Nafnabreyting starfsstétta

Ein vitleysan enn. Nafnabreytingar starfsstétta. Þetta er með því vitlausara sem ég hef séð, læknaritari breytist í heilbrigðisgagnafræðingur.

Margir halda að starf öðlist meiri virðingu ef fræðingur er fyrir aftan forskeyti sem er að mínu mati mesta vitleysa. Man þegar umræðan um sjúkraliðanafnið fór fram, þá var því haldið fram að sjúkraliðar öðluðust meiri virðingu ef nafninu væri breytt...og hefði fræðingur í nafninu.

Röntgentæknir- geislafræðingur. Meinatæknir-lífeindafræðingur og nú læknaritari-heilbrigðisgagnafræðingur. Hvað verður það næsta? Kannski eigum við eftir að sjá lögregla verður lögreglufræðingur...


Umhverfissóðar

Sóðaskapur. Synd að fólk geti ekki sett tyggjóklessur í ruslið. Göngufólk fær svo klessurnar undir skóna sína. Börn gætu tekið klessurnar upp og stungið upp í sig. Hvet gesti Kjarnaskógs að ganga betur um.


mbl.is Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr öskunni í eldinn

Stjórn FEB gerir fólkið húsnæðislaust. Undarlegt útspil stjórnarinnar. Hreint með ólíkindum að svona nokkuð geti gerst. Kostnaður vanreiknaður, svo um munar. Stjórn FEB eru engir viðvaningar. Hugsa áður en maður framkvæmir, það er víst lykillinn. 


mbl.is FEB leysir til sín íbúðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beðið eftir félagsdómi

Félag grunnskólakennara hefur ekki viðræðuáætlun við sveitarfélögin. Ástæðan er mál sem bíður úrskurðar félagsdóms. Málið hefur ekki  verið tekið fyrir. Hvenær það verður virðist enginn vita. Grunnskólakennarar fá allavega engar upplýsingar. Þegar fyrirtaka í málinu átti að vera bilaði tölvukerfið og fyrirtöku frestað. Það fengu grunnskólakennarar allavega að vita. Hins vegar bólar ekkert á frekari fréttum. Engar fréttir hafa borist um að kjaraviðræður voru settar á ís á meðan beðið er. Það kom á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Félagsdómur á að úrskurða hvort þeir sem hafi bakkalársnám að baki, sem veitti réttindin sem grunnskólakennari, eigi að þiggja sömu laun og þeir grunnskólakennarar sem þurfa meistaragráðu til að kenna. Sitthvor lögin. Það er ætlun stjórnar félags grunnskólakennara að þeir sem hafa þriggja ára nám verði hækkaðir í launum jafnt á við þá sem hafa fimm ára nám.

Háskólanámi þarf að ljúka með ákveðnum fjölda ECTS eininga. Það er töluverður munur á bakkalársnámi annars vegar og meistaragráðu hins vegar. Það er ekki bara fjöldi eininga heldur og hvað einstaklingur getur gert eftir gráðuna. Önnur gráðan veitir rétt til doktorsnáms, hin ekki.

Grunnskólakennara er farið að lengja eftir upplýsingum um mál sem skipta máli, réttindi- og kjarasamningagerð.  


Svívirðingar á netinu- við borgum fyrir þig!

Færst hefur í vöxt að fólk svívirði hvort annað á netinu. Mörgum finnst í lagi að ásaka og ljúga upp á mann og annan til að vinna eigin málstað lið og ljúga um sjálft sig. Heilu hóparnir veitast oft að einstaklingum í sömu erindagjörðum. Mannorðsmorð framin, oft án þess að nokkur hreyfi legg né lið. Er þetta þróun sem við viljum sjá hér á landi?

Til að stoppa rógburð þarf að lögsækja fólk. Þegar logið er upp á einstakling og meiðyrði notuð til að ná fram hefnd, hóta, sverta mannorð eða jafnvel skemma atvinnumöguleika verður að setja punktinn yfir   i-ið! Þegar níðskrif og lygar er markvisst notað gegn einstaklingi er nóg komið. Árið 2019 þýðir ekki lengur að vísa rógburði til föðurhúsanna, samfélagmiðlar og einstaka fjölmiðill sjá til þess.  

Í tengslum við forsjárdeilur virðast níðskrif og mannorðsmorð nokkuð algeng, sérstaklega í ,,lokuðum hópum“ á snjáldursíðum. Einstaklingar sækja sér samúð hjá samskonar sauðum sem virðast hikstalaust ljúga til að fá meðaumkun og samúð þeirra sem í hópunum eru sem bera svo lygarnar áfram, í athugasemdarkerfi blaðanna og á aðra staði. Satt eða logið, virðist aukaatriði.

Er möguleiki að stoppa netníðið sem viðhaft er á netinu, spyr sá sem ekki veit. Eflaust, en mikið þarf til. Fjölmiðlar þurfa fyrst af öllu að stoppa einhliða umræður af málaflokkum og kynjum. Fjölmiðlar þurfa að rannsaka betur þau mál sem þeir hyggjast segja frá að beiðni fólks. Það skaðar engan. Frásögn verður áreiðanlegri en kannski ekki eins söluvæn. Fjölmiðlar þurfa að loka fyrir athugasemdarkerfi við frétt, eða bera ábyrgð á því sem þar kemur fram, í viðkvæmum og persónulegum málum.

Margir grunnskólakennarar reyna að leiðbeina nemendum um góð og slæm skrif á netið. Nemendur eru varaðir við illmælgi, fantaskap, dónaskap og niðrandi ummælum sem geta fallið um þá. Segja má að grunnskólakennarar berjist við vindmyllur þegar nemendur lesa svo ummæli fullorðna fólksins í athugasemdarkerfi blaðanna og snjáldursíðum. Oft á tíðum skilja þeir ekki ,,tuð“ kennara í tengslum við netskrifin. Fullorðna fólkið skrifar svona...og hvað! Af hverju þau, ekki við!

Enga fyrirmynd er að finna í fullorðnu fólki sem hagar sér illa á netsíðum. Allir sem hafa hag barna að leiðarljósi hafa eitt í huga, draga úr netníð þeirra gagnvart hvort öðru. Oft heyrist, rafrænt einelti er ólíðandi og skólarnir eiga að grípa inn í. Gott og blessað, en foreldrar eru betur í stakk búnir til að leiðbeina börnum sínum. Allir siðir koma að heiman í gegnum uppeldið, slæmir og góðir. Samvinna skóla og foreldra er sennilega besta leiðbeiningin. Hver á að grípa inn í þegar fullorðnir einstaklingar viðhafa svívirðingar og meiðyrði á opinberum miðlum. Lögsókn!

Nú bregður svo við að hópur kvenna réttlætir svívirðingar og meiðyrði á netinu, í nafni þolenda ofbeldis. Hópurinn stofnaði sjóð til að borga fyrir netníð annarra kvenna séu þær lögsóttar og dæmdar til bótagreiðslna. Hneisa svo ekki sé meira sagt. Slæmar fyrirmyndir þessar konur. Að þolandi ofbeldis, eins og þær segja marga netníðingana vera, hafi leyfi til að beita rafrænu ofbeldi til að fá útrás fyrir eigin sársauka er skrýtin aðferðafræði. Góð skilaboð til komandi  kynslóða! Skynsamlegra væri að hvetja konur, og reyndar alla, til að breyta hegðun sinni á netinu.

Ekki þarf að koma með dæmi um netníð og meiðyrði fullorðinna því landinn áttar sig á hvað greinarhöfundur á við. Spörum stóru orðin, rangfærslur og meiðyrðin. Vöndum til verka.

Ljóð eftir Pál J. Árdal lýsir þessu vel en hér má lesa tvö fyrstu erindin. Ljóðið má lesa í heild sinni hér, https://formannslif.blog.is/blog/formannslif/entry/2237746/

Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,

þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,

en láttu það svona í veðrinu vaka,

þú vitir, að hann hafi unnið til saka.

 

En biðji þig einhver að sanna þá sök,

þá segðu að til séu nægileg rök,

en náungans bresti þú helst viljir hylja,

það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.


Fyrirsláttur

,,Í ungri at­vinnu­grein á borð við ferðaþjón­ust­una má gera ráð fyr­ir að tíma geti tekið fyr­ir þá sem ný­byrjaðir eru í starf­semi að átta sig á regl­um, meðferð kjara­samn­inga og öðru slíku." segir Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka aðila í ferðaþjón­ustu. Tel um fyrirslátt sé að ræða hjá manninum. Það veit hver vinnandi maður að þú átt að borga skatta, félagsgjald, í lífeyrissjóð af launum fólks. Þeir sem stofna fyrirtæki hafa nú sennilega verið launþegar áður. Svo ung er atvinnugreinin nú heldur ekki að menn ættu að hafa þetta á hreinu árið 2019.

Kjarasamningur hvers stéttarfélags er gólf, ekki þak. Hverjum atvinnurekanda er frjálst að greiða eins há laun og fyrirtækið hefur efni á. Það virðist freista of margra að borga minna, komast hjá launatengdum gjöldum og stiga því í eigin vasa.

Hafi fyrirtæki ekki efni á að borga rétt laun þá eru undirstöðurnar ekki góðar. Þegar forsendur fyrirtækis eru reiknaðar hljóta menn að kynna sér kjarasamninga og gjöld sem þeim ber að greiða til að taka það með í rekstrarkostnaðinn. Ef það er ekki gert er betur heima setið en af stað farið. 


mbl.is Brot oft vegna mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pattstaða hjá grunnskólakennurum

Eftir því sem ég best sé er pattstaða í kjaraviðræðum grunnskólakennara við sveitarfélögin. Grunnskólakennarar hafa ekki viðræðuáætlun en KÍ hefur það um sameiginleg málefni kennarastéttanna sem vinna hjá sveitarfélögunum. Stjórn Félags grunnskólakennarar bíður eftir að félagsdómur taki fyrir mál sem vísað var til þeirra...og biðin virðist endalaus. Samband sveitarfélaga sagði á heimasíðu sinni, fyrr í sumar, að þeir endurnýjuðu ekki viðræðuáætlun fyrr en félagsdómur hafi kveðið upp úrskurð. Eðlilegt ef dómur hefur áhrif á kjör grunnskólakennara.

Spurning hve langan tíma félagsdómur tekur fram að dómsafgreiðslu.


mbl.is Kjaraviðræður komast á skrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf það virkilega?

Við eigum ekki nóg af peningum. Vildi óska að svo væri. Gjaldfrjáls heilsugæsla er ekki lífsnauðsynleg. Nota á sameiginlega sjóði okkar í veikara fólk. Hinn almenni borgari hefur alveg efni á að borga það lítilræði sem komast að heimsækja lækni. Sama með blóðprufu. Frekar að gera afsláttarkerfið virkara fyrir þá sem þurfa oftar á kerfin að halda. Börn borga ekki, aldraðir og öryrkjar greiða lægra gjald og ekkert til að kvarta yfir. Held að ráðherra heilbrigðismála ætti að nota peningana í annað er gjaldfrjálsa heilsugæslu þegar og ef að því kemur.


mbl.is Heilsugæslan verði gjaldfrjáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laða jafn marga að sér

Tónleikarnir á Dalvík virðast laða jafn marga að sér og rauðhærði söngvarinn sem skemmti í Reykjavík.

Fólk skemmtir sér langt fram eftir morgni og í nógu að snúast segir lögreglan. Annað getur varla verið þegar svo margir koma saman og margir skemmta sér frameftir öllu. Spurning hvort Dalvíkingar séu sáttir við að hátíðin endi í dæmigerðri útihátíð. 

Margt fólk var á Fiskideginum mikla þrátt fyrir leiðinlega spá, fólk klæddi sig vel og tók þátt í hátíðarhöldunum. 


mbl.is Fimm í fangageymslum eftir Fiskidaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýstar hórur...vegna skoðanaágreinings

Mannskepnan er undarleg. Einhverjum datt í hug að auglýsa konur sem hórur á snjáldursíðu af því þær höfðu aðra skoðun á umgengnismálum en þær sjálfar. Það fannst öðrum konum skemmtilegt og settu,,like" við. Hve auvirðilegur getur maður verið, konur í góðum stöðum, vel menntaðar og eiga börn og eiginmenn. Þeim brygði í brún væri þetta eigið nafn. Þessar konur eiga að skammast sín.

 

 

Mynd frfiexcl; Haddi Gudmunds.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband