Starfslokasamningur- maðurinn segir upp

Eitt skil ég ekki. Þeir sem segja upp af sjálfdáðum fá starfslokasamning í ákveðnum störfum. Heyrði í fréttum að bæjarstjórn Fjallabyggðar ætli að ræða um starfslokasamning við Gunnar á næsta bæjarstjórnarfundi. Sama með útvarpsstjóra, hann sagði starfi sínu lausu til að fara í annað starf- fær starfslokasamning. Við erum komin á villigötur með þetta. Segi leikskólakennari upp störfum fær hann ekki starfslokasamning við bæjarfélagið. 


mbl.is Gunnar Birgisson hættir sem bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannúðarsjónarmiðin þjóna ekki alltaf tilgangi sínum

Horfði á 21 søndag á DR1. Í Svíþjóð hefur hælisleitandi, ung kona, stigið fram og viðurkennt að foreldrar hennar þvinguðu hana til að leika sig veika, svelta sig til að líta veikluleg út og vera í rúminu. Þau höfðu fengið neitum um vist í Svíþjóð sem hælisleitendur. Svíar hafa eins og Íslendingar möguleika á mannúðlegri hælisveitingu og nú átti að reyna á það með veiku barni. Þau sögðu stúlkunni að hún yrði að hjálpa fjölskyldunni.

Rætt var við geðlækni og lækni sem sögðu báðir að mörg börn urðu veik á þennan hátt og þrátt fyrir ýmsar rannsóknir og viðtöl kom ekkert í ljós. Geðlæknirinn sagði að á sínum tíma hefði hann ekki þorað að koma fram undir nafni því þá hefði hann verið dæmdur rasisti. Hann sendi því nafnlaus bréf til að vekja athygli á málinu.

Stúlkan sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi foreldra sinn því hún var svöng og borðaði á nóttunni. Þetta gekk svona í 10 mánuði þangað til sænsk yfirvöld tóku eftir líkamlegum ákverkum á barninu. Þau tóku hana af foreldrunum, hún fékk vist í Svíaríki en ekki foreldrarnir og yngri systkin. Svíum hefði aldrei liðist að beita börn sín slíku ofbeldi og refsing er margra ára fangelsi sagði geðlæknirinn.

Ekki er vitað með vissu hve mörg börn hafa mátt þola ofbeldi af þessu tagi af foreldrum sínum í þeim tilgangi að fá vist í nýju landi. Mannúðarsjónarmiðin þjóna ekki alltaf tilgangi sínum.


Tálmun- ekki umdeilanlegt

Tálmun á umgengni lýsir sér m.a. á þennan hátt og er sannsögulegt dæmi:

Faðir keyrir 3 og hálfan tíma til að sækja börnin sín. Á leiðinni koma smáskilaboð, annað barnið veikt og fer ekki í umgengni. Þegar á staðinn er komið er annað barnið í skólanum og faðirinn sækir það þangað. Hann hringir og fer heim til að hitta á hitt barnið, kanna hve alvarleg veikindin eru og að sjá barnið. Faðma það og kyssa. Enginn svarar í síma og enginn svarar heima. Þá er lagt af stað í 3 og hálfs tíma ferðalag með annað barnið.

Næsta umgengni er eftir 4 vikur þar sem faðirinn hefur aðra hvora helgi og keyrir 7 tíma fram og tilbaka til að sækja börnin. Í allt 14 klst.

Þetta er ein útfærsla tálmunar og sýslumannsembættin fá ekki að vita af.


Dýr skemmtun sveitarfélaga

Sveitarfélögin borga margföld laun fyrir sveitarstjóra sína og lokasamning. Þetta kostar skattgreiðendur óhemju fjármang. Reyndar óviðunandi. Búa á til launatöflu fyrir starfið sveitarstjóri sem fer eftir fjölda íbúa. Sameina á sveitarfélögin þannig að sem fæstir sveitar- og bæjarstjórar verði á landinu sem og kjörnir fulltrúar. Að mínu mati á ekkert sveitarfélag að vera undir 5000 manns, þó dreifbýlt sé. Eyjafjörðurinn sem dæmi gæti allur verið eitt sveitarfélag. Yfir sveitarfélögunum eru 8 bæjar eða sveitarstjórar og mætti fækka í einn. 

Mörg sveitarfélög geta ekki veitt lögboðna þjónustu og verða að reiða sig á stærri samfélögun í kringum sig. Taka þarf til í sveitarstjórnarmálunum og það helst fyrir næstu kosningar.


mbl.is Sveitarstjóra Tálknafjarðar sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin lokun leikskóla? Er það raunhæft?

Í kjölfar orða stjórnenda leikskólakennara er ég hugsi.

Ég er ein þeirra sem fannst galið að lengja nám leikskólakennara upp í 5 ár samhliða grunnskólakennaramenntuninni. Reyndar hefði sú menntunarleið mátt vera óbreytt því mastersnám er í boði fyrir þá sem það vilja.

Leikskólinn er að mínu mati þjónustustofnun fyrir vinnandi fólk. Stofnun þar sem börn þurfa að dvelja á meðan foreldrar vinna. Vissulega er margt gott gert fyrir börnin á þessari stofnun og á að vera. Við erum að tala um börn á aldrinum 1- 6 ára áður en grunnskólinn tekur við sem er skylda. Það er engum skylt að setja barn sitt á leikskóla. Öll mannleg gildi, hegðun og góð framkoma er í hávegum höfð eins og vera ber...ætti að vera á heimilum líka því þar á starf uppalandans að fara fram.

Hins vegar óski foreldrar eftir leikskólaplássi er ekkert í boði nema heill dagur, 7-8 klst. Allavega í mörgum sveitarfélögum. Það er galið. Vilji t.d. forelri sem vinnur á kvöldin vera heima með barni sínu á morgnana, og þar með spara sér pening líka, þá er það ekki í biði. Hef heyrt rök eins og að þá taki barnið ekki þátt í starfinu á sama hátt og hin. Hvað með það? Barn sem getur eytt meiri tíma með foreldri en á þjónustustofnun hlýtur að græða meira á því. Neita að trúa öðru.

Man eftir að sonur minn fékk orð í eyra frá leikskólakennara af því hann kom með börn sín í leikskólann kl.10:00, þau áttu notalega stund heima áður en haldið var til vinnu og í leikskólann. Ég varð undrandi. Ástæðan var að þá misstu börnin af hópastarfi sem var farið í gang. Hvað með það, spyr ég nú bara. Þetta eru börn sem eiga ekki að byrja á ströngu skólastarfi fyrr en í grunnskólann kemur, nóg er það nú samt.

Nú ber svo við að leikskólakennarar vilja fá svipaðan undirbúningstíma og grunnskólakennarar þrátt fyrir að störfin séu ólík að mínu mati. Það er tvennt ólíkt að kenna 2 ára barni en 10 ára barni 7 námsgreinar þar sem meta þarf hvern þátt. Leikskólakennarar hafa líka talað um að þeir vilji fleiri frídaga fyrir börn í leikskóla, t.d. haust- og vetrarfrí. Mörgum grunnskólakennurum hugnast ekki þessi frí því oftar en ekki er enginn í fjölskyldunni í umræddum fríum. Verði þetta ofan á þá þarf að breyta öllu vinnuumhverfi landans. Tryggja þarf að foreldrar hafi tök á að taka frí úr vinnu til að vera heima með börnum sínum. Sama með marga foreldra, þurfa að útvega börnunum pössun og að venju er frístundarheimilin opin allan daginn til að mæta foreldrum. Þeir dagar eru vel nýttir, allan daginn. Barn fært frá stað A til B.

Í Danaveldi má loka 7 daga á ári í leikskólum, vöggustofum og á frístundarheimili en foreldrar fá boð um aðra lausn til að láta passa barn sitt. Þann 5. júní (Grundlovsdagen, eins og 17. júní hér heima) og 24. desember er lokað og pössun ekki í boði. Menn eiga að koma sér saman um lokunardaga í hverjum leikskóla og má setja lokunardag þegar útlit er fyrir að fá börn mæti í leiksólann. Lokunardagur er starfsdagar hjá starfsmönnum.

Fyrir mér er mikill munur á starfi kennarastéttanna þriggja og ekki samanburðarhæft, hvorki starf, undirbúningur né úrvinnsla námsins. Þrátt fyrir að lög um eitt leyfisbréf hafi verið samþykkt á þingi er útfærslan eftir, hvers verður krafist af starfsfólki á hverju skólastigi fyrir sig.

 

 


Vigdís Finnbogadóttir setur niður. Svei þér!

Í viðtali lét fyrrverandi forseti þessi orð falla „Konum er haldið utan við af því að karlar óttast vitsmuni kvenna. – Karlar eru hræddir við konur, þeir eru hræddir við greind kvenna. Þeir vilja ekki hleypa konum upp á dekk, svo að segja.“ Ég hef haft miklar mætur á Vigdísi en hana setur niður við þessi orð. Hélt við værum komin lengra. Því miður lesa drengir þetta sem hafa konur í meira mæli sem uppalendur og uppfræðara. Hvers eiga þeir að gjalda, spyr bara.

Svei þér Vigdís Finnbogadóttir. Bræður hræðast ekki greind systra sinni (þeir eru jafn greindir) og þeir vilja alveg hleypa systrum sínum upp á dekk.  


Fordómafullir starfsmenn

Hreint með ólíkindum að lesa viðtal við starfsmenn Sýslumannsembættisins. Ég myndi segja að þær séu ekki starfi sínu vaxnar, einfalt mál. Að tjá sig á þennan hátt opinberlega er með ólíkindum. Starfsmenn sem eiga að vera hlutlausir í öllum málum og miðla af þekkingu, reynslu og fagmennsku. Hér hafa þær opinberað mikla fordóma. 

Það er von mín að einhver hafi dug og þor í sér til að kvarta opinberlega yfir þessum starfsmönnum. Vona að fólk sniðgangi þessa starfsmenn enda óhæfir eftir viðtalið.

 


mbl.is Rengjum ekki upplifun fólks af ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herkænska- bera börnin fyrir sig

Nú þegar málefni Samherja er komið upp á yfirborðið ræða margir um málið. Spillingarmálið. Öllum er ljóst að rannsóknar er þörf. Nú grípa margir til herkænskunnar og minna menn á að fara gætilega. Börn, fjölskyldur og vinnuafl Samherja er undir. Höfðu stjórnendur sína nánustu í huga, verkafólkið sitt og fjölskyldur í huga þegar þeir tók ávörðun um að arðræna Namibísku þjóðina auðlindum sínum. Efast. Nei hér er um einstaklinga að ræða sem tóku ákvörðun á eigin forsendum. Það kom þeim enginn í þessa stöðu. Sjálfskaparvíti. Gengdarlaus græðgi. Stórmennskubrjálæði réð för samkvæmt gögnum sem liggja fyrir.

Sonur Samherjaforstjórans sýndi hæfileika sína að svara fyrir sig þegar hann hitti fyrrverandi Seðlabankastjóra, þar skein hroki og yfirlæting úr kauða. Hann mun spjara sig.

Mjög slæmt þegar eitt fyrirtæki á allt í einu byggðarlagi og heldur þannig byggðinni í kló sinni. Auðvitað færi Dalvík mjög illa út úr því ef Samherjamenn tækju allt sitt þaðan eins og þeir hafa gert við aðrar byggðir. Sama með Akureyri, ítök þeirra eru of mikil. Hverjum dettur í hug að sjávarútvegsráðherra sé með geislabaug?

Málið er þess eðlis að rannsaka á það ofan í kjölinn, hratt og vel.

Gott að hafa í huga að viljir þú eiga hlutdeild í frægðinni þarftu líka að geta tekið aðfinnslunum. Þessu vilja menn gjarnan gleyma.

Þórður hjá Kjarnanum orðar þetta vel. ,,Fjórða stigið er að fórn­ar­lamba­væða þá sem urðu upp­vísir að brot­un­um, með því að mála upp mynd af þeim sem hluta af heild, ekki ein­angr­uðum ein­stak­lingum sem í krafti stöðu sinnar og valda tóku vondar ákvarð­an­ir. Það er gert með því að bera fyrir sig starfs­menn, fjöl­skyldur og sér­stak­lega börn."


Gagnrýnin- Steinunn Ólína

Þær konur sem stjórna hópi ,,Ég líka" meðal sviðslistua og kvikmyndagerðakvenna fara á lágt plan. Steinunni Ólínu vikuð úr hópnum af því hún er gagnrýnin og kokgleypir ekki allt sem sagt er án þess að hafa annað og meira en orð að baki. Vissulega er það einkenni hreyfingarinnar, tala, tala og tala og í sumum tilfellum virðist satt eða logið litlu skipta. Það að víkja Steinunni Ólínu úr hópnum segir meira um stjórnendur en hana. Einhliða umræða virðist vera það sem konurnar sækjast í. Spurning hvort þessar tæpu 70 konur séu svo gagnrýnislausar að þær þegi. Trúi því ekki.

Hvet Steinunni Ólínu áfram á sömu braut, gagnrýni á alltaf rétt á sér.


Ömurleg staða

Nú þegar ráðherrarnir hafa gengist við málinu er spurning hve lengi Samherjamenn geta látið að því liggja að spillingin sé eins manns verk. Frekar aum vörn. Þjóðin leggur vart trúnað á slíkt. Samherjamenn ætla að hengja bakara fyrir smið. Vona að málið verði skoðað til hins ýtrasta til að komast að sannleikanum. Kannski grasserir eitthvað meira í herbúðum þeirra sem yfirvöld hafa ekki komið auga á í útlandinu. Koma tímar koma ráð!


mbl.is Ráðherrarnir búnir að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband