Þrjár löggur á eitt barn

Barnið sem strauk að heiman, því mamman neitar að flytja lögheimili þess, hitt þrjá lögreglumenn, af báðum kynjum, þegar það steig út úr strætó í Borgarnesi. Lögreglumennirnir voru kurteisir og spurðu hvort barnið ætlaði langt. Nei, bara fyrir hornið var svarið. Í því koma pabbi barnsins.

Velti fyrir mér hvort það sé ekki heldur vel í lagt að senda þrjá lögreglumenn til að hitta barn. Tveir hefðu geta beðið í bílnum á meðan einn talaði við það. Nema þeir hafi átt von á óeirðum!

Sveitarfélag pabbans sýndi miskunn, ekki gerir móðir það. Leyfir barninu að vera í skóla þar til lausn finnst. Lausnin er að móðir flytji lögheimilið eins og barnið vill. Fjárhagslegur ávinningur kemur í veg fyrir það. Kerfið okkar er stórgallað þó svo barnamálaráðherra þykist hafa lagað það til hins betra.

Barnið tekur þetta með í reynslubankann, þegar mamma sendi lögguna á sig. 


Bloggfærslur 9. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband