyrir því að foreldrarnir séu tveir einstaklingar sem búa við jafnrétti sín á milli og hafi hag barnsins að leiðarljósi. Algerlega er litið fram hjá félagslegu valdamisræmi milli kynjanna eða því að um ofbeldi geti verið að ræða. ... Ástæða þess að konur samþykkja sameiginlega forsjá þó það sé andstætt hagsmunum barnsins og/eða konunnar getur líka verið undirliggjandi hótun eða ógnun.“

Boðskapur Drífu er í samhljómi við stefnuskrá VG og öfgakvenfrelsara um allan hinn vestræna heim. Samkvæmt hugtaki þeirra um „feðraveldið“ margumrædda felst böl kvenna í ofbeldi karla á öllum sviðum, þó einkum inni á heimilunum, þar sem þeir kúga bæði konur og börn. Faðir er í sjálfum sér skaðvaldur barna sinna.

Það hefur ekki staðið á Alþingi og stjórnvöldum að bregðast við í anda þessa málflutnings. Á þeim vettvangi hafa kvenfrelsarar með VG í broddi fylkingar unnið hvern „stórsigurinn“ á fætur öðrum. T.d. hefur nýlega verið lögleiddur fleirþjóðlegur samningur þess efnis að líta beri á konur sem fórnarlömb karla. Dómarar verða því augljóslega að túlka íslensk lög í því ljósi. Stjórnvöld hafa gripið áróðurinn á lofti og staðfest í umfangsmiklum aðgerðaáætlunum gegn körlum, feðrum.

Undir samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks starfaði á árinu 2003 ein á mörgum svokölluðum „jafnréttisnefndum,“ sem skipaðar hafa verið af íslenskum stjórnvöldum (í tíð Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra). Hún hafði þann starfa að úthugsa aðgerðir til að stemma stigu við ofbeldi karla gegn konum eins og hver nefndin á fætur annarri síðan. Tillögur voru t.d. þær að fræða starfsfólk dómstóla, saksóknara og löggæslu um ofbeldi af hálfu karla. Þar að auki skyldi markvisst fjölga konum í starfsstéttum, sem koma að slíkum ofbeldismálum, enda þótt konur væru þar í miklum meirihluta. Það var þó ekki bundið í kvóta eins og tíðkast, þegar auka þarf veg kvenna í þjóðlífinu.

Snemma árs 2009 komst til valda ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar. Í skýrslu velferðarráðuneytis árið 2013 gefur eftirfarandi að lesa: „Markmið áætlunar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir gegn ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum miða að því að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, styrkja úrræði fyrir konur sem beittar eru ofbeldi og vinna að verndun barna sem verða vitni að ofbeldi. Þá er þess sérstaklega getið í markmiðum að unnið skuli að úrræðum fyrir karla sem vilja hætta að beita ofbeldi.“ Hvergi er getið um „viðgerðir“ á konum, sem beita slíku ofbeldi u.þ.b. til jafns við karla.

Ríflegir styrkir til Kvennaathvarfs og Stígmóta eru meðal aðgerða stjórnvalda ríkis og Reykjavíkurborgar og í samræmi við stefnuskrá VG, þar sem stendur m.a.: „Standa skal myndarlega við bakið á þeim grasrótarsamtökum sem hafa borið hitann og þungann af ráðgjöf og þjónustu við þolendur [konur]. Sömuleiðis þarf að tryggja meðferðarúrræði fyrir ofbeldismenn [ofbeldiskarla].“ Það þarf varla að taka fram, að rausn VG er sótt í vasa skattgreiðenda.

Ofannefndar áætlanir eru byggðar á kunnáttuleysi og/eða fordómum og/eða vinsældaöflun og/eða ofstæki. Fyrir liggur mýgrútur rannsókna, sem stjórnmálamenn, vilji þeir á annað borð grundvalla stjórnvaldsaðgerðir á upplýsingu og staðreyndum, gætu kynnt sér. Ég læt mér að sinni nægja að nefna eina þeirra frá nágrönnum okkar, Norðmönnum, sem oft vanda til verka. „Það vekur athygli, að þar sem um er að ræða ofbeldi meðal fullorðinna í fjölskyldunni, telja margir viðmælenda [mæðranna] sig [hvort tveggja] aðalofbeldismann og upphafsmann ofbeldisins.“ (Skýrsla 4/2014 um rannsóknir á ofbeldi mæðra gegn börnum frá „Nasjonalt kunnskapssenter for vold og traumatisk stress,“ 4/2014) Þessi niðurstaða endurómar reynsluna frá fyrsta kvennaathvarfi okkar tíma í Lundúnum.

Þrátt fyrir, að staðreyndir tali öðru máli, eru karlar venjulega dregnir til ábyrgðar fyrir heimiliserjur. Til að mynda var í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna frá maí 2009 kveðið á um, að ríkisstjórnin muni grípa til aðgerða til að útrýma ofbeldi karla gegn konum, m.a. með því að lögfesta austurrísku leiðina 10. júní 2011. Þess má geta, Austurríkismenn eru sérlega kappsamir kvenfrelsarar. T.d. átti sér stað árið 2007 fjölmiðlaherferð þar í landi undir herhvötinni „Heittelskuð, heitbundin, höggvin“ (verliebt, verlobt, verprügelt).

Í fyrrnefndu lagaákvæði felst að fangelsa megi ofbeldismann á heimili umsvifalaust, að beiðni konu í sjálfskilgreindri neyð. Lögregluembætti landsins hafa þráfaldlega beitt ákvæðinu til að grípa inn í heimiliserjur. Það kemur ekki á óvart. Það var nefnilega ein aðgerða stjórnvalda, að innræta m.a.lögreglunni og félagsþjónustunni áróður kvenfrelsaranna. Löggjöf og framkvæmd eru, að sögn stjórnvalda, til að stuðla að jafnrétti. Í umdæmi lögreglustjórans á Reykjanesi hefur þessu ákvæði  einungis verið beitt gegn körlum á ákveðnu tímabili. VG hefur nú á prjónunum að gera kvenfrelsunaráróðurinn að námsgrein í skólum landsins.

Ósvinna, misrétti og virðingarleysi við hlutaðeigandi börn á sér stað í vitundarbrenglaðri samvinnu lögreglu, félagsmálayfirvalda (barnverndarnefnda, Barnaverndarstofu) og Kvennaathvarfs. Samkvæmt rannsókn Anni G. Haugen (2009) fyrir Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd á viðbrögðum félagsþjónustu og barnaverndar við ofbeldi gegn konum, gegnir Kvennaathvarfið lykilhlutverki, hvað varðar samstarf við stofnanir innan félagsþjónustu, en þær fara með mál kvenna, sem búa við ofbeldi á heimilum sínum og barna þeirra. Fram kemur að mikið traust er borið til starfsemi athvarfsins af hálfu félagsþjónustunnar. (Bergdís Ýr Guðmundsdóttir) Þess má og geta, að Kvennaathvarfið hefur verið verðlaunað af Reykjavíkurborg fyrir jafnréttisstarf.

Beinum sjónum aftur í austur. „Árið 2009 voru birtar niðurstöður norskrar rannsóknar sem náði til allra þarlendra kvennaathvarfa. Rannsóknin skiptist í tvo hluta, megindlegan spurningalista til stjórnenda 50 kvennaathvarfa í landinu (alls eru þau 51) og eigindleg viðtöl við 22 börn á aldrinum 4-17 ára sem höfðu dvalið í slíku athvarfi. [Feður barnanna hafa greinilega ekki verið virtir viðlits.] Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að börnum fannst staða þeirra oft vera ruglingsleg, þau skorti upplýsingar ... [Á]herslan á að halda staðsetningu athvarfsins leyndri flækti líf sumra, þau þurftu sum hver að ljúga og skipuleggja sögu sína vel til þess að koma ekki upp um staðsetninguna. Í nokkrum tilfellum leiddi það til þess að barnið einangraði sig frá lífinu utan athvarfsins. Þátttakendur kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið mikilvægar upplýsingar um dvöl sína, svo sem hvar þau voru, hver væri ástæða dvalar þeirra og hvað tæki við er dvöl í kvennaathvarfinu lyki.“ ... „Togstreita í tryggð barns við móður er algeng þegar barn sem fylgir móður úr ofbeldisfullu sambandi saknar föður síns eða langar til þess að viðhalda samskiptum við hann.“ (Bergdís Ýr Guðmundsdóttir)

Aðdáun barnaverndaryfirvalda á Kvennaathvarfinu er einskær: „Í einstaka tilvikum hafa konur leitað í Kvennaathvarfið eftir að barnaverndaryfirvöld hafa skikkað þær til að slíta sambúð við ofbeldismann vegna ólíðandi ástands heima fyrir. Þar sem þær hafa ekki haft í önnur hús að venda upplifa þær sig stundum þvingaðar til dvalar í Athvarfinu. Í dagbókarfærslum má finna 26 mál þar sem afskipti Barnaverndar eru skráð, eða 20%.“ (Anni Haugen og Bergdís Ýr Guðmundsdóttir)

Það er víðar en í Noregi að reynt er að skyggnast bak við tjöldin í kvennaathvörfunum. Gerhard Amendt er prófessor við háskólann í Bremen í Þýskalandi. Hann hefur um langt árabil stundað rannsóknir á kynferði og samskiptum kynjanna. Skilnaður og þáttur kvennaathvarfa við úrlausn þeirra hefur komið þar í brennidepil. Honum segist svo frá: „Rannsókn okkar [rannsóknarhópsins] á skilnuðum í Bremen leiddi í ljós, að ofbeldi átti sér stað í [tæpum] þriðjungi tilvika allra skilnaða. Átján hundruð karlar greindu frá líkamlegu eða sálrænu ofbeldi af hálfu maka. Þetta er mun hærra hlutfall, heldur en við venjulegt dagfar, um það bil tíu af hundraði. Í þeim skilnuðum, þar sem um ofbeldi var að ræða, áttu fyrrverandi eiginkonur eða unnustur upptök að ofbeldinu. Rannsóknir sviptu hulunni af ofbeldi kvenna, sem einnig fremja ofbeldi við aðstæður í lífi fullorðinna, þar sem misklíð ríkir. Það er einungis frá sjónarhóli kvennaathvarfa, að karlar eru [einvörðungu] að ofbeldinu valdir. Í stað þess að stuðla að lausn ágreinings við skilnað, hella kvennaathvörfin í raun olíu á eldinn.“

Aukin heldur: „[T]alsmenn kvennaathvarfanna reyna að beita fordómum í því skyni af hafa að engu rétt barns til beggja foreldra.“ ... „Meðan vísindin leitast við að leysa ágreining, hrósa kvennaathvörfin stjórnmálalegum sigri í ljósi fjandskapar gegn körlum.“ ... „Kvennaathvörfin eru heimur án lífsgleði. Og viðleitni til að jafna ágreining í sambandinu hefur verið umsnúið í hugarvíl um tilvistina og jafnvel sjálfshatur. En karlfæð gæti [sem sagt] vísað [umræddum konum] veg.“

„Formælendur kvennaathvarfanna láta sér í léttu rúmi liggja ákúrur þess efnis, að farið sé á skjön við siðferði atvinnumennskunnar, því atvinnumennska er fráleitt þeirra ær og kýr. Þvert á móti nefna þeir sig „skæruliða,“ sjálfsálitinu uppmálaðir. Það endurspeglar viðhorf til kvenna sem fórnarlamba ógnvekjandi karlavalds og almennings, ...  Atvinnumennskusiðferðið hefur gagngert vikið fyrir stjórnmálalegum ásetningi. Slíkt gefur þeim [starfsmönnum, formælendum] sjálfsástarstuð og tilfinningu siðferðilegrar upphafningar yfir aðra í veröldinni. Það er góð blanda sjálfsupphafningar og sjálfsfórnar ...“

„Flestir [starfsmanna kvennaathvarfanna] láta sem vind um eyru þjóta [þá staðreynd], að þegar upp er staðið er ekkert gagn í ráðgjöfinni til skjólstæðinganna, sem á náðir þeirra leita, vegna þess, að gagnsleysið er útskýrt sem þvermóðska kvennanna gegn stjórnmálalegu innsæi [ráðgjafanna]. Trúboð (mission) þeirra veitir stærri sjálfsástarfullnægju, heldur en það óárennilega og torsótta verkefni að starfa með ofbeldisfjölskyldum, sem beita líkamstjáningu í stað orða daglegs máls og hafa að öðru leyti ekkert við hvert annað að segja.“ Boðskapurinn er, að „.. konum séu allar bjargir bannaðar og karlar drottni. Þannig viðhalda kvennaathvörfin slitnu talsambandi makanna. Fyrirætlanin er stjórnmálalegs eðlis.“

Ég tek að lokum heilshugar undir heiðræði Gerhards: „Ráðgjöf og lækning verður að vera ómenguð stjórnmálalegri hugmyndafræði, sem einungis á heima í ólýðræðislegum samfélögum.“

Höfundur er ellilífeyrisþegi. Ónafngreindar þýðingar eru hans.


Aval- mistök í útsendingu reiknings!

Fyrirtækið gaf úr að um mistök væri að ræða þegar fullorðinni konu var sendur 92 þús. kr. reikningurinn fyrir að drepa mús. Mér þykir þeir lengi um að uppgötva mistökin. Pikka inn allar forsendur, senda reikninginn og setja hann í póst. Þegar upp komst á samfélagsmiðlum þá var um mistök að ræða. Tvískinnungur!

Neytendur þurfa að passa sig. ,,Nokkur þessara heita eru skráð á sama fyrirtækið sem ber lögheitið Meindýraeyðing Reykjavíkur. Er það einnig skráð á Já.is sem Meindýravarnir Kópavogs, Meindýraeyðing Hafnarfjarðar og Meindýraeyðing Garðabæjar en öll nöfnin vísa á sameiginlega síðu."

Mér finnst í lagi að bæjarheiti séu tekin úr nafni fyrirtækis til að rugla ekki neytendur. Margir telja sig eiga í viðskiptum við bæjarfélagið ekki einkafyrirtækið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband