Erfið ákvörðun...

Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á þetta. Að kennarar skuli þurfa að ganga svo langt að segja starfi sínu lausu til að fá viðurkenningu á starfi sínu og starfsumhverfi er með ólíkindum. Sveitarfélögin vita ekki með vissu hvort þeir fá þessa starfsmenn inn í grunnskólann aftur og þá er skaðinn skeður. Það er ótrúlegt að forsvarsmenn sveitarfélaga, hvaða flokki sem þeir eru, skuli ekki stöðva útgöngu kennara með kjarabótum. Öllum er ljóst hvað grunnskólakennarar vilja. 

Lára V. Júlíusdóttir sagði aðgerðir kennara ólöglegar. Grasrótin gekk út úr skólunum í gær til samstöðufundar. Stappa stálinu hver í annan. Það var hverjum og einum frjálst að taka þátt í samstöðufundunum en það voru þúsundir kennara sem ákváðu að taka þátt. Samstaða er það eina sem gildir í þessum kjarasamningaviðræðum. Mér þætti fróðlegt að vita hve oft forsvarsmenn sveitarfélaga hafa brotið á nemendum því forföll eru ekki kostuð. Það er valið að láta nemendur hanga í ,,eyðu" hafi þau aldur til þess í stað forfalla. Oft eru forföll þriðja kennara í teymi hundsað og hinir tveir látni bjarga málunum. Já það væri forvitnilegt að vita hve mikla peninga grunnskólakennarar hafa sparað sveitarfélögum með þátttöku í þeirri framkvæmd.

Orð Gylfa forseta ASÍ á Hringbraut segja meira um hann en málefnið. Hef bara eitt við hann að segja, þú ættir að skammast þín.


mbl.is Þrjátíu kennarar segja upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband