Hefði hann ekkert að fela...

Mér þykir í góðu lagi að blaðamennirnir hafi notað þessa aðferð því Jóhannes þekkir sína heimamenn. Hefði SDG ekkert að fela hefði hann geta svarað eins og ekkert væri. Hann hins vegar hafði margt að fela og áttaði sig á að hættunni sem hann hafi komið sér í sjálfur og því ekki við blaðamenn að sakast. Fráfarandi forsætisráherra hefur borið alls konar útskýringar á borð fyrir lýðinn og ljóst, að mínu mati, að enginn fengi að vita sannleikann. Jóhannes á heiður skilið, ásamt öllum hinum blaðamönnunum,fyrir þessa miklu vinnu sem þeir hafa lagt á sig. Það þarf að skoða þátt bankanna og ná í skottið á öllum þessum ráðgjöfum sem kaupa fyrirtæki í skjattskjólum sem ráðfæra sig ekki við eigendur sína. Þeir fjárfesta að þeim forspurðum og stundum með undirskrift og prófkúru þeirra. Já vondir ráðgjafar!


mbl.is „Dómgreind okkar var rétt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skíthælahátturinn er alger hjá þessum blaðamönnum, þvílík hræsni í þeim, þeir eru ekkert betri en maðurinn sem þeir eru að saka um lygar og siðleysi.

Þetta er sorglegt þegar landinn er farinn að sætta sig við og því miður of oft fagna fjölmiðlafólki sem hika ekki við að ljúga og svíkja, þegar fjölmiðlar eru farnir að búa til fréttirnar í staðin fyrir að miðla þeim. Þetta fólk eins og annað má ekki gera hvað sem það vill, það hefur allt of mikið frelsi til að brjóta á einstaklingsfrelsi annara í nafni fréttamennsku (Hér er ég ekki að tala um Sigmund endilega).

Halldór (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 21:47

2 identicon

Halldór, ertu þá ekki hoppandi ánægður með þau vinnubrögð Helga Seljans, að senda öll gögn til Júlíusar vífils, svo hann gæti kynnt sér þau áður en spurt yrði út í þau? Og ertu þá ekki líka ánægður með svör Júlíusar Vífils, þ.e. að hann myndi svara þessu "seinna"?

Góð svör.

jon (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband