Eftir hverju bíða þeir?

Þá er bara að skella fram frumvarpi til að sjá í raun og veru hver vill og hver ekki. Það er ekki nóg að tala bara um hlutina...eins og oft er gert á hinu háa Alþingi. Látið hendur standa fram úr ermum, setjið ofurskatt á bónusgreiðslur og hátekjuskatt á laun yfir 5 milljónir á mánuði (næstum árslaun grunnskólakennara).


mbl.is Ólína vill „ofurskatt á ofurlaun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega!

En líklega verður bara blaðrað út í eitt uns það verður orðið of seint að setja lög.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2016 kl. 20:43

2 identicon

Ef ofurlaun verða skattlögð sérstaklega til að refsa fyrir dugnaðinn hækka bara ofurlaunin sem hækkunin á skattinum nemur og við almúinn borgum í formi hærri vaxta og verðlags sem fylgdu í kjölfarið.´Það þarf að auka fjármálalæsi hér á landi. Ég vil afnema leigu -og vaxtabætur því það myndi lækka leiguverð á markaðinum sama á við fasteignaverð

Baldvin Nielsen 

B.N. (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 21:23

3 identicon

Lausn Íslendingsins þegar honum líkar ekki eitthvað er að skattleggja það. Þannig útrýmdum við alkahólisma með háum sköttum á áfengi. Þjóðin varð tágrönn og spengileg þegar sykurskatturinn var. Hækkun á matarskatti orsakaði æði hjá þjóðinni í káli og gulrætur. Hátekjuskatturinn skilaði stjórnendum með tekjur sem voru rétt rúmlega verkamannalaun. Og bankaskatturinn straumlínulöguðum bönkum með sanngjörn þjónustugjöld og lága vexti. Grunnskólakennarar, bótaþegar og aðrir geta átt sig næstu mánuði meðan við berjumst gegn því að fólk fái há laun. Það er forgangsatriði að passa það að einhverjir hafi það ekki of gott.

Gústi (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband