Er það virkilega í okkar verkahring

Velti fyrir mér hvort það sé virkilega rétt að samfélagið greiði kostnað til að aðstoða afbrotamenn í öðrum löndum. Við getum vissulega fagnað að fólkið náðist og efnið hafi ekki borist þangað sem það átti að fara. Þegar einstaklingur spilar í lottói vinnur hann eða tapar og í þessu tilfelli töpuðu einstaklingarnir sem voru tilbúnir að taka áhættuna.


mbl.is Reynir að tryggja réttláta málsmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þessa aðstoð á að sjálfsögðu ekki að greiða úr sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar. Skyldi kostnaðurinn við þessa ferð ekki slaga töluvert upp í 6 milljónirnar sem ekki eru til svo hægt sé að tryggja öldruðum mannsæmandi daglegt brauð?

corvus corax, 16.1.2016 kl. 12:54

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta snýst ekki um að hjálpa afbrotamönnum, heldur að tryggja að þeir hljóti réttláta málsmeðferð. Þurfi til dæmis ekki að sæta pyndingum eða annari ómannúðlegri meðferð. Það er sami réttur og allir eiga að njóta, hvort sem þeir hafa brotið af sér eða ekki. Þekkt er að í viðkomandi heimshluta er ekki alltaf eftir þessu farið. Vissulega má deila um kostnaðinn, en rétt er að hafa í huga að þetta er ekki gert til að vernda tiltekna einstaklinga, heldur að standa vörð um mannréttindi sem eiga að vera algild, líka fyrir mig og þig og alla hina. Menn eiga ekki að glata þeim réttindum þó þeir liggi undir grun eða hafi orðið uppvísir að afbroti, heldur eiga slík mál að vera rannsökuð og dæmd eftir leikreglum réttarríkisins.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2016 kl. 13:08

3 identicon

Hjartanlega sammála Guðmundur með mannréttindin, en velti enn fyrir mér hvort eftirlitið eigi að greiða úr sameiginlegum sjóði. Er þetta ekki hlutverk lögfræðings viðkomandi að gæta skjólstæðinga sinna, veit það ekki en þykir ekki ólíklegt að viðkomandi gerði slíkt. Velti líka fyrir mér hvað sé gert til að kanna þetta, skoðað aðstæður eða viðeigandi yfirvöld tekin trúanleg. Þeir sem brjóta af sér velja land til og sækja fíkniefnin og spurning hvort afbrotamenn séu ekki nokkuð með það á hreinu hver aðbúnaðurinn er í hverju landi fyrir sig. Rússnesk rúlletta!

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 13:15

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það má vissulega velta því fyrir sér hver eigi að bera kostnaðinn. Það mun sjálfsagt alltaf verða umdeilanlegt og viðkvæmt mál í svona tilvikum.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2016 kl. 13:23

5 identicon

Íslendingar eru fljótir að stimpla alla ákærða sem seka. Vilja láta ákæruna nægja og telja dómstóla í besta falli tilgangslausa. Hér eru allir sekir uns sakleysi er sannað og réttlausir brotamenn þó engan dóm hafi hlotið. Mannréttindi og réttarríkið eru kvöl og pína bloggheima og dómstóls götunnar. Lengi lifi Lúkas!

Jós.T. (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband